Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Bærinn og Bláa lónið voru rýmd í morgun eftir að jörð fór að skelfa og kvikuhlaup hófst.
Átta manns hafa neitað að yfirgefa heimili sín.
„Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins. Nánari upplýsingar verðar aðgengilegar fljótlega. Fluglitakóði hefur verið færður á rautt, þangað til nánari upplýsingar um öskudreifingu berast,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu.
Kvikan spýtist upp úr gossprungunni rétt við varnargarðinn norðan við Grindavíkurbæ. Þetta má glögglega sjá á myndum af gosinu.
Athugasemdir