Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stefna að opnun ofbeldismóttöku fyrir börn

Í janú­ar 2026 skulu öll börn sem eru þo­lend­ur of­beld­is fá við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu án taf­ar. Þetta kem­ur fram í fyrstu stöðu­skýrslu að­gerða­hóps vegna of­beld­is með­al barna og gegn börn­um.

Stefna að opnun ofbeldismóttöku fyrir börn

Fyrsta skref í mótun framtíðarsýnar í heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi er að setja á fót einingu á Landspítala sem veitir börnum sem eru þolendur hvers kyns ofbeldis viðeigandi heilbrigðisþjónustu án tafar. Þjónustan verður þverfagleg og veitt af heilbrigðisstarfsmönnum með sérþekkingu á málefnum barna.

Í desember síðastliðnum, 2024, var Landspítala falið að hefja undirbúning opnunar slíkrar einingar en heilbrigðisráðuneytið lagði 13 milljónir króna til undirbúningsins. Landspítali hefur skilað verkáætlun og að lokinni rannsókn og greiningu, mótun, vinnustofu, prófun á móttöku, árangursmati og endurskoðun er gert ráð fyrir að „innleiðingartillaga ofbeldismóttöku fyrir börn líti dagsins ljós í janúar 2026.“

Þetta kemur fram í fyrstu stöðuskýrslu um innleiðingu aðgerða sem sérstakur aðgerðahópur vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur skilað af sér. Aðgerðunum er ætlað að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi.

Auka forvarnir og bæta lífsgæði

Alls voru samþykktar 25 aðgerðir til þess að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Við mótun aðgerða var meðal annars horft til þess að í gildi væri framkvæmdaáætlun í barnavernd 2023-2027 auk þess að stýrihópur um málefni barna með fjölþættan vanda hafði unnið skýrslu með tillögum að úrræðum. Ein af þessum aðgerðum er mótun á framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi.

Þar sem fjallað er um þá aðgerð í skýrslunni segir að rannsóknir sýni að oft skortir sameiginlegan skilning heilbrigðisstarfsmanna og heildarsýn á viðbrögð heilbrigðiskerfisins við ofbeldi og vanrækslu í garð barna. Mótun framtíðarsýnar er því mikilvæg til að auka snemmtæka íhlutun heilbrigðiskerfis, auka forvarnir og bæta þannig lífsgæði þeirra barna sem búa við ofbeldi og vanrækslu. 

Sérstaklega hugað að börnum með fötlun

„Framtíðarsýn þarf ekki einungis að hafa fjármagn, húsnæði og fagfólk með sérþekkingu á málefnum barna, hún þarf einnig að byggja á rannsóknum og gagnreyndum aðferðum þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu við börn sem þolendur ofbeldis og vanrækslu. Sérstaklega skal hugað að börnum með fötlun,“ segir þar. 

Í skýrslunni er sérstaklega farið yfir hvaða mælikvarði er notaður til að meta stöðuna á hverri tiltekinni aðgerð, sem og hver er ábyrgðaraðili. Þegar kemur að mati á áðurnefndri aðgerð segir að í janúar 2026 skuli öll börn sem eru þolendur ofbeldis fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu, sem veitt er meðal annars af sérfræðingum í málefnum barna, svo sem barnalæknum, barnahjúkrunarfræðingum og barnasálfræðingum. Ábyrgðaraðili aðgerðarinnar er heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítala.

Mæta alvarlegri stöðu hér á landi

Aðgerðahópurinn, sem tók til starfa í september síðastliðnum, er skipaður fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, innviðaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, embættis ríkislögreglustjóra, lögregluembætta og Heimilis og skóla.

Aðgerðahópurinn vinnur áfram að heildstæðri innleiðingu, forgangsröðun og framkvæmd aðgerða. Vinnsla allra aðgerða er hafin og mótuð hefur verið áætlun fyrir innleiðingu og eftirfylgni til næstu tveggja ára. Með markvissri innleiðingu aðgerða og eftirfylgni er ekki einungis verið að mæta þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin hér á landi heldur einnig að greina umfang og eðli vandans, og þróa bestu starfshætti fyrir Ísland.

Hér má lesa stöðuskýrsluna í heild sinni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu