Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Stefna að opnun ofbeldismóttöku fyrir börn

Í janú­ar 2026 skulu öll börn sem eru þo­lend­ur of­beld­is fá við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu án taf­ar. Þetta kem­ur fram í fyrstu stöðu­skýrslu að­gerða­hóps vegna of­beld­is með­al barna og gegn börn­um.

Stefna að opnun ofbeldismóttöku fyrir börn

Fyrsta skref í mótun framtíðarsýnar í heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi er að setja á fót einingu á Landspítala sem veitir börnum sem eru þolendur hvers kyns ofbeldis viðeigandi heilbrigðisþjónustu án tafar. Þjónustan verður þverfagleg og veitt af heilbrigðisstarfsmönnum með sérþekkingu á málefnum barna.

Í desember síðastliðnum, 2024, var Landspítala falið að hefja undirbúning opnunar slíkrar einingar en heilbrigðisráðuneytið lagði 13 milljónir króna til undirbúningsins. Landspítali hefur skilað verkáætlun og að lokinni rannsókn og greiningu, mótun, vinnustofu, prófun á móttöku, árangursmati og endurskoðun er gert ráð fyrir að „innleiðingartillaga ofbeldismóttöku fyrir börn líti dagsins ljós í janúar 2026.“

Þetta kemur fram í fyrstu stöðuskýrslu um innleiðingu aðgerða sem sérstakur aðgerðahópur vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur skilað af sér. Aðgerðunum er ætlað að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi.

Auka forvarnir og bæta lífsgæði

Alls voru samþykktar 25 aðgerðir til þess að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Við mótun aðgerða var meðal annars horft til þess að í gildi væri framkvæmdaáætlun í barnavernd 2023-2027 auk þess að stýrihópur um málefni barna með fjölþættan vanda hafði unnið skýrslu með tillögum að úrræðum. Ein af þessum aðgerðum er mótun á framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi.

Þar sem fjallað er um þá aðgerð í skýrslunni segir að rannsóknir sýni að oft skortir sameiginlegan skilning heilbrigðisstarfsmanna og heildarsýn á viðbrögð heilbrigðiskerfisins við ofbeldi og vanrækslu í garð barna. Mótun framtíðarsýnar er því mikilvæg til að auka snemmtæka íhlutun heilbrigðiskerfis, auka forvarnir og bæta þannig lífsgæði þeirra barna sem búa við ofbeldi og vanrækslu. 

Sérstaklega hugað að börnum með fötlun

„Framtíðarsýn þarf ekki einungis að hafa fjármagn, húsnæði og fagfólk með sérþekkingu á málefnum barna, hún þarf einnig að byggja á rannsóknum og gagnreyndum aðferðum þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu við börn sem þolendur ofbeldis og vanrækslu. Sérstaklega skal hugað að börnum með fötlun,“ segir þar. 

Í skýrslunni er sérstaklega farið yfir hvaða mælikvarði er notaður til að meta stöðuna á hverri tiltekinni aðgerð, sem og hver er ábyrgðaraðili. Þegar kemur að mati á áðurnefndri aðgerð segir að í janúar 2026 skuli öll börn sem eru þolendur ofbeldis fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu, sem veitt er meðal annars af sérfræðingum í málefnum barna, svo sem barnalæknum, barnahjúkrunarfræðingum og barnasálfræðingum. Ábyrgðaraðili aðgerðarinnar er heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítala.

Mæta alvarlegri stöðu hér á landi

Aðgerðahópurinn, sem tók til starfa í september síðastliðnum, er skipaður fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, innviðaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, embættis ríkislögreglustjóra, lögregluembætta og Heimilis og skóla.

Aðgerðahópurinn vinnur áfram að heildstæðri innleiðingu, forgangsröðun og framkvæmd aðgerða. Vinnsla allra aðgerða er hafin og mótuð hefur verið áætlun fyrir innleiðingu og eftirfylgni til næstu tveggja ára. Með markvissri innleiðingu aðgerða og eftirfylgni er ekki einungis verið að mæta þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin hér á landi heldur einnig að greina umfang og eðli vandans, og þróa bestu starfshætti fyrir Ísland.

Hér má lesa stöðuskýrsluna í heild sinni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rannsakar bleikþvott Ísraels
6
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár