Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Fullnaðarsigur fyrir fjölmiðla og almenning

Blaða­mað­ur­inn Tryggvi Að­al­björns­son seg­ir sýknu­dóm RÚV og MAST í Hæsta­rétti vegna um­fjöll­un­ar um Brúnegg vera mik­il­væga stað­fest­ingu á rétti al­menn­ings til upp­lýs­inga. „Þetta er frá­bær nið­ur­staða og það sem við höf­um ver­ið að von­ast eft­ir all­an tím­ann.“

Fullnaðarsigur fyrir fjölmiðla og almenning
Tryggvi Aðalbjörnsson segir ekki hvetjandi fyrir blaðamenn að fjölmiðlar geti lent í því að eiga við tilhæfulausar ásakanir árum saman. Mynd: Golli

Dómur var kveðinn upp í svokölluðu Brúneggjamáli í Hæstarétti fyrr í vikunni, þar sem bæði Ríkisútvarpið og Matvælastofnun voru sýknuð af kröfum fyrrverandi eigenda Brúneggja, sem varð gjaldþrota vorið 2017. En RÚV og MAST voru dregin fyrir dóm vegna notkunar gagna í umfjöllun Kastljóss um starfsemi fyrirtækisins síðla árs 2016. 

Fjölmiðlamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson, sem hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllunina um Brúnegg, segir dóminn bæði afdráttarlausan og skýran. 

„Þetta er fullnaðarsigur fyrir okkur, fyrir fjölmiðla og fyrir almenning,“ segir hann. „Þetta er frábær niðurstaða og það sem við höfum verið að vonast eftir allan tímann. Þarna fékkst góð og mikilvæg staðfesting á því að almenningur átti rétt á því að fá upplýsingar um starfsemi Brúneggja. Fréttamenn máttu taka þær upplýsingar og setja þær fram á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Það er bara mjög mikilvægt.“

„Vönduðum okkur mjög mikið“

Tryggvi segir það jákvætt að hafa fengið staðfestingu á því að umfjöllunin hafi verið unnin eins og skylda bar til. „Við vönduðum okkur mjög mikið við þessa umfjöllun. Við vorum með mjög mikið af gögnum – hátt í 1.000 blaðsíður af skjölum frá Matvælastofnun, sem er eftirlitsaðilinn [með Brúneggjum]. Málið var mjög umfangsmikið en við lögðum okkur sérstaklega fram um að setja þetta sem kom fram í skýrslunum fram á aðgengilegan og nákvæman hátt – og gæta sanngirni gagnvart Brúneggjum.“ 

Tryggvi segist ekki hafa vitað hvaða afleiðingar málið myndi hafa. Það hefði ekki verið aðalatriðið að ímynda sér slíkt við vinnslu umfjöllunarinnar. „Aðalatriðið þegar maður er að vinna svona umfjöllun er að koma upplýsingunum til almennings á greinargóðan hátt og réttan. Síðan er málið bara úr okkar höndum.“

Hann segir það hafa komið á óvart þegar kröfubréf kom haustið 2020 frá eigendum Brúneggja, tæpum fjórum árum eftir að umfjöllunin fór í loftið. „Það hafði aldrei verið bent á atriði sem voru röng í umfjölluninni, ekkert sem við höfðum þurft að leiðrétta eða slíkt.“ Hann segir það mjög sérstakt að vera enn að vinna í málinu svona löngum tíma síðar, en bráðum verða níu ár síðan vinnan við umfjöllunina hófst.

Kælandi áhrif á blaðamennsku

Tryggvi nefnir að mikil vinna hafi farið í að verjast málsókninni sem hefði getað farið í að sinna blaðamennsku. Þá geti mál sem þessi haft kælandi áhrif á blaðamennsku almennt.

„Vegna þess að fyrir þá sem þurfa að verjast svona miklum og algjörlega tilhæfulausum ásökunum, eins og Hæstiréttur hefur nú staðfest í þessu tilfelli, þá tekur þetta tíma og vinnu. En svo er það heldur ekki hvetjandi fyrir blaðamenn almennt að sjá að þetta sé samfélagið sem við búum í. Að fjölmiðlar geti lent í því að vera árum saman að eiga við ásakanir sem eiga sér enga stoð.“

Tryggvi hnykkir á því í lokin að það sé gott að fá svona afgerandi dóm. „Það er ekki bara gott fyrir blaðamenn og fjölmiðla að fá það staðfest að þeir megi vinna vinnuna sína meðan þeir vanda sig og eru í góðri trú – það er líka ofboðslega mikilvægt fyrir almenning að fá staðfestingu á því að hann eigi rétt á svona upplýsingum. Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir upplýsingarétt íslensks almennings í framtíðinni.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár