Engin lög setja skorður á framlög Sósíalista til Vorstjörnunnar

Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands virð­ist reka hluta starf­semi sinn­ar í gegn­um fé­laga­sam­tök. Með því skap­ar flokk­ur­inn rými til að taka við fjár­fram­lög­um frá borg­ar­full­trú­um flokks­ins um­fram það sem þeir mega styrkja sjálf­an flokk­inn. Rík­is­end­ur­skoð­andi tel­ur tíma­bært að end­ur­skoða lög­in.

Engin lög setja skorður á framlög Sósíalista til Vorstjörnunnar
Flokkurinn Sósíalistaflokkurinn hefur boðið fram í bæði borgarstjórnarkosningum og þingkosningum. Flokkurinn á í dag tvo fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur en hefur aldrei náð yfir þröskuldinn á Alþingi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins hafa greitt félagasamtökum sem eru nátengd flokknum styrki sem eru langt umfram það sem leyfilegt væri að styrkja stjórnmálaflokka um. Lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem kveða á um hámarksstyrki frá einstaklingum og fyrirtækjum, eiga hins vegar ekki við, þar sem félagið er rekið til hliðar við flokkinn. 

Umrædd félagasamtök, sem heita Vorstjarnan, eru hins vegar svo tengd Sósíalistaflokknum að fjármál þess, rekstur og stjórn hafa reglulega komið til umræðu í framkvæmdastjórn flokksins. Samtökin voru stofnuð með ákvörðun framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins árið 2021, eftir að hafa verið rekin sem sjóður á sömu kennitölu og flokkurinn síðan árið 2018. 

Meira en milljón á ári

Vorstjarnan er fjármögnuð með fjárframlögum Reykjavíkurborgar og ríkisins til Sósíalistaflokksins. Allt framlag borgarinnar endar hjá Vorstjörnunni en helmingur ríkisframlagsins. Til viðbótar hafa svo  tveir borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins, frá því þeir náðu kjöri, lagt 100 þúsund krónur á mánuði inn á reikning Vorstjörnunnar. Samtals eru það 1,2 milljónir króna …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Hvað á að kalla þetta - útsjónarsemi, skynsemi, siðleysi… nú eða eitthvað allt annað?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár