Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins hafa greitt félagasamtökum sem eru nátengd flokknum styrki sem eru langt umfram það sem leyfilegt væri að styrkja stjórnmálaflokka um. Lög um fjármál stjórnmálaflokka, sem kveða á um hámarksstyrki frá einstaklingum og fyrirtækjum, eiga hins vegar ekki við, þar sem félagið er rekið til hliðar við flokkinn.
Umrædd félagasamtök, sem heita Vorstjarnan, eru hins vegar svo tengd Sósíalistaflokknum að fjármál þess, rekstur og stjórn hafa reglulega komið til umræðu í framkvæmdastjórn flokksins. Samtökin voru stofnuð með ákvörðun framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins árið 2021, eftir að hafa verið rekin sem sjóður á sömu kennitölu og flokkurinn síðan árið 2018.
Meira en milljón á ári
Vorstjarnan er fjármögnuð með fjárframlögum Reykjavíkurborgar og ríkisins til Sósíalistaflokksins. Allt framlag borgarinnar endar hjá Vorstjörnunni en helmingur ríkisframlagsins. Til viðbótar hafa svo tveir borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins, frá því þeir náðu kjöri, lagt 100 þúsund krónur á mánuði inn á reikning Vorstjörnunnar. Samtals eru það 1,2 milljónir króna …
Athugasemdir (2)