Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hef áhyggjur af öryggi vina minna

Veroniku Tjörva Henry Rán­ar­dótt­ur hef­ur alltaf fund­ist ský­in á Ís­landi fal­leg og ætl­ar að búa á Ís­landi á með­an óviss­an í heim­in­um eykst. Hún hef­ur áhyggj­ur af ör­yggi vina sinna í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far til­skip­ana Banda­ríkja­for­seta um rétt­indi trans fólks.

Hef áhyggjur af öryggi vina minna
Ronja Ránardóttir Veronika Tjörvi Henry Ránardóttir valdi nafnið sitt af því að henni finnst Veronika fallegt nafn. En gælunafnið hennar er Ronja. Eins og ræningjadóttir, nema Ránardóttir. Mynd: Heimildin/Erla María

Ég er með ADHD og einhverfu og ég er trans. Ég valdi nafnið mitt af því að ég kann vel við nafnið Veronika. Gælunafnið mitt er Ronja, þegar ég var lítil las mamma Ronju ræningjadóttur fyrir mig og mér fannst það fyndið og skemmtilegt, þar sem mamma mín heitir Rán, að heita Ronja Ránardóttir.  

Ég ólst upp í Bandaríkjunum, Washington-ríki, en flutti til Íslands af persónulegum ástæðum, mig hefur langað til að búa á Íslandi frá því ég var krakki. Mamma mín er íslensk og ég kom hingað í heimsóknir. Mér hefur alltaf fundist skýin á Íslandi svo falleg. 

Ég er búin að búa á Íslandi í aðeins meira en ár. Ég er bara að vinna hérna á N1, ég geri ekki mikið annað, ég er ekki í skóla núna en mig langar að læra teiknimyndagerð og tölvunarfræði en ég þarf að læra meiri íslensku áður en ég get farið í háskólann. Í frítímanum mínum finnst mér gaman að teikna og vera í tölvuleikjum. Ég horfði líka á nokkra sjónvarpsþætti og pæli mikið í plottinu og persónunum, stundum skrifa ég eigin sögur. 

„Ég hef áhyggjur af því að foreldrar mínir eru ekki eins áhyggjufull og þau ættu að vera

Ég kom út sem trans þegar ég var 17 ára, ég hafði ekki mikla möguleika á að hugsa um það þegar ég var barn. Ég hef áhyggjur af öryggi vina minna í Bandaríkjunum eins og staðan er í dag. Flest þeirra eru hinsegin eins og ég. Washington virkar eins og ríki í felum þessa stundina en það virðist ekki vera öruggt utan þess þessa stundina. Ég hef áhyggjur af því að foreldrar mínir eru ekki eins áhyggjufull og þau ættu að vera. Það fer aðeins eftir því hvernig allt þróast í heiminum hvernig ég sé framtíðina fyrir mér. Ég held að ég verði áfram á Íslandi þar til annað kemur í ljós.“

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár