Hef áhyggjur af öryggi vina minna

Veroniku Tjörva Henry Rán­ar­dótt­ur hef­ur alltaf fund­ist ský­in á Ís­landi fal­leg og ætl­ar að búa á Ís­landi á með­an óviss­an í heim­in­um eykst. Hún hef­ur áhyggj­ur af ör­yggi vina sinna í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far til­skip­ana Banda­ríkja­for­seta um rétt­indi trans fólks.

Hef áhyggjur af öryggi vina minna
Ronja Ránardóttir Veronika Tjörvi Henry Ránardóttir valdi nafnið sitt af því að henni finnst Veronika fallegt nafn. En gælunafnið hennar er Ronja. Eins og ræningjadóttir, nema Ránardóttir. Mynd: Heimildin/Erla María

Ég er með ADHD og einhverfu og ég er trans. Ég valdi nafnið mitt af því að ég kann vel við nafnið Veronika. Gælunafnið mitt er Ronja, þegar ég var lítil las mamma Ronju ræningjadóttur fyrir mig og mér fannst það fyndið og skemmtilegt, þar sem mamma mín heitir Rán, að heita Ronja Ránardóttir.  

Ég ólst upp í Bandaríkjunum, Washington-ríki, en flutti til Íslands af persónulegum ástæðum, mig hefur langað til að búa á Íslandi frá því ég var krakki. Mamma mín er íslensk og ég kom hingað í heimsóknir. Mér hefur alltaf fundist skýin á Íslandi svo falleg. 

Ég er búin að búa á Íslandi í aðeins meira en ár. Ég er bara að vinna hérna á N1, ég geri ekki mikið annað, ég er ekki í skóla núna en mig langar að læra teiknimyndagerð og tölvunarfræði en ég þarf að læra meiri íslensku áður en ég get farið í háskólann. Í frítímanum mínum finnst mér gaman að teikna og vera í tölvuleikjum. Ég horfði líka á nokkra sjónvarpsþætti og pæli mikið í plottinu og persónunum, stundum skrifa ég eigin sögur. 

„Ég hef áhyggjur af því að foreldrar mínir eru ekki eins áhyggjufull og þau ættu að vera

Ég kom út sem trans þegar ég var 17 ára, ég hafði ekki mikla möguleika á að hugsa um það þegar ég var barn. Ég hef áhyggjur af öryggi vina minna í Bandaríkjunum eins og staðan er í dag. Flest þeirra eru hinsegin eins og ég. Washington virkar eins og ríki í felum þessa stundina en það virðist ekki vera öruggt utan þess þessa stundina. Ég hef áhyggjur af því að foreldrar mínir eru ekki eins áhyggjufull og þau ættu að vera. Það fer aðeins eftir því hvernig allt þróast í heiminum hvernig ég sé framtíðina fyrir mér. Ég held að ég verði áfram á Íslandi þar til annað kemur í ljós.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár