Ég er með ADHD og einhverfu og ég er trans. Ég valdi nafnið mitt af því að ég kann vel við nafnið Veronika. Gælunafnið mitt er Ronja, þegar ég var lítil las mamma Ronju ræningjadóttur fyrir mig og mér fannst það fyndið og skemmtilegt, þar sem mamma mín heitir Rán, að heita Ronja Ránardóttir.
Ég ólst upp í Bandaríkjunum, Washington-ríki, en flutti til Íslands af persónulegum ástæðum, mig hefur langað til að búa á Íslandi frá því ég var krakki. Mamma mín er íslensk og ég kom hingað í heimsóknir. Mér hefur alltaf fundist skýin á Íslandi svo falleg.
Ég er búin að búa á Íslandi í aðeins meira en ár. Ég er bara að vinna hérna á N1, ég geri ekki mikið annað, ég er ekki í skóla núna en mig langar að læra teiknimyndagerð og tölvunarfræði en ég þarf að læra meiri íslensku áður en ég get farið í háskólann. Í frítímanum mínum finnst mér gaman að teikna og vera í tölvuleikjum. Ég horfði líka á nokkra sjónvarpsþætti og pæli mikið í plottinu og persónunum, stundum skrifa ég eigin sögur.
„Ég hef áhyggjur af því að foreldrar mínir eru ekki eins áhyggjufull og þau ættu að vera
Ég kom út sem trans þegar ég var 17 ára, ég hafði ekki mikla möguleika á að hugsa um það þegar ég var barn. Ég hef áhyggjur af öryggi vina minna í Bandaríkjunum eins og staðan er í dag. Flest þeirra eru hinsegin eins og ég. Washington virkar eins og ríki í felum þessa stundina en það virðist ekki vera öruggt utan þess þessa stundina. Ég hef áhyggjur af því að foreldrar mínir eru ekki eins áhyggjufull og þau ættu að vera. Það fer aðeins eftir því hvernig allt þróast í heiminum hvernig ég sé framtíðina fyrir mér. Ég held að ég verði áfram á Íslandi þar til annað kemur í ljós.“
Athugasemdir