Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ásthildur ekki rekin úr Flokki fólksins

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir verð­ur ekki rek­in úr Flokki fólk­ins og virð­ist njóta stuðn­ings for­manns flokks­ins, Ingu Sæ­land. Formað­ur gaf þó loð­in svör um af­sögn Ásthild­ar.

Ásthildur ekki rekin úr Flokki fólksins
Blaðamannafundur var haldinn í hádeginu þar sem leiðtogar ríkisstjórnarinnar voru spurðir út í afsögn Ásthildar Lóu. Mynd: Valur Grettisson

Ekki stendur til að reka Ásthildi Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra úr Flokki fólksins. Inga Sæland, formaður flokksins, svaraði spurningu blaðamanns Heimildarinnar neitandi þegar hún var spurð hvort það væri til umræðu. Þetta kom fram á blaðamannafundi með oddvitum ríkisstjórnarinnar í hádeginu í dag.

Stjórn Flokks fólksins rak þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr flokknum árið 2018 þegar Klaustursmálið svokallaða náði hámarki. Heimild er hjá flokknum að vísa félagsmönnum úr flokknum og segir orðrétt í samþykktum flokksins: „Sé félagsmaður staðinn að því að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“

Döpur yfir upplýsingaleysi

Inga Sæland sagðist döpur yfir því að Ásthildur Lóa hefði ekki upplýst hana um að að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við fimmtán ára gamlan táningspilt, Eirík Ásmundsson, fyrir um 35 árum síðan. Þá var hún sjálf 22 ára. Ári síðar eignaðist hún barn með honum og því var haldið fram að hún hafi tálmað umgengni hans við barnið. Því hafnar Ásthildur í viðtali við RÚV í gærkvöldi og segir hann hafa verið óáreiðanlegan föður. Þá bætir hún um betur í yfirlýsingu í dag og segir hegðun hans hafa verið í ætt við eltihrella.

Formaður Flokks fólksins stendur að því er virðist á bak við Ásthildi. Spurð hvort Ásthildi Lóu væri stætt á þingi sagði hún það í höndum Ásthildar sjálfrar.

Ljóstraði upp um nafn þess sem bar upp erindið

Forsætisráðuneytið fékk erindi inn á sitt borð viku áður en ráðherra sagði af sér. Ásthildur greindi sjálf frá því í viðtali við Vísi að sá sem sendi erindið hefði verið Ólöf [Bjarnadóttir], fyrrverandi tengdamóðir Eiríks Ásmundssonar. Kristrún Frostadóttir sagði á blaðamannafundi, bæði í gær og í dag, að hún hafi ekki vitað um sannleiksgildi ásakanna fyrr en í gær, sama dag og Ásthildur segir af sér embætti. Þá hafnar hún ásökunum um trúnaðarbrest, þar sem Ólöf hafði verið spurð hvort barna- og menntamálaráðherra mætti sitja sama fund. Hún hafi fallist á það ef ráðherra teldi það við hæfi. 

Á þriðjudaginn setur Ásthildur Lóa sig í samband við Ólöfu og endar á því að fara heim til hennar. Ekki hefur náðst í Ólöfu til þess að spyrja frekar út í þau samskipti. Þetta telur Kristrún óvenjulegt, eins og hún sagði á fundi í gær.

Finnst málið ósanngjarnt

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna telja málið ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið og líta svo á að það sé persónulegt mál Ásthildar Lóu sem hafi þegar axlað ábyrgð.

Það er þó óljóst hvað sé átt við með að Ásthildur hafi axlað ábyrgð. Í viðtali við Vísi sagði hún:


„Þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var yngri en ég, sextán ára,“ sagði hún og sagði að hann hefði sótt mjög í hana. „Hann var ofboðslega hrifinn af mér. Hann var mjög aðgangsharður, svo ekki sé meira sagt. Og fyrir rest – ég bara réði ekki við ástandið eins og það var.“

Þá var hún gráti næst þegar hún sagði það erfiðasta sem hún hefði gert væri að láta af störfum sem ráðherra. „Við vitum það hvernig fréttir eru í dag. Við vitum að svona mál, ef ég væri áfram ráðherra, væri það dregið upp aftur og aftur og aftur. Það yrði aldrei neinn vinnufriður fyrir ríkisstjórnina og ekki heldur í málefnunum sem ég brenn fyrir.“

Aðspurð hvort henni þætti þetta ósanngjarnt svaraði hún: „Já, ég verð að segja að mér finnst það.“

Illskiljanleg svör Ingu Sæland

Inga Sæland tekur í svipaðan streng þegar hún er spurð á blaðamannafundi í dag um afsögn Ásthildar Lóu, em hún heyrði fyrst af í gær klukkan 14:00.

„Við fengum að upplifa það hvernig við sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra. Það var nákvæmlega það í gær þegar hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra brotnaði niður undan þessu álagi,“ sagði Inga. 

Spurð hvort Inga hefði skipað Ásthildi Lóu sem barna- og menntamálaráðherra hefði hún vitað sannleikann, sagði Inga spurninguna óskiljanlega. Hún svaraði henni engu að síður, þó með illskiljanlegum hætti.

„Hún hefði sennilega sjálf aldrei gefið kost á því ef það hefði verið útlitið eins og það er í dag,“ sagði Inga. Blaðamaður Heimildarinnar spurði hana þá hvað hún ætti við með þessum orðum.

Inga svaraði: „Umræðan eins og hún er í dag. Athyglin eins og hún er í dag. Ástæðan fyrir því að hún sagði af sér.“

Blaðamaður spurði þá: „Af hverju heldur þú að hún hafi sagt af sér?“

Inga spurði þá á móti: „Viltu ekki bara spyrja Ásthildi Lóu að því? Ég get ekki svaraði því, en ég meina hún axlar hér ábyrgð. Og telur að hennar persónulegu mál eigi aldrei að skyggja á okkar góða samstarf þannig að hún tekur mjög hetjulega ákvörðun, fordæmalausa ákvörðun, við erum ekki vön að sjá slíkar ákvarðanir teknar á eins skömmum tíma. Og ég held að það sé sögulegt.“  

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Preposterous! Anywhere else this case would fall under statute of limitations! And what I miss most is women's solidarity with Ásthildur, not least given that women are in leadership roles everywhere!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu