Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Í auga stormsins

Storm­ur­inn er svo­lít­ið lengi í að­sigi en eft­ir hlé nær hann full­um krafti.

Í auga stormsins
Leikhús

Storm­ur

Höfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir og Una Torfadóttir
Leikstjórn Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikarar Una Torfadóttir, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Jakob van Oosterhout, Salka Gústafsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Marinó Máni Mabazza, Kjartan Darri Kristjánsson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Nína Dögg Filippusdóttir (myndband) og Þröstur Leó Gunnarsson (rödd)

Lög og söngtextar: Una Torfadóttir Tónlist: Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson Dans og sviðshreyfingar: Lee Proud Tónlistarstjórn: Hafsteinn Þráinsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing og myndband: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðblöndun: Þóroddur Ingvarsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson og Hafsteinn Þráinsson Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson Hljómsveit: Hafsteinn Þráinsson, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, Tómas Jónsson og Vignir Rafn Hilmarsson

Þjóðleikhúsið
Gefðu umsögn

Biðin eftir frumsömdum íslenskum söngleik er loks á enda, eða svona nokkurn veginn. Söngleikjaframboð síðustu missera hefur einkennst af glymskrattasöngleikjum, íslenskum og erlendum. Stormur sver sig í ætt við þetta listform en nokkur frumsamin lög er þó að finna. Þjóðleikhúsið stígur fast til jarðar og fær til sín Unu Torfadóttur, unga tónlistarkonu sem kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir nokkrum árum, til að semja söngleik með Unni Ösp Stefánsdóttur, sem einnig leikstýrir. 

Stormur fjallar um vinahóp sem stendur á tímamótum í lífinu, nýútskrifuður úr framhaldsskóla og stendur á þröskuldi fullorðinsáranna. En tilvistin er ekki dans á rósum og framtíðin er snúið fyrirbæri, spennandi og ógnvænleg í senn. Leikhópurinn er að mestu samansettur af ungu fólki sem stendur í sömu sporum og persónur söngleiksins, að feta sín fyrstu skref í heimi fullorðinna. 

Sjarmerandi og sannfærandi

Söguþráðurinn er kannski ekki sá frumlegasti sem snýr að undirbúningi fyrir útgáfutónleika aðalpersónunnar …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár