Stormur
Lög og söngtextar: Una Torfadóttir Tónlist: Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson Dans og sviðshreyfingar: Lee Proud Tónlistarstjórn: Hafsteinn Þráinsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing og myndband: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðblöndun: Þóroddur Ingvarsson Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson og Hafsteinn Þráinsson Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson Hljómsveit: Hafsteinn Þráinsson, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, Tómas Jónsson og Vignir Rafn Hilmarsson
Biðin eftir frumsömdum íslenskum söngleik er loks á enda, eða svona nokkurn veginn. Söngleikjaframboð síðustu missera hefur einkennst af glymskrattasöngleikjum, íslenskum og erlendum. Stormur sver sig í ætt við þetta listform en nokkur frumsamin lög er þó að finna. Þjóðleikhúsið stígur fast til jarðar og fær til sín Unu Torfadóttur, unga tónlistarkonu sem kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir nokkrum árum, til að semja söngleik með Unni Ösp Stefánsdóttur, sem einnig leikstýrir.
Stormur fjallar um vinahóp sem stendur á tímamótum í lífinu, nýútskrifuður úr framhaldsskóla og stendur á þröskuldi fullorðinsáranna. En tilvistin er ekki dans á rósum og framtíðin er snúið fyrirbæri, spennandi og ógnvænleg í senn. Leikhópurinn er að mestu samansettur af ungu fólki sem stendur í sömu sporum og persónur söngleiksins, að feta sín fyrstu skref í heimi fullorðinna.
Sjarmerandi og sannfærandi
Söguþráðurinn er kannski ekki sá frumlegasti sem snýr að undirbúningi fyrir útgáfutónleika aðalpersónunnar …
Athugasemdir