Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“

„Hann sótti mjög í mig,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir fráfarandi barnamálaráðherra, í viðtali við Vísi. Hún tilkynnti um afsögn sína sem ráðherra í kvöld vegna sambands við ólögráða dreng þegar hún var á þrítugsaldri. Hún var þá leiðbeinandi hans í trúfélagi sem hann leitaði til vegna erfiðra aðstæðna, samkvæmt fréttum RÚV sem greindi fyrst frá málinu í dag. Þar kom fram að hún hefði eignast barn með drengnum þegar hann var sextán ára gamall og hún 23 ára. Hann saki hana um tálmun. 

Vísir náði tali af Ásthildi Lóu þegar hún var að yfirgefa RÚV, þar sem hún verður til viðtals í kvöld. Þar sagðist hún hafa sagt af sér sem ráðherra fyrst það væri verið að draga þetta mál fram núna, til að skyggja ekki á störf ríkisstjórnarinnar.

„Þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var yngri en ég, sextán ára,“ sagði hún og sagði að hann hefði sótt mjög í hana. „Hann var ofboðslega hrifinn af mér. Hann var mjög aðgangsharður, svo ekki sé meira sagt. Og fyrir rest – ég bara réði ekki við ástandið eins og það var.“

Ýmsar ástæður væri að baki sambandinu, sem hún gæti kannski ekki farið nánar út í svo stuttu viðtali. 

Hún hafnaði hins vegar ásökunum um tálmun. „Ég tálmaði ekki.“

Þá var hún gráti næst þegar hún sagði það erfiðasta sem hún hefði gert væri að láta af störfum sem ráðherra. „Við vitum það hvernig fréttir eru í dag. Við vitum að svona mál, ef ég væri áfram ráðherra þá væri það dregið upp aftur og aftur og aftur. Það yrði aldrei neinn vinnufriður fyrir ríkisstjórnina og ekki heldur í málefnunum sem ég brenn fyrir.“ 

Aðspurð hvort henni þætti þetta ósanngjarnt svaraði hún: „Já, ég verð að segja að mér finnst það.“ 

Að lokum bað hún fólk um að hafa í huga að hún væri ekki sama manneskjan í dag og þegar hún var 22 ára. „Það eru 36 ár síðan. Það breytist ýmislegt á þeim tíma.“

Hún hafi ekki haft hæfni og þroska til að takast á við þetta mál þá, með þeim hætti sem hún myndi gera í dag. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Atlagan finnst mér bera vott um ofbeldi. Greinilegt virðist sem svo að blaðamenn hugsi fremur hagsmuni fjölmiðils þess sem það starfar hjá. En ekki um þolanandann og spurninguna um hver er hinn raunverulegi þolandi í þessu máli.

    Umræðan um Ásthildi Lóu og um meinta yfirburðarstöðu hennar gagnvart 15 ára pilti sem greinilega var lífsreyndur á kynlífssviðinu er afar villandi.
    Bæði félagar í litlum Hvítasunnusöfnuði, hún móðurlaus og vernduð frá 13 ára aldri í þessum söfnuði er getur sagt heilmikið um lífsreynslu hennar. En hann ku hafa haft verulega reynslu af kynlífi með sér miklu eldri konum.
    Fyrir mér hefur þessi piltur haft yfirburðarstöðu gagnvart þessari saklausu 22 ára stúlku er hafði 8 ára reynslu í þessum trúarsöfnuði. Hann þaulvanur kynlífsleikbrögðum með eldri konum en hún algjör-lega óreynd og saklaus en auðvitað komin með slíka þrá.
    1
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum segði Jesús forðum þegar átti að bana bersyndugu konunni forðum. Þetta Ásthildar Lóu mál er fullkomlega fáránleg uppákoma. Fyrrum Tengdamóðir sonar hennar rís upp og heimtar fund með forsætisráðherra vegna uppákomu sem átti sér stað fyrir 35 árum síðan á milli einstaklinga sem voru þá greinilega á slæmum stað í lífinu en hafa unnið sig út um þeim aðstæðum reynslunni ríkari og væntanlega betri manneskjur fyrir vikið. Ásthildur Lóa hefur sýnt það hún er baráttukona sem er með hjartað á réttum stað og sennilega hæfari Barna og Heilsumálaráðherra en þetta atvinnupólitíkusapakk sem eyðir tíma sínum á þingi til að rífast um yfirborðskennd formsatriði.
    2
  • Sigtryggur Jónsson skrifaði
    Höggi hefur nú verið komið á Ásthildi Lóu, Flokk fólksins og ríkisstjórnina alla. Ef til vill var það tilgangurinn með því að rifja upp þetta 35 ára gamla mál. En önnur afleiðing er þó miklu verri, en hún er sú, að lífi sonar hennar hefur verið snúið á hvolf. Tilvist hans er sem sagt látin verða til þess að hún þarf að segja af sér embætti, sem hún brennur fyrir og þykir vænt um. Hvaða sonur vill vera í þeirri stöðu? Hvaða faðir stígur ekki fram í svona stöðu? Hvaða hagsmuni er fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins (alls óskyld málinu öllu) að verja?
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Ásthildar

Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár