Fimm í haldi lögreglu - Áverkar á karlmanni sem lést í morgun

Áverk­ar á karl­manni sem lést snemma í morg­un benda til þess að and­lát­ið hafi bor­ið að með sak­næm­um hætti. Lög­regl­an á Suð­ur­landi hef­ur not­ið að­stoð­ar þriggja annarra lög­reglu­embætta, auk sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, vegna máls­ins.

Fimm í haldi lögreglu - Áverkar á karlmanni sem lést í morgun

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 

Rannsókn málsins er á frumstigum og er málið rannsakað sem manndráp. Fimm aðilar eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Embættið hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. 

Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu veitir lögreglan ekki frekari upplýsingar um málið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár