Ég heiti Stina Edblom og kem frá Gautaborg í Svíþjóð. Ég er stödd á Íslandi til þess að heimsækja Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Ég hef verið hér síðan á laugardaginn og fer til Hveragerðis á morgun. En í dag ætla ég að skoða list og hitta listafólk. Núna er ég að labba um Reykjavík og mér finnst þetta falleg borg.
Ég er listrænn stjórnandi listasafnsins Art Inside Out sem er staðsett í Halland-héraði í Svíþjóð. Við erum listastofnun fyrir listafólk á faraldsfæti. Við erum að skoða möguleikann á alþjóðlegri samvinnu.
Það hafði mikil áhrif á mig að fara til Suður-Afríku þegar ég var 21 árs gamall háskólanemi. Þar var ég meira og minna í átta ár að vinna í list. Ég reyndi að svara spurningum um lýðræði og vinna gegn kynþáttafordómum. Sú lífsreynsla hafði áhrif á hvað ég valdi mér að vinna við.
Ég lít á list sem leið til að breyta samfélaginu. Hún veitir fólki nýja sýn á hlutina og í gegnum hana er hægt að öðlast nýjar upplifanir. Ég held að þessi reynsla mín í Suður-Afríku hafi haft áhrif á heimsmyndina mína og að ég vil leggja mig fram um að vinna að betri heimi.
Athugasemdir