Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Listin í Suður-Afríku breytti lífinu

Stina Ed­blom er list­rænn stjórn­andi frá Sví­þjóð. Dvöl henn­ar í Suð­ur-Afr­íku breytti heims­sýn­inni en þar var hún meira og minna í átta ár.

Listin í Suður-Afríku breytti lífinu
Að njóta listarinnar Listræni stjórnandinn Stina Edblom naut þess að skoða sig um í Reykjavíkurborg og hitta listafólk. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Stina Edblom og kem frá Gautaborg í Svíþjóð. Ég er stödd á Íslandi til þess að heimsækja Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Ég hef verið hér síðan á laugardaginn og fer til Hveragerðis á morgun. En í dag ætla ég að skoða list og hitta listafólk. Núna er ég að labba um Reykjavík og mér finnst þetta falleg borg. 

Ég er listrænn stjórnandi listasafnsins Art Inside Out sem er staðsett í Halland-héraði í Svíþjóð. Við erum listastofnun fyrir listafólk á faraldsfæti. Við erum að skoða möguleikann á alþjóðlegri samvinnu. 

Það hafði mikil áhrif á mig að fara til Suður-Afríku þegar ég var 21 árs gamall háskólanemi. Þar var ég meira og minna í átta ár að vinna í list. Ég reyndi að svara spurningum um lýðræði og vinna gegn kynþáttafordómum. Sú lífsreynsla hafði áhrif á hvað ég valdi mér að vinna við.

Ég lít á list sem leið til að breyta samfélaginu. Hún veitir fólki nýja sýn á hlutina og í gegnum hana er hægt að öðlast nýjar upplifanir. Ég held að þessi reynsla mín í Suður-Afríku hafi haft áhrif á heimsmyndina mína og að ég vil leggja mig fram um að vinna að betri heimi. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár