Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Listin í Suður-Afríku breytti lífinu

Stina Ed­blom er list­rænn stjórn­andi frá Sví­þjóð. Dvöl henn­ar í Suð­ur-Afr­íku breytti heims­sýn­inni en þar var hún meira og minna í átta ár.

Listin í Suður-Afríku breytti lífinu
Að njóta listarinnar Listræni stjórnandinn Stina Edblom naut þess að skoða sig um í Reykjavíkurborg og hitta listafólk. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Stina Edblom og kem frá Gautaborg í Svíþjóð. Ég er stödd á Íslandi til þess að heimsækja Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Ég hef verið hér síðan á laugardaginn og fer til Hveragerðis á morgun. En í dag ætla ég að skoða list og hitta listafólk. Núna er ég að labba um Reykjavík og mér finnst þetta falleg borg. 

Ég er listrænn stjórnandi listasafnsins Art Inside Out sem er staðsett í Halland-héraði í Svíþjóð. Við erum listastofnun fyrir listafólk á faraldsfæti. Við erum að skoða möguleikann á alþjóðlegri samvinnu. 

Það hafði mikil áhrif á mig að fara til Suður-Afríku þegar ég var 21 árs gamall háskólanemi. Þar var ég meira og minna í átta ár að vinna í list. Ég reyndi að svara spurningum um lýðræði og vinna gegn kynþáttafordómum. Sú lífsreynsla hafði áhrif á hvað ég valdi mér að vinna við.

Ég lít á list sem leið til að breyta samfélaginu. Hún veitir fólki nýja sýn á hlutina og í gegnum hana er hægt að öðlast nýjar upplifanir. Ég held að þessi reynsla mín í Suður-Afríku hafi haft áhrif á heimsmyndina mína og að ég vil leggja mig fram um að vinna að betri heimi. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár