Listin í Suður-Afríku breytti lífinu

Stina Ed­blom er list­rænn stjórn­andi frá Sví­þjóð. Dvöl henn­ar í Suð­ur-Afr­íku breytti heims­sýn­inni en þar var hún meira og minna í átta ár.

Listin í Suður-Afríku breytti lífinu
Að njóta listarinnar Listræni stjórnandinn Stina Edblom naut þess að skoða sig um í Reykjavíkurborg og hitta listafólk. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Stina Edblom og kem frá Gautaborg í Svíþjóð. Ég er stödd á Íslandi til þess að heimsækja Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Ég hef verið hér síðan á laugardaginn og fer til Hveragerðis á morgun. En í dag ætla ég að skoða list og hitta listafólk. Núna er ég að labba um Reykjavík og mér finnst þetta falleg borg. 

Ég er listrænn stjórnandi listasafnsins Art Inside Out sem er staðsett í Halland-héraði í Svíþjóð. Við erum listastofnun fyrir listafólk á faraldsfæti. Við erum að skoða möguleikann á alþjóðlegri samvinnu. 

Það hafði mikil áhrif á mig að fara til Suður-Afríku þegar ég var 21 árs gamall háskólanemi. Þar var ég meira og minna í átta ár að vinna í list. Ég reyndi að svara spurningum um lýðræði og vinna gegn kynþáttafordómum. Sú lífsreynsla hafði áhrif á hvað ég valdi mér að vinna við.

Ég lít á list sem leið til að breyta samfélaginu. Hún veitir fólki nýja sýn á hlutina og í gegnum hana er hægt að öðlast nýjar upplifanir. Ég held að þessi reynsla mín í Suður-Afríku hafi haft áhrif á heimsmyndina mína og að ég vil leggja mig fram um að vinna að betri heimi. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu