Það var á fögrum haustdegi árið 1836 að íbúar í bænum Krasnofimsk í Rússlandi ráku upp stór augu þegar hnarreistur aldraður maður, alhvítur á hár og skegg, hélt innreið sína í bæinn í lítilli léttakerru sem hvítur hestur dró.
Hann var ansi hávaxinn, klæddur venjulegum, grófgerðum alþýðufatnaði en virtist svo miklu hreinni og stroknari en títt var um óbreyttan almúgann í þá daga, og fas hans var líka höfðinglegra en fólk átti að venjast. Í Rússlandi voru það óskrifuð lög að alþýðufólk átti að vera niðurlútt og helst smjaðrandi og undirgefið í framkomu við sér heldra fólk.
Þessi roskni maður horfði hins vegar framan í hvern sem var. Ekki af neinum hroka heldur bara eins og hann skammaðist sín ekkert að ráði fyrir tilveru sína.
Hann horfði jafnvel framan í hreppstjórann í bænum þegar yfirvaldið kom aðvífandi til að gá hvað væri eiginlega að gerast.
Í Krasnofimsk bjuggu 2.000 …
Athugasemdir