Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir segir hreyfingu eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að viðhalda virkni líkamans, og að gott úthald og þol auki líkur á langlífi og góðri heilsu á efri árum. Áhrif úthalds- eða þolþjálfunar eru þekkt sem forvörn fyrir svokallaða lífsstílssjúkdóma, eins og hjarta- og æðasjúkdóma, heilabilunarsjúkdóma og sykursýki tegund 2. Styrktarþjálfun er ekki síður mikilvæg viljum við halda lífsgæðum sem lengst. Embætti landlæknis ráðleggur fullorðnum einstaklingum ákveðna hreyfingu sem eru byggðar á ráðlagðri hreyfingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Reglubundin hreyfing hefur auk þess jákvæð áhrif á svefn og kvíða og félagslega er hreyfing oft mikilvæg því hún er gjarnan stunduð í góðra vina hópi eða hópum sem mörg íþróttafélög standa fyrir og allir geta sótt.
Hreyfing er nauðsynlegur hluti af lífsstílnum
Hversu mikilvæg er hreyfing? „Hreyfing er eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að viðhalda heilsu og virkni líkamans, má segja á öllum sviðum, hvort sem …
Athugasemdir