Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, birti gervi­greind­ar­mynd­band á In­sta­gram í nótt sem sýn­ir áætlan­ir um bað­strend­ur og pen­ing­aregn á Gaza-strönd­inni.

Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Myndskeið, sem greinilega er búið til af gervigreind og sýnir framtíðarsýn fyrir Gaza-svæðið, birtist á opinberum Instagram-reikningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í nótt.

Myndbandið byrjar á því að sýna fólk og hermenn á stríðshrjáðu svæðinu, sem hefur verið vettvangur gríðarlegra átaka og árása frá Ísraelsher frá því í október 2023. Fyrir ofan birtast orðin: „Gaza 2025. Hvað er næst?“

Það sem virðist vera næst, að mati forsetans, eru fagrar strandlengjur, glæsisnekkjur, skýjaklúfar og breiðgötur. Á þeim keyra Teslur og einhver sem líkist mjög Elon Musk situr og borðar brauð með hummus. 

Myndskeiðið sýnir barn sem heldur á gylltri blöðru sem lítur út eins og höfuðið á Donald Trump og risavaxin gyllt stytta af forsetanum stendur á miðri götu. Forsetanum bregður sjálfum fyrir í myndbandinu dansandi við konu á skemmtistað og þar sem hann liggur á sólarströnd ásamt Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og drekkur svaladrykk.

Peningum rignir niður á börn sem hoppa á ströndinni og hús eru merkt með orðunum „Trump Gaza“.

Undir myndskeiðinu spilast tónlist. Textinn er eftirfarandi: „Donald Trump will set you free, bringing the life for all to see, no more tunnels, no more fear, Trump Gaza is finally here.“

Trump hefur á síðastliðnum vikum látið í ljós áætlanir sínar um að Bandaríkin slái mögulega eign sinni á Gaza og geri svæðið að rivíeru, eða baðströnd, Mið-Austurlanda.

Þá hefur forsetinn stungið upp á því að þær tvær milljónir Palestínumanna sem búa á svæðinu yrðu reknar burt. En sú hugmynd hefur mætt gríðarlegri gagnrýni frá alþóðasamfélaginu.

Á Gaza hafa yfir 46 þúsund manns, þar af um 18 þúsund börn, látist í 15 mánaða átökum milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Vopnahlé tók gildi þann 20. janúar en það mun taka endi á laugardag. Enn er óljóst hvað mun þá taka við.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þetta er viðbjóðslegt auðmanna-klám. Ekki snefill af virðingu fyrir íbúum Gaza. Trump er siðferðislega fátækur, eða réttara sagt, siðferðislega gjaldþrota. Enginn sómi, einungis einbeittur og ómengaður viðbjóður.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Meirihlutaslitin
6
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár