Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, birti gervi­greind­ar­mynd­band á In­sta­gram í nótt sem sýn­ir áætlan­ir um bað­strend­ur og pen­ing­aregn á Gaza-strönd­inni.

Trump birtir framtíðarsýn sína fyrir Gaza á Instagram

Myndskeið, sem greinilega er búið til af gervigreind og sýnir framtíðarsýn fyrir Gaza-svæðið, birtist á opinberum Instagram-reikningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í nótt.

Myndbandið byrjar á því að sýna fólk og hermenn á stríðshrjáðu svæðinu, sem hefur verið vettvangur gríðarlegra átaka og árása frá Ísraelsher frá því í október 2023. Fyrir ofan birtast orðin: „Gaza 2025. Hvað er næst?“

Það sem virðist vera næst, að mati forsetans, eru fagrar strandlengjur, glæsisnekkjur, skýjaklúfar og breiðgötur. Á þeim keyra Teslur og einhver sem líkist mjög Elon Musk situr og borðar brauð með hummus. 

Myndskeiðið sýnir barn sem heldur á gylltri blöðru sem lítur út eins og höfuðið á Donald Trump og risavaxin gyllt stytta af forsetanum stendur á miðri götu. Forsetanum bregður sjálfum fyrir í myndbandinu dansandi við konu á skemmtistað og þar sem hann liggur á sólarströnd ásamt Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og drekkur svaladrykk.

Peningum rignir niður á börn sem hoppa á ströndinni og hús eru merkt með orðunum „Trump Gaza“.

Undir myndskeiðinu spilast tónlist. Textinn er eftirfarandi: „Donald Trump will set you free, bringing the life for all to see, no more tunnels, no more fear, Trump Gaza is finally here.“

Trump hefur á síðastliðnum vikum látið í ljós áætlanir sínar um að Bandaríkin slái mögulega eign sinni á Gaza og geri svæðið að rivíeru, eða baðströnd, Mið-Austurlanda.

Þá hefur forsetinn stungið upp á því að þær tvær milljónir Palestínumanna sem búa á svæðinu yrðu reknar burt. En sú hugmynd hefur mætt gríðarlegri gagnrýni frá alþóðasamfélaginu.

Á Gaza hafa yfir 46 þúsund manns, þar af um 18 þúsund börn, látist í 15 mánaða átökum milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Vopnahlé tók gildi þann 20. janúar en það mun taka endi á laugardag. Enn er óljóst hvað mun þá taka við.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Já nú er USA virkilega farin að láta gyðingana vinna skítverkin fyrir sig. Allt í nafni Himnaríkis.
    0
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Þetta er viðbjóðslegt auðmanna-klám. Ekki snefill af virðingu fyrir íbúum Gaza. Trump er siðferðislega fátækur, eða réttara sagt, siðferðislega gjaldþrota. Enginn sómi, einungis einbeittur og ómengaður viðbjóður.
    23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár