Sveitarfélagið Ölfus og Carbfix hafa undirritað viljayfirlýsingu ásamt Hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal, um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2.
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu undirfyrirtækja Orkuveitunnar og sveitarfélagsins.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn, segir sveitarfélagið fara með opnum huga inn í viðræðurnar til þess að kanna forsendur verkefnisins.
„Við þekkjum nokkuð vel til þessarar starfsemi enda hefur sambærileg starfsemi átt sér stað á Helliheiði hér í Ölfusi síðan 2012 án vandkvæða. Við höfum því einlægan áhuga á að kanna forsendur þess að víkka þá starfsemi út með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Með uppbyggingu CODA-stöðvar kann að skapast töluverður ávinningur fyrir samfélagið til lengri tíma, þ.á.m. fjölmörg atvinnutækifæri, auknar tekjur fyrir sveitarfélagið, aðkoma að Þorláksskógaverkefninu, uppbygging á útivistarsvæði og aukin nýting hafnarsvæðisins,” segir Elliði
Coda Terminal-verkefnið hefur …
Athugasemdir