Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Carbfix og Ölfus undirrita viljayfirlýsingu

Coda Term­inal verk­efn­ið verð­ur mögu­lega að veru­leika í Þor­láks­höfn ná­ist sátt um mál­ið á með­al sveita­stjórn­ar og bæj­ar­búa. Vilja­yf­ir­lýs­ing var und­ir­rit­uð og send á fjöl­miðla í dag.

Carbfix og Ölfus undirrita viljayfirlýsingu
Carbfix er þegar í Ölfusi, en Hellisheiðarvirkjun tilheyrir landi sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Ölfus og Carbfix hafa undirritað viljayfirlýsingu ásamt Hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal, um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu undirfyrirtækja Orkuveitunnar og sveitarfélagsins.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn, segir sveitarfélagið fara með opnum huga inn í viðræðurnar til þess að kanna forsendur verkefnisins. 

„Við þekkjum nokkuð vel til þessarar starfsemi enda hefur sambærileg starfsemi átt sér stað á Helliheiði hér í Ölfusi síðan 2012 án vandkvæða. Við höfum því einlægan áhuga á að kanna forsendur þess að víkka þá starfsemi út með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Með uppbyggingu CODA-stöðvar kann að skapast töluverður ávinningur fyrir samfélagið til lengri tíma, þ.á.m. fjölmörg atvinnutækifæri, auknar tekjur fyrir sveitarfélagið, aðkoma að Þorláksskógaverkefninu, uppbygging á útivistarsvæði og aukin nýting hafnarsvæðisins,” segir Elliði

Coda Terminal-verkefnið hefur …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár