Það gerist ekkert ef þú segir nei

Óm­ar Sig­ur­bergs­son verð­ur langafi í næsta mán­uði. Það er ör­lít­ið skrýt­in til­hugs­un, hon­um finnst hann ekki vera nógu gam­all, en dæm­ið geng­ur upp. Hann hef­ur tam­ið sér að segja frek­ar já en nei við hlut­um. „Já-ið er mögu­leik­ar sem fleyta manni alltaf áfram, yf­ir­leitt í eitt­hvað já­kvætt.“

Það gerist ekkert ef þú segir nei
„Ég reyni að temja mér að vera jákvæðari og hjálpsamari. Ég veit ekki hvernig það tekst, það verða aðrir að dæma um það, en ég reyni,“ segir Ómar Sigurbergsson. Mynd: Heimildin/Erla María

Fólkið í kringum mig hefur mótað mig og ákvarðanirnar sem ég tek, eða þessar u-beygjur sem lífið stundum tekur fyrir mann. Ég er nú ekkert rosalega duglegur að stjórna þessu lífi, mér finnst það meira hafa tekið stjórnina hjá mér. En það hefur í langflestum tilfellum verið til góðs. Þegar ég horfi í baksýnisspegilinn finnst mér eitthvað gott hafa komið út úr því. 

Fæðing barnanna minna og svo barnabarna hefur haft mest áhrif í mínu lífi. Og væntanlegra barnabarnabarna, ég verð langafi í næsta mánuði. Ég velti því nú ekki mikið fyrir mér en það er kannski svolítið skrýtin tilfinning. Manni finnst að það tilheyri meira eldra fólki en ég er að átta mig á að ég er þar, árin segja að það gangi alveg upp. Það er bara skemmtilegt. Ég verð 67 ára á árinu og mamman, afastelpan mín, er 24 ára. Ég byrjaði sjálfur um tvítugt, maður var svolítið snemma í þessu á sínum tíma. Börnin, barnabörnin og bráðum barnabarnabörnin gefa manni fyllingu í lífið og tilgang. Megnið af þeim býr reyndar erlendis þannig ég sé þau kannski ekki eins mikið og ég vildi, en reyni að kíkja á þau þegar færi gefst. 

Ástandið í veröldinni er annars ekkert alltof bjart núna. Maður er sífellt hlustandi og lesandi eitthvað varðandi heimsmálin, Trump virðist hafa áhrif á allt og á bara umræðuna alveg. En ég vona að framtíðin verði björt og falleg, af því að maður á þessi börn og barnabörn sem eiga eftir að upplifa eitt og annað. Ég vona að það rofi til, sem ég hef fulla trú á að gerist, ég trúi ekki öðru en að heimurinn átti sig á hvaða leið hann er og lagi það. Það er ýmislegt jákvætt að gerast líka, við heyrum bara miklu minna af því, sem er synd. Okkur veitir ekki af því akkúrat núna að heyra af því sem vel er gert í öllu þessu svartnætti sem birtist manni á fréttamiðlunum. Það mætti vera meiri birta. Tala um það sem vel er gert. 

„Það gerist ekkert ef þú segir nei

Sjálfum finnst mér mikilvægt að segja ekki nei heldur segja já við hlutunum. Það gerist ekkert ef þú segir nei. Já-ið er möguleikar sem fleyta manni alltaf áfram, yfirleitt í eitthvað jákvætt. Ég reyni að temja mér að vera jákvæðari og hjálpsamari. Ég veit ekki hvernig það tekst, það verða aðrir að dæma um það, en ég reyni.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár