Jú, svar við hvað hljómsveitirnar eiga sameiginlegt er meðal annars að hið merka tónskáld Jóhann Jóhannsson heitinn var í báðum þessum sveitum um tíma og jafnframt hefur Arnar Geir Ómarsson trommað með báðum.
Annars hittumst við á heimili Sigurðar Björns í Þingholtum yfir Berlínarbollum, rúnstykkjum, vínarbrauði og kaffi en spjallið hefst með líflegri sögu úr munni gestgjafans um Rick nokkurn Rubin, bandarískan upptökustjóra, og sagan leiðir hann að þeirri fullyrðingu að HAM forðist ofþjálfun.
„Gott en gaman, það er lykilatriðið. Finna tæknivandamál og eyða tíma í að leita lausna á þeim. Það er mjög góð leið til að búa til réttan ryþma,“ romsar S. Björn Blöndal út úr sér um leið og hann kjamsar á Berlínarbollu sem sultan vellur úr.
Og þá inngangur að fyrstu spurningunni: HAM starfaði á árunum 1988–1994 og var nánast goðsagnakennd. Í hljómsveitinni voru (og eru), auk S. Björns Blöndals: Óttarr Proppé, Sigurjón Kjartansson, …
Athugasemdir