Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Skilyrði um fjölgun jarðskjálftamæla vegna Coda Terminal

Skipu­lags­stofn­un krefst sautján skil­yrða ætli Car­bfix að fá leyfi til upp­bygg­ing­ar á Coda Term­inal nærri íbúa­byggð í Hafnar­firði.

Skilyrði um fjölgun jarðskjálftamæla vegna Coda Terminal
Carbfix. Mynd: Golli

Alls þarf Carbfix að uppfylla sautján skilyrði samkvæmt niðurstöðu umfangsmikillar skýrslu Skipulagsstofnunar um verkefnið sem telur 56 blaðsíður. Um er að ræða mat stofnunarinnar á uppbyggingu á niðurdælingastöð Coda Terminal í nærri íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrirtækið stefnir á að dæla þremur milljónum tonna af CO2, eða koldíoxíði, í berg í Hafnarfirði. Þær áætlanir hafa mætt mikilli andstöðu íbúa í Hafnarfirði.

Alls bárust umsagnir frá þrettán stofnunum og yfir 60 umsagnir frá einstaklingum og félagasamtökum eins og Landvernd og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands.

Á meðal skilyrða skipulagsstofnunar er að setja þurfi í starfsleyfi skilyrði um fjölgun skjálftamæla miðað við núverandi aðstæður og að minnsta kosti verði bætt við tveimur borholumælum á niðurdælingarsvæðinu.

Vöktunaráætlun vegna jarðskjálfta

Þá segir í skýrslunni að þó að litlar líkur séu á svokallaðri örvaðri jarðskjálftavirkni sé mikilvægt í ljósi umfangs fyrirhugaðra framkvæmda og nálægðar við íbúabyggð að gæta fyllstu varúðar, enda ekki hægt að útiloka örvaða jarðskjálftavirkni sem geti verið greinanleg hjá fólki. Því er mikilvægt að til staðar verði ítarleg vöktunaráætlun sem og viðbragðsáætlun komi til þess að vart verði við örvaða jarðskjálftavirkni sem gæti náð um tvo kílómetra frá svæðinu. Það myndi þá ná til Vallahverfisins og stórs hluta Holtahverfisins.  

Ströng skilyrði um snefilefni

Þá er tekið mið af háværri gagnrýni íbúa á Völlunum sem vöktu athygli á snefilefnum sem geti fylgt niðurdælingum af þessum toga. Þannig er eitt skilyrðanna að í starfsleyfi Umhverfis- og orkustofnunar þurfi að setja skilyrði um leyfilega efnasamsetningu CO2 straumsins. Hluti af vöktun og eftirliti Carbfix með efnasamsetningu CO2 straumsins felst síðan í að fylgjast með styrk efna í vöktunarholum til að tryggja að áhrifa vegna mögulegra snefilefna gæti ekki, auk þess sem vakta þarf súrefnisþörf og súrefnisstyrk. Þá þarf Carbfix að gera kröfu um afhendingu efnagreiningar CO2 straumsins fyrir affermingu í Straumsvík, auk þess sem mæla þarf hreinleika straumsins fyrir dælingu í geymslutanka Coda Terminal til þess að ganga úr skugga um að hann uppfylli kröfur um samsetningu í samræmi við skilgreiningu í starfsleyfi.

Þegar átt er við snefilefni er verið að ræða um önnur efni sem geta verið hluti af CO2 straumnum og eru mögulega fangað á þeim stað þar sem koldíoxíðið á uppruna sinn.

Geta haft neikvæð áhrif á dvergbleikju

Þá þarf að gera rannsókn á dvergbleikju og botnlægjum hryggleysingjum áður en framkvæmdir hefjast og byggt á þeim niðurstöðum þarf að hafa samráð við líffræðing um mögulega vöktun á þessum stofnum. 

Þegar kemur að tjörnum í og við Straumsvík telur Skipulagsstofnun að óvissa sé um umfang áhrifa. Í ljósi þess hve einstakar tjarnirnar eru og lífríki þeirra, geti möguleg áhrif fyrirhugaðra framkvæmda orðið verulega neikvæð. 

Skipulagsstofnun tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar að ef neikvæðra breytinga verður vart í tjörnunum og líkanreikningar eða reynsla af rekstri svæðisins sýni fram á að þessar breytingar verði mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir, sé nauðsynlegt að takmarka umfang fyrirhugaðra framkvæmda.

Ljóst er af skýrslunni að mikil óvissa er um starfsemina sem hefur ekki verið reynd af þessari stærðargráðu á Íslandi, né svo nálægt íbúabyggð.

Hér fyrir neðan má lesa öll skilyrðin sem Skipulagsstofnun telur að þurfi til þess að hægt sé að gefa út leyfi fyrir framkvæmdunum auk þess sem hægt er að nálgast skýrslu Skipulagsstofnunar hér

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár