Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust

Al­freð Erl­ing Þórð­ar­son, sem ákærð­ur er fyr­ir að hafa svipt eldri hjón lífi í Nes­kaup­stað í ág­úst­mán­uði, vildi ekki tjá sig um sak­ar­efn­ið við upp­haf að­al­með­ferð­ar máls­ins í morg­un. „Ég sé bara ekki ástæðu til þess,“ sagði hann í dómsal.

Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust
Alfreð Erling þegar hann yfirgaf Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Mynd: Golli

Aðalmeðferð hófst í morgun í máli gegn Alfreð Erling Þórðarsyni sem er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað þann 21. ágúst síðastliðinn. Í úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir Alfreð Erling var vitnað í mat geðlæknis sem segir hann hafa stjórnast af alvarlegu geðrofi og séu veikindi hans langvinn. Til að hafa stjórn á þeim þurfi hann vistun á viðeigandi stofnum.

Aðalmeðferðin er rekin fyrir Héraðsdómi Austurlands en þinghaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Alfreð er ákærður fyrir manndráp svipt hjónin Björgvin Ólaf Sveinsson og Rósu Benediktsdóttur lífi, þar sem þau voru stödd á heimili sínu. Samkvæmt ákæru veittist Alfreð að þeim báðum innandyra með hamri og sló þau bæði oft með hamrinum, einkum í höfuð, allt með þeim afleiðingum að þau hlutu bæði umfangsmikla og alvarlega áverka á höfði, þar á meðal ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila og smærri áverka á öðrum hlutum líkama en þau létust bæði af völdum áverka á höfði.

Fjögur börn hjónanna krefjast samtals um 45 milljóna í miskabætur.

Hann er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 12. maí 2024 utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum haft í vörslum sínum á almannafæri hníf með 15 sm blaðlengd.

Var í næstum engum samskiptum við hjónin

Alfreð Erling kom í dómsal í fylgd lögreglumanna íklæddur joggingbuxum og vínrauðri hettupeysu. Hann hélt á hálfdrukkinni kókflösku og talaði í lágum hljóðum þegar á hann var yrt.

Hann var meðal annars spurður út í samband sitt við hin látnu en hann svaraði því að þau hefðu átt sauðfé á sveitabæ foreldra hans. Þá væri hann kunningi barna þeirra. Annars hefði hann ekki verið í samskiptum við þau.

Alfreð afþakkaði að tjá sig um sína persónulegu hagi eða sögu sína um andleg veikindi. Þá vísaði hann í það sem kæmi fram í lögregluskýrslu þegar hann var inntur eftir því hvað hefði átt sér stað á umræddum degi í ágúst 2024. „Ég sé bara ekki ástæðu til þess,“ sagði hann þegar hann var spurður hvers vegna hann vildi ekki tjá sig umfram það sem hefði komið fram í skýrslutöku.

Hlé var gert á þinghaldi eftir að ljóst var að Alfreð Erling myndi ekki svara frekari spurningum, á meðan beðið var eftir vitnum sem væntanleg væru fyrir dóminn.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Hörmulegt mál. Og ef maðurinn var með langvinnan geðsjúkdóm er þá ekki spurning af hverju enginn í þessu litlu samfélaginu tók eftir því að honum versnaði...að hann fór í geðróf?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár