Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust

Al­freð Erl­ing Þórð­ar­son, sem ákærð­ur er fyr­ir að hafa svipt eldri hjón lífi í Nes­kaup­stað í ág­úst­mán­uði, vildi ekki tjá sig um sak­ar­efn­ið við upp­haf að­al­með­ferð­ar máls­ins í morg­un. „Ég sé bara ekki ástæðu til þess,“ sagði hann í dómsal.

Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust
Alfreð Erling þegar hann yfirgaf Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. Mynd: Golli

Aðalmeðferð hófst í morgun í máli gegn Alfreð Erling Þórðarsyni sem er ákærður fyrir að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað þann 21. ágúst síðastliðinn. Í úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir Alfreð Erling var vitnað í mat geðlæknis sem segir hann hafa stjórnast af alvarlegu geðrofi og séu veikindi hans langvinn. Til að hafa stjórn á þeim þurfi hann vistun á viðeigandi stofnum.

Aðalmeðferðin er rekin fyrir Héraðsdómi Austurlands en þinghaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Alfreð er ákærður fyrir manndráp svipt hjónin Björgvin Ólaf Sveinsson og Rósu Benediktsdóttur lífi, þar sem þau voru stödd á heimili sínu. Samkvæmt ákæru veittist Alfreð að þeim báðum innandyra með hamri og sló þau bæði oft með hamrinum, einkum í höfuð, allt með þeim afleiðingum að þau hlutu bæði umfangsmikla og alvarlega áverka á höfði, þar á meðal ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila og smærri áverka á öðrum hlutum líkama en þau létust bæði af völdum áverka á höfði.

Fjögur börn hjónanna krefjast samtals um 45 milljóna í miskabætur.

Hann er einnig ákærður fyrir vopnalagabrot, með því að hafa sunnudaginn 12. maí 2024 utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum haft í vörslum sínum á almannafæri hníf með 15 sm blaðlengd.

Var í næstum engum samskiptum við hjónin

Alfreð Erling kom í dómsal í fylgd lögreglumanna íklæddur joggingbuxum og vínrauðri hettupeysu. Hann hélt á hálfdrukkinni kókflösku og talaði í lágum hljóðum þegar á hann var yrt.

Hann var meðal annars spurður út í samband sitt við hin látnu en hann svaraði því að þau hefðu átt sauðfé á sveitabæ foreldra hans. Þá væri hann kunningi barna þeirra. Annars hefði hann ekki verið í samskiptum við þau.

Alfreð afþakkaði að tjá sig um sína persónulegu hagi eða sögu sína um andleg veikindi. Þá vísaði hann í það sem kæmi fram í lögregluskýrslu þegar hann var inntur eftir því hvað hefði átt sér stað á umræddum degi í ágúst 2024. „Ég sé bara ekki ástæðu til þess,“ sagði hann þegar hann var spurður hvers vegna hann vildi ekki tjá sig umfram það sem hefði komið fram í skýrslutöku.

Hlé var gert á þinghaldi eftir að ljóst var að Alfreð Erling myndi ekki svara frekari spurningum, á meðan beðið var eftir vitnum sem væntanleg væru fyrir dóminn.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Hörmulegt mál. Og ef maðurinn var með langvinnan geðsjúkdóm er þá ekki spurning af hverju enginn í þessu litlu samfélaginu tók eftir því að honum versnaði...að hann fór í geðróf?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu