Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Þingflokksformaður Hildur Sverrisdóttir segir Sjálfstæðismenn hafa tilfinningalega tengingu við herbergið, í því hanga meðal annars málverk af forsetum Alþingis úr röðum flokksins. Mynd: Golli

Í gær bárust fréttir af því að þingflokkar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks væru komnir í hár saman vegna úthlutunar þingflokksherbergja. Samfylkingin, sem er stærsti þingflokkurinn, ásældist stærsta þingflokksherbergið – í því hafa Sjálfstæðismenn verið allt frá 1941 og lýstu yfir þeim eindregna vilja að fá að vera þar áfram. 

Í dag var greint frá ákvörðun Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra að leyfa Sjálfstæðismönnum að halda herberginu. Ekkert verður því úr setuverkfallinu  

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að samkvæmt reglum sem settar voru af forsætisnefnd þingsins fái þingflokkur að halda herbergjum sínum nema nauðsyn annarra þingflokka kalli á breytingar. „Það er tiltölulega nýlegt fordæmi þar sem 19 manna þingflokkur var í næststærsta herberginu og gat fundað þar. Þá ætti 15 manna þingflokkur Samfylkingarinnar ekki að eiga í erfiðleikum með það,“ segir hún. 

Samfylkingin fékk ekki herbergið 2009

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þingflokkur Samfylkingarinnar er stærri en Sjálfstæðisflokksins. Eftir kosningarnar 2009 voru jafnaðarmenn með 20 þingmenn en Sjálfstæðismenn 16. Þá kom til skoðunar hvort þingflokkur Samfylkingarinnar ætti að fá herbergið en hann fékk að lokum stærra herbergi í viðbyggingunni Skála. 

Sjálfstæðismenn eiga óneitanlega langa sögu í herberginu en Hildur segir tenginguna einnig tilfinningalega. Til dæmis má þess geta að á veggjunum hanga málverk af fyrrverandi forsetum þingsins úr röðum Sjálfstæðisflokksins.

„Allar ákvarðanir hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa verið teknar í þessu herbergi. Það er ekki nauðsyn til þess að við færum okkur úr þessu herbergi, af hverju í ósköpunum er verið að biðja okkur um það?“ spyr Hildur.

Hún segir að ef Sjálfstæðisflokknum hefði verði gert að yfirgefa herbergið hefði verið einhugur um það að þingflokkurinn færi í setuverkfall. „Hérna er miklu meira undir heldur en að vilja slá eign sinni á eitthvert herbergi. Þetta snýst um að virða þær reglur sem pólitíkin hér hefur sett sér til að virða lýðræðislegt umboð og sögu og hefðir þessa húss.“ 

„Ekki hægt að kalla eitt eða neitt“

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði við Vísi í gær að óbilgirni Sjálfstæðismanna hafi komið flatt upp á hann. Í hans huga snerist þetta um það að ríkisstjórnarflokkarnir gætu fengið að vera í kallfæri hver við annan. „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku,“ sagði hann.

Hildur segist vel skilja að það gæti verið huggulegt að vera nálægt samstarfsflokkum en ekkert sé nefnt um það í reglum þingsins. Hún segir einnig að það hafi aldrei verið viðmið um nálægð samstarfsflokka þegar raðað er niður í herbergi. Þá þvertekur hún fyrir að það sé kallfæri milli herbergjanna, líkt og Guðmundur Ari vísar til.

„Það er herbergi og svo er hurð og það er gangur og önnur hurð, svo það að vera í kallfæri við einn eða neinn er ekki möguleiki. Ég þarf að bjóða Guðmundi Ara hingað og sýna honum að hér er ekki hægt að kalla eitt eða neitt,“ segir Hildur Sverrisdóttir. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • trausti þórðarson skrifaði
    Það er mikil ónærgætni kjósenda að særa tilfinningar sjálfstæðismanna með þessum hætti.Það er full ástæða til að kanna hvort myndast hafi hefðarréttur til ráðuneyta.
    13
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    2. mgr. 2. gr. laga um hefð nr. 46/1905: "Nú hefir hefðandi fengið hlutinn að veði, til geymslu, til láns eða á leigu, og geta þá slík umráð ekki heimilað hefð."
    9
  • SB
    Steinar Beck skrifaði
    Þetta minnir mann á krakka sem tekur frekjukast í stórmarkaði
    16
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Frekjan og þau hlægilegu en sáru ítök sem þessi mafía hefur ennþá í þjóðfélaginu. Ragna Árnadóttir hefur ekki lagt í þennan slag. Þeir sem geta veikt þessa mafíu er alþýðan! Færum hana niður fyrir 10% í næstu kosningum.
    20
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Hið risavaxna og ógeðfellda egó Sjálfstæðisflokksins opinberast í þessu fáránlega máli. Auðvitað á úthlutun þessara rýma eingöngu að ráðast af stærð þingflokka en ekki frekju og yfirgangs. Það er augljóst.
    22
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár