Ég er kaupfíkill,“ skrifaði Sara Mansour á Facebook-síðu sína fyrir 10 árum síðan. „Ég versla þegar mér líður illa því hugmyndin um fallega hluti veitir mér stundarfrið í ljótum heimi.“
Sara var tvítug þegar hún skrifaði færsluna og útskýrði fyrir vinum sínum hvernig hún reyndi að fylla upp í tómarúm með veraldlegum munum. „Ég versla líka þegar mér líður vel og vil upplifa alsæluna sem felst í því að eignast eitthvað nýtt. Ég sanka að mér óþarfa í formi fatnaðar, fylgihluta, förðunarvara og annars sem bætir ásýnd mína. En þegar víman rennur af mér, sit ég einungis uppi með tómleika og veraldlega muni sem hafa enga merkingu,“ skrifaði Sara.
Nú, tíu árum síðar, er kauphegðun Söru breytt, þökk sé mikilli sjálfsvinnu. Hún er búsett í London þar sem hún stundar meistaranám í fólksflutningum við háskólann University College og kaupir sér aðeins nokkrar flíkur á ári.
Skömmin
Sara …
Athugasemdir