Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fallegir hlutir veita stundarfrið

Ung kona reyndi að fylla upp í tóma­rúm með fata­kaup­um og snyrti­vör­um. Tíu ár­um síð­ar hef­ur hún tam­ið sér að versla að­eins ör­fá­ar flík­ur á ári og legg­ur stund á nám í fólks­flutn­ings­fræði. Sam­kvæmt Dag­björtu Jóns­dótt­ur, höf­undi bók­ar­inn­ar Fund­ið fé, er hægt að sporna gegn of­neyslu með því að setja sér fjár­hags­leg markmið.

Fallegir hlutir veita stundarfrið
Sara Mansour Áttaði sig á því að hún keypti sér of mikið af fötum og snyrtivörum þegar hún var í kringum tvítugt. Síðan þá hefur hún tamið sér að versla örfáar flíkur á ári og er nú búsett í London þar sem hún lærir fólksflutningsfræði.

Ég er kaupfíkill,“ skrifaði Sara Mansour á Facebook-síðu sína fyrir 10 árum síðan. „Ég versla þegar mér líður illa því hugmyndin um fallega hluti veitir mér stundarfrið í ljótum heimi.“ 

Sara var tvítug þegar hún skrifaði færsluna og útskýrði fyrir vinum sínum hvernig hún reyndi að fylla upp í tómarúm með veraldlegum munum. „Ég versla líka þegar mér líður vel og vil upplifa alsæluna sem felst í því að eignast eitthvað nýtt. Ég sanka að mér óþarfa í formi fatnaðar, fylgihluta, förðunarvara og annars sem bætir ásýnd mína. En þegar víman rennur af mér, sit ég einungis uppi með tómleika og veraldlega muni sem hafa enga merkingu,“ skrifaði Sara.

Nú, tíu árum síðar, er kauphegðun Söru breytt, þökk sé mikilli sjálfsvinnu. Hún er búsett í London þar sem hún stundar meistaranám í fólksflutningum við háskólann University College og kaupir sér aðeins nokkrar flíkur á ári.

Skömmin

Sara …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár