Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kom ankannalegum handahreyfingum Elons Musks til varnar á samfélagsmiðlinum X í morgun. „Ætla íslenskir fjölmiðlar að láta plata sig í að flytja þessa falsfrétt?“ skrifaði Sigmundur.
Hann deildi skjáskoti af frétt á mbl.is með fyrirsögninni: Myndskeið: Musk heilsaði að nasistasið og um leið annarri mynd, samsettri, af þeim Barack Obama, Hillary Clinton og Kamölu Harris með eina hönd pinnstífa á lofti. Fyrirsögn fréttarinnar á mbl.is var síðar breytt í Myndskeið: Kveðja Musk vekur athygli.
En er þetta svipað?
Sigmundur hefur, eins og raunar margir aðrir sem hafa deilt sambærilegum myndum til varnar Musk, verið spurður að því af hverju hann deili ekki líka myndskeiðum af handahreyfingum demókratanna þriggja sem sjást á …
Athugasemdir (1)