Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Góður leikari á ekki að geta gert hvað sem er

„Uppi hef­ur ver­ið um­ræða hér á landi um mik­il­vægi nánd­ar­þjálfa í kvik­mynda­gerð. Að­eins einn lærð­ur nánd­ar­þjálfi er starf­andi á Ís­landi,“ skrif­ar kvik­mynda­fræð­ing­ur­inn Kol­beinn Rastrick sem kynnti sér mik­il­vægi slíkr­ar þjálf­un­ar – sem virð­ist vera hættu­leg­ur skort­ur á.

Góður leikari á ekki að geta gert hvað sem er
Þörf fyrir nándarþjálfa? Kvikmyndagerðarkonan Elín Pálsdóttir og nemi við Háskólann á Bifröst hefur gert nándarþjálfun að rannsóknarefni í BA-ritgerð sinni, Risaeðlusýn á réttindi leikara: Hver er þörfin fyrir nándarþjálfa í íslenskri kvikmyndagerð? Mynd: Golli

Leikarar sem og kvikmyndagerðarfólkhafa  lýst yfir áhuga á aukinni þátttöku nándarþjálfa í kvikmyndagerðarferlinu og telja flestir það vera jákvæða þróun. En ekkert krefur framleiðendur til þess að ráða nándarþjálfa og er það því algjörlega undir þeim einstaklingum sem hafa völdin komið hvort þeir fallist á ráðningu þeirra.

Öryggisventill fyrst og fremst

Kristín Lea Sigríðardóttir, eini nándarþjálfi landsins, lýsir starfi sínu sem mjög mikilvægu og tvíþættu í viðtali sem birtist á RÚV í sumar. „Þetta er í rauninni öryggisventill fyrir leikara, fyrst og fremst. En ekki síður fyrir leikstjóra, framleiðendur og í rauninni bara alla sem koma
að verkefninu.“ Nándarþjálfi, rétt eins og áhættuatriðaleikstjóri, passar upp á að leikarar og þau sem eru fyrir aftan kvikmyndatökuvélina séu meðvituð um tilætlanir hvert annars og tilgang þegar kemur að atriðum sem snúa að kynlífi, nekt, kynferðislegu ofbeldi eða öðru sem
berskjaldar einstaklinga og gæti valdið óþægindum. Tilgangurinn er að gengið sé ekki yfir …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár