Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var

Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Varð lífið til við þessar hráslagalegu aðstæður? Myndin er búin til af gervigreindinni ChaptGPT.

Þegar ég var strákur og las fjölfræðibækur þá var myndin af upphafi lífsins á Jörðinni einhvern veginn svona:

Á huggulegri friðsælli strönd hafði myndast grunnur pollur í flæðarmálinu. Með flóðinu bárust daglega allskonar efni í pollinn sem síðan urðu eftir þegar fjaraði. Að lokum var pollurinn orðinn líkastur þykkri súpu af allskonar efnum, ekki síst kolefni en líka fjölda annarra efna, misflókinna. Og þessi friðsæli pollur undir bláum himni var baðaður hlýju sólskini í þúsundir, nei, milljónir ára.

Uns einn sólargeislinn féll hárrétt á eina kolefnissameindina og fyrir einhverja efnafræðilega furðu tók hún að draga að sér önnur nálæg efni í pollinum, sameindirnar röðuðust upp á áður óþekktan hátt, það fór eitthvað að titra undir sólargeislunum, og sjá, í flækjunni kviknaði líf.

Þetta var á mínum bernskuárum talið hafa gerst fyrir rétt rúmum 2,5 milljörðum ára.

Líf í polli?

Jörðin er 4,54 milljarða ára gömul og ef við skiptum þeim langa tíma niður í eitt ár, þá þýðir það að lífið hafi kviknað í pollinum góða um það bil 14. júní.

Töluvert er nú síðan vísindamönnum þótti ljóst að þessi fagra og kyrrláta mynd af upphafi lífsins stæðist líklega ekki.

Að lífið hafi kviknað í svona efnasúpu í polli er nú talið harla ósennilegt og aðrar, nýrri kenningar álitnar trúlegri.

Aðallega hefur stundin þegar líf kviknaði á Jörðinni samt verið að færast aftar. Vísindamenn hafa fundið merki um örverur/einfrumunga í grjóti sem talið er 3,8 milljarða ára gamalt.

Á hinu ímyndaða ári myndi það þýða að lífið hefði kviknað þegar 1. mars.

Það er ansi snemma í lífi Jarðarinnar, ef svo má að orði komast.

En niðurstöður rannsóknar sem birtar voru á síðasta ári hafa nú kollvarpað þessu áliti.

Og séu þær réttar, sem ekki er ástæða til að efast um, þá gjörbreyta þær ekki aðeins hugmyndum okkar um sögu lífsins á Jörðinni, heldur geta líka hafa mikil áhrif á skoðanir okkar á möguleikum lífs á öðrum hnöttum.

Síðasta allsherjar foreldri lífsins

Rannsóknin var gerð undir forystu doktors Edmund Moodys fornlíffræðings við jarðvísindastofnun Háskólans í Bristol á Englandi. Samstarfsmenn hans voru flestir Bretar en nokkrir frá Hollandi og Ungverjalandi.

Edmund R.R. Moody doktor í fornliffræðiog félagar hans gerðu þá rannsókn sem hér er sagt frá.

Í örstuttu máli var tilgangurinn að grafast fyrir um elsta sameiginlega „forforeldri“ allra lífvera á Jörðinni.

Sú lífvera, sem allt líf á Jörðinni er sem sé komið af, er gjarnan kölluð í fræðunum Luca sem er skammstöfun á enska hugtakinu „last universal common ancestor“ — það er að segja „síðasti allsherjar sameiginlegi forfaðir“, þótt hin íslensku „forfaðir“ eða „-móðir“ séu raunar óbrúkleg orð í þessu sambandi þar eð öllum má vera ljóst að Luca var einfrumungur aftur í forneskju sem ekki verður kenndur til kyns.

„Aðeins“ 340 milljón ár

Ekki hvarflar að mér að reyna að útskýra aðferðir Moodys og félaga við að átta sig á Luca. Engar jarðneskar leifar af neinu tagi eru eða geta verið til um þennan nær ósýnilega einfrumung. Í staðinn var erfðaefni lífvera heimsins rakið einhvern veginn aftur á bak þangað til Luca fannst að lokum.

Og þá urðu margir hissa.

Í fyrsta lagi reyndist Luca hafa verið uppi fyrir 4,2 milljörðum ára.

Það er að segja aðeins 340 milljónum ára eftir að Jörðin varð til.

Það þykir kannski hlálegt að tala um „aðeins“ 340 ár. En sannleikurinn er sá að allt að því fáránlega snemma eftir að Jörðin myndaðist.

Lífið kviknaði klukkan 8 að morgni

Það þýðir til dæmis að á hinu samþjappaða ári, sem ég nefndi áðan, þar hefur líf kviknað á Jörðinni 28. janúar klukkan átta að morgni.

Og þá var sannarlega öðruvísi um að litast á Jörðinni en nú.

Theia skall á Jörðinni með látum.

Jörðin varð til fyrir 4,54 milljörðum ára, sem fyrr segir.

Mjög snemma, kannski þegar Jörðin var aðeins 40 milljón ára, varð sá árekstur við plánetuna Theiu sem myndaði Tunglið okkar. Hérna má lesa um þann árekstur.

Það var strax þann 4. janúar klukkan fimm að morgni.

Það tók Jörðina langan tíma að jafna sig eða um 100 milljón ár. Yfirborðið var enda nálega allt sem bráðið hraun eftir hamfarirnar miklu.

Og  bætti síst úr skák að enn rigndi niður á yfirborðið loftsteinafjöld og halastjörnu- frá árdögum sólkerfisins.

Steypiregn í milljónir ára

Snemma að morgni 12. janúar á hinu samþjappaða ári má loks segja að jarðskorpan hafi verið storknuð. Þá var andrúmsloftið orðið mettað vatnsgufu sem væntanlega hafði borist til Jarðarinnar með halastjörnum og loftsteinum.

Vatnið hafði hingað til gufað upp jafnóðum af glóandi yfirborðinu en nú þegar vatnið náði að þéttast tók að rigna.

Og það rigndi í milljónir og aftur milljónir ára.

Loks var Jörðin öll hulin vatni. Ástæðan var fyrst og fremst sú að jarðskorpan var ennþá slétt og jöfn, því hvorki eldgos né landreksöfl höfðu náð að hlaða landmassa upp úr vatninu.

Sú þróun var hins vegar að hefjast. Þann 28. janúar — þegar Jörðin var sem sé orðin 340 milljón ára og Luca kom í heiminn — þá hafa nokkrar eldfjallaeyjar ugglaust verið byrjaðar að gægjast upp úr vatnshafinu en Jörðin átti samt lengi enn eftir að vera fyrst og fremst vatnaveröld.

Himinninn var ekki blár

Enn hefur fjöldi loftsteina og halastjarna skollið reglulega á Jörðinni. Himinninn var ekki blár, því það er fyrst og fremst súrefni í andrúmsloftinu sem veldur því að við sjáum hann sem bláan. Sennilega hefur himinninn verið rauðgulur eða jafnvel rauðbrúnn.

En iðulega hafa dimm ský frá hinum þrotlausu eldgosum lagst yfir meirihluta Jarðar.

Og það segir sig sjálft að hið súrefnislausa andrúmsloftið hefði ekki verið frísklegt fyrir okkur. Við hefðum steindrepist á stundinni ef okkur hefði verið ætlað að draga andann þarna.

Jörðin snerist þá mun hraðar en nú svo sólarhringurinn var aðeins 12 tímar. Tunglið var líka miklu nær en nú og hefur virst að minnsta kosti helmingi stærra á himninum. Afleiðingin var meðal annars sú að flóð og fjara hafa verið miklu öfgameiri en nú er.

Luca verður til

En þarna, í grimmum sjónum á þessari skelfilegu plánetu, þar varð Luca til.

Í djúpinu.

Hverastrýtur í Eyjafirði.Sú kenning nýtur vaxandi hylli að lífið kunni að hafa orðið til þar sem heit hveraefni af öllu tagi streymdu út í sjó.

Ekki í huggulegum friðsælum polli undir fagurri sól og bláum himni.

Það sem er svo kannski allra merkilegast við niðurstöður Moodys og félaga er að sá Luca sem þau röktu sig aftur til, hann sýndi ýmis merki þess að hafa „fæðst“ í nokkuð stöðugu vistkerfi.

Sem ef til vill hafði þá þegar verið lengi við lýði.

Hann bjó meira að segja yfir vísi að ónæmiskerfi svo hann hefur þurft að verja sig fyrir einhverjum lífverum (eða vírusum) sem við vitum nú ekkert hverjar eða hvernig voru.

Því þær hafa dáið út með öllum sínum ókunnu sérkennum og eiginleikum en Luca litli getið af sér bókstaflega allt núlifandi líf á Jörðinni.

Líf miklu víðar?

Fyrir utan þá stórmerkilegu niðurstöðu að lífið á Jörðinni hafi kviknað miklu fyrr en við ætluðum, þá kveikir þessi nýja mynd af Luca ýmsar merkilegar hugmyndir.

Ef lífið á Jörðinni gat orðið til svo snemma eftir að Jörðin myndaðist og við svo ofsafengnar aðstæður, hvað er þá því til fyrirstöðu að það hafi kviknað á Mars eða Venusi líka? Á Mars voru víðáttumikil höf í árdaga og ekki ólíklegt að svo hafi verið á Venusi líka.

Og eykur það ekki líkurnar á að líf nái að þróast á öðrum hnöttum að Jörðin var nánast enn í frumbernsku þegar hún var orðin iðandi af lífi — þótt fyrstu milljarðana hafi það líf að vísu aðeins verið einfaldir einfrumungar sem bjuggu í djúpinu?

Hér má lesa frétt Observer um þetta merkilega mál.

Og hér er hlekkur á ritgerð þeirra Edmunds Moodys og félaga sem birtir niðurstöður þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
4
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár