Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Yfirborðsvatn á Jörðinni, á meðal höfin. Allt að þrisvar sinnum meira magn gæti leynst djúp niðri í möttlinum.

Fyrir fáeinum dögum birti vefritið Science Alert fregn um rannsókn, sem raunar var gerð árið 2022, en hefur ekki farið hátt fyrr en nú.

Hér er frásögn Science Alert.

Rannsakaður var örlítill demantur sem fundist hafði í demantanámu í ríkinu Bótsvana í suðurhluta Afríku. Hér er sagt frá þeirri rannsókn í vefritinu Nature.com. Í ljós kom að demanturinn hafði myndast á 660 kílómetra dýpi einhvern tíma endur fyrir löngu en síðan borist upp á yfirborðið í eldgosum.

Þvertsnið af iðrum Jarðar.Teikning af Vísindavef HÍ.

Jarðskorpan á yfirborði Jarðar nær niður á um það bil 100 kílómetra dýpi en þar tekur við möttullinn. Hann skiptist í fáein og eru misþétt og mishörð. Á um það bil 660 kílómetra dýpi eru skil milli deighvolfsins svokallaða, þar sem berg er seigfljótandi, og neðri möttuls sem er mun stinnari.

Þar hafði litli demanturinn í Bótsvana sem sé myndast einhvern tíma í áradaga og síðan borist upp á við með þungum straumum hins seigfljótandi bergs í deighvolfinu og loks þeyst upp á yfirborðið eða komist mjög nærri því í eldgosi fyrir 80-90 milljónum ára.

Það er að segja þegar risaeðlurnar voru enn í fullu fjöri á Jörðinni.

Löngu dauð eldfjöll

Eldfjöllin í Bótsvana eru nú löngu útdauð og hafa veðrast mikið og eftir standa aflíðandi hæðir þar sem víða má finna rásir þar sem leynast demantar stórir og smáir.

Sagan um ferðalag demantsins úr djúpinu og upp á yfirborðið væri í sjálfu sér nógu dramatísk. En það sem veldur því að þessi litli demantur úr iðrum Bótsvana er nú kominn í fréttir er að vísindamenn hafa nú komist að því að sá hluti möttulskilanna, þar sem demanturinn varð til, virðist hafa verið alveg vatnsósa.

Hvort kann ég að skilja né skýra þær aðferðir sem jarðvísindamennirnir beita til að komast að öllu því sem þeir vita nú um þennan demant. Þó er ljóst að þær aðferðir snúast um að mæla efnin í og á demantinum niður í smæstu einingar og þannig má lesa úr niðurstöðunum undir hve miklum þrýstingi efnin urðu til.

Þannig vita vísindamennirnir að demanturinn er kominn alla leið af 660 kílómetra dýpi.

Dularfull efni

Allt í lagi með það. Nú vita allir að demantar eru nærri 100 prósent kolefni. En á demöntum — og þar á meðal þessum litla demanti frá Bótsvana — eru stundum örfínar rispur og mishæðir og þar geta sest önnur efni. Og þegar vísindamennirnir fóru að rýna sem ákafast með tækjum sínum í þær örlitlu agnir af ýmsum steinefnum sem fundust á demantinum, þá kom sem sé í ljós að demanturinn hafði myndast við mjög vatnsríkar aðstæður ef svo má að orði komast.

Þar fannst til dæmis steinefnið ringwoodít (Mg2SiO4) og annað sem heitir ferropericlase og svo vill til að vísindamenn vita að þessi efni myndast aðeins þar sem vatn er mjög nærri.

Út úr niðurstöðum sínum gátu þeir sem sé lesið að á 660 kílómetra dýpi, þar sem demanturinn varð til, þar var allur möttullinn vatnsósa, svo frjálslega sé að orði komist.

Djúpvatnsrásin

Nú vissu vísindamenn fyrir að vatn leynist niðri í möttlinum þótt þar sé bæði gríðarlega heitt og þrýstingur mikill. Vitað var að til dæmis þar sem jarðskorpuflekar rekast á og annar þeirra malast í rauninni undir hinn og endar oní möttlinum, þar hverfur mikið vatn af yfirborðinu.

Reiknað hefur verið út að allt vatn af yfirborði Jarðar — höfin, ár og vötn, vatn í andrúmsloftinu og grunnvatn — myndi hverfa niður í iður möttulsins á einum milljarði ára ef vatnið á yfirborðinu endurnýjaðist ekkert.

Demanturinn frá Bótsvana.

En það gerist sem betur fer bæði með eldgosum og „uppstreymi“ við flekaskil þar sem nýtt efni kemur jafnharðan í stað þess sem malast niður í möttulinn.

Þessi hringrás hefur verið mönnum kunn um alllanga hríð. Hún kallast á ensku Deep Water Circle eða djúpvatnsrásin en lengi vel vissu menn ekki hve mikið vatn væri niðri í möttlinum. Nú hefur vitneskjan um að vatn sé allt niður á 660 kílómetra dýpi auðveldað útreikninga á því.

Engir hellar fullir af vatni

Þeir útreikningar eru vissulega ekki mjög nákvæmir ennþá og gætu enn breyst. En vísindamenn eru þó komnir nær svari við þeirri spurningu. Nú treysta sumir sér nefnilega til að fullyrða að vatnið í möttlinum kynni að vera sem svarar 4 milljarðar rúmkílómetra ef unnt væri að safna því saman í einn poll.

Það þýðir þrisvar sinnum meira vatn en allt vatn á yfirborðinu.

Það er altént ljóst að vatn mun ekki skorta á Jörðinni á næstunni.

Þarflaust er vonandi að taka fram að öll þessi ókjör af vatni eru ekki samansöfnuð í stóra neðanjarðarhella eða sprænur oní möttlinum. Þrýstingurinn og hitinn þar niðri valda því að það er áreiðanlega allt í efnisambandi við þá seigfljótandi kviku sem þar silast um.

En magnið skortir sannarlega ekki.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
6
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár