Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
Skóflur Eyjólfur Ármannsson talaði um að það væri draumur hvers samgönguráðherra að halda á skóflu á verkstað þar sem hefja ætti framkvæmdir. Í forgrunni er Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Mynd: Golli

Nýr samgönguráðherra sagði að það væri draumur allra samgönguráðherra að vera mættur með skóflu á verkstað, þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að Fossvogsbrú ásamt borgarstjóra Reykjavíkur, bæjarstjóra Kópavogs, forstjóra Vegagerðarinnar og framkvæmdastjóra Betri samgangna í hádeginu í dag.

Eyjólfur Ármannsson var hinsvegar bjartsýnni á framgang verkefnisins en tilefni eru til, en hann sagði „vonandi að framkvæmdir gangi vel fyrir sig þannig að við getum klippt á borða líka, á næsta eða þarnæsta ári,“ þegar reyndin er sú að ekki er gert ráð fyrir að Fossvogsbrú verði tekin til notkunar fyrr en árið 2028.

Eyjólfur bætti svo við að reyndar vissi hann ekki alveg hvenær brúin ætti að verða tilbúin, en klykkti svo út með því að segja aftur að það væri „draumur allra samgönguráðherra, að vera á verkstað“ og sjá framkvæmdir fara af stað.

Keyra eða ekki keyra

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi skrikaði einnig ögn á skötunni í ræðu sinni fyrir skóflustunguna, er hún sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir því að tíu þúsund manns myndu „keyra“ yfir brúnna á degi hverjum eftir að hún yrði tekin í notkun.

FossvogsbrúBergþóra, Davíð, Eyjólfur, Einar og Ásdís titruðu af kulda áður en þau tóku fyrstu skóflustunguna að brúnni í sameiningu.

„Nei, ekki keyra – hjóla, ganga og fara með Borgarlínunni í gegnum brúna,“ bætti bæjarstjórinn svo við í leiðréttingartón, en Fossvogsbrúin mun sem kunnugt er eingöngu þjóna gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum, auk þess sem ráðgert er að neyðarbílar; sjúkrabílar og slökkvilið, geti nýtt sér hana eins og aðrar akreinar Borgarlínu til að komast hraðar yfir í umferðarkássunni sem höfuðborgarsvæðið er flesta morgna og síðdegi á virkum vetrardögum.

Brúarbygging í margvíslegum skilningi

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að það væri „viðeigandi að fyrsta framkvæmdin í borgarlínuverkefninu sé brú“ því hún væri ákveðið tákn um þær brýr sem hafi verið byggðar milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og svo sveitarfélaga og ríkisins hins vegar um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. 

HaugurFossvogsbrúin mun tengja Kársnesið við Vatnsmýrina.

„Til hamingju með daginn,“ sagði Einar og í sama streng tóku þau Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. 

„Þetta er fyrsta framkvæmdin í Borgarlínu, og markar upphaf að vegferð sem við erum búin að vera að undirbúa í langan tíma. Það er bara stór dagur og til hamingju með það, sem standið hérna nötrandi á beinunum,“ sagði Bergþóra, en fyrirmennin fimm reyndu að halda ræðum sínum stuttum vegna kulda, áður en hafist var handa við að moka.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarlína

Fyrst til að bjóða Betri samgöngum í kaffi
ViðtalBorgarlína

Fyrst til að bjóða Betri sam­göng­um í kaffi

Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar seg­ir það vera gamla klisju að tala um að Vega­gerð­in sé gam­aldags stofn­un. Öll­um lyk­il­stjórn­end­um hafi ver­ið skipt út frá ár­inu 2018 og mik­il end­ur­nýj­un hafi orð­ið í starfs­manna­hópn­um. Hún og Bryn­dís Frið­riks­dótt­ir sam­göngu­verk­fræð­ing­ur sett­ust nið­ur með blaða­manni og ræddu um verk­efni sam­göngusátt­mál­ans. Berg­þóra hafn­ar því að yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar hafi ver­ið ósátt með stofn­un fé­lags­ins Betri sam­gangna.
Gamaldags Vegagerð sem vill vera aðal
ÚttektBorgarlína

Gam­aldags Vega­gerð sem vill vera að­al

Heim­ild­in leit­aði til nokk­urra ein­stak­linga sem hafa með ein­um eða öðr­um hætti kom­ið að verk­efn­um sem tengj­ast sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og ræddi við þau um Borg­ar­línu, vinnslu verk­efna sátt­mál­ans, fjár­mögn­un þeirra og fram­hald. Í sam­töl­un­um kom nokk­ur gagn­rýni kom fram á Vega­gerð­ina fyr­ir gam­aldags stofn­anakúltúr og lang­ar boð­leið­ir, for­stjór­inn er sagð­ur vilja hafa „putt­ana í öllu“. Yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar er sögð hafa átt erfitt með að sætta sig við að fé­lag­ið Betri sam­göng­ur hafi ver­ið stofn­að til að halda ut­an um verk­efni sátt­mál­ans.
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu
Jökull Sólberg Auðunsson
PistillBorgarlína

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálf­keyr­andi vagn­ar hafa ekk­ert í Borg­ar­línu

Jök­ull Sól­berg ber sam­an Borg­ar­línu og sjálf­keyr­andi bif­reið­ar. „Í mörg­um til­fell­um er sami hóp­ur af­ar svart­sýnn á fjár­hags­mat Borg­ar­línu­verk­efn­is­ins og vill veðja á tækni sem er bók­staf­lega ekki til, hvað þá bú­in að sanna sig við þau skil­yrði sem við ger­um kröfu um á næstu ár­um eft­ir því sem borg­in þétt­ist og fólki fjölg­ar.“

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár