Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Gamaldags Vegagerð sem vill vera aðal

Heim­ild­in leit­aði til nokk­urra ein­stak­linga sem hafa með ein­um eða öðr­um hætti kom­ið að verk­efn­um sem tengj­ast sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og ræddi við þau um Borg­ar­línu, vinnslu verk­efna sátt­mál­ans, fjár­mögn­un þeirra og fram­hald. Í sam­töl­un­um kom nokk­ur gagn­rýni kom fram á Vega­gerð­ina fyr­ir gam­aldags stofn­anakúltúr og lang­ar boð­leið­ir, for­stjór­inn er sagð­ur vilja hafa „putt­ana í öllu“. Yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar er sögð hafa átt erfitt með að sætta sig við að fé­lag­ið Betri sam­göng­ur hafi ver­ið stofn­að til að halda ut­an um verk­efni sátt­mál­ans.

Eftir tvo mánuði verða þrjú ár liðin frá því að frumdrög að fyrsta áfanga Borgarlínu voru kynnt með nokkurri viðhöfn af hálfu Vegagerðarinnar og opinbera hlutafélagsins Betri samgangna, sem heldur utan um framkvæmdir við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem undirritaður var með enn meiri viðhöfn árið 2019. 

Þegar sáttmálinn var undirritaður voru verklok við meginhluta fyrsta áfanga Borgarlínu áætluð á þessu ári. Það var gríðarlega óraunhæft. Í dag er staðan sú að ekki er búið að leggja einn einasta metra af sérakreinum Borgarlínu og enn á eftir að byggja heila brú á milli Kópavogs og Reykjavíkur til þess að fyrsti áfangi verkefnisins geti orðið að veruleika, að ógleymdum Sæbrautarstokki sem er nauðsynleg forsenda þess að vagnar Borgarlínu geti ekið frá Suðurlandsbraut að Ártúnshöfða. Til viðbótar þarf svo að brúa Elliðaárvoginn.

Staða ríkis og sveitarfélaga til þess að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir hefur þrengst nokkuð með vaxtahækkunum undanfarinna missera og nú stendur yfir …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarlína

Fyrst til að bjóða Betri samgöngum í kaffi
ViðtalBorgarlína

Fyrst til að bjóða Betri sam­göng­um í kaffi

Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar seg­ir það vera gamla klisju að tala um að Vega­gerð­in sé gam­aldags stofn­un. Öll­um lyk­il­stjórn­end­um hafi ver­ið skipt út frá ár­inu 2018 og mik­il end­ur­nýj­un hafi orð­ið í starfs­manna­hópn­um. Hún og Bryn­dís Frið­riks­dótt­ir sam­göngu­verk­fræð­ing­ur sett­ust nið­ur með blaða­manni og ræddu um verk­efni sam­göngusátt­mál­ans. Berg­þóra hafn­ar því að yf­ir­stjórn Vega­gerð­ar­inn­ar hafi ver­ið ósátt með stofn­un fé­lags­ins Betri sam­gangna.
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu
Jökull Sólberg Auðunsson
PistillBorgarlína

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálf­keyr­andi vagn­ar hafa ekk­ert í Borg­ar­línu

Jök­ull Sól­berg ber sam­an Borg­ar­línu og sjálf­keyr­andi bif­reið­ar. „Í mörg­um til­fell­um er sami hóp­ur af­ar svart­sýnn á fjár­hags­mat Borg­ar­línu­verk­efn­is­ins og vill veðja á tækni sem er bók­staf­lega ekki til, hvað þá bú­in að sanna sig við þau skil­yrði sem við ger­um kröfu um á næstu ár­um eft­ir því sem borg­in þétt­ist og fólki fjölg­ar.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu