Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi

Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst jafn lít­ill og nú. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur tap­að mestu fylgi allra flokka það sem af er kjör­tíma­bili og mun­ur­inn á Mið­flokki og Sjálf­stæð­is­flokki hef­ur aldrei ver­ið minni. Sam­fylk­ing­in er áfram sem áð­ur lang­stærsti flokk­ur lands­ins sam­kvæmt könn­un­um.

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Bjarna Benediktssonar tók við völdum fyrr í þessum mánuði. Breytingarnar á stjórninni hafa ekki skilað flokkunum neinum meðbyr. Mynd: Golli

Vinstri græn mælast nú með 4,4 prósent fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup sem greint var frá á RÚV í kvöld. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könnunum fyrirtækisins og myndi ekki duga til að ná inn þingmanni ef kosið yrði í dag. Frá því að Gallup mældi síðast fylgi flokka hefur Katrín Jakobsdóttir, sem verið hafði formaður flokksins frá 2013, sagt af sér því embætti og hætt sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar fór fylgi Vinstri grænna niður um 1,2 prósentustig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist líka með sitt lægsta fylgi frá upphafi, eða 18,0 prósent. Flokkurinn, sem hefur lengst af verið stærsti flokkur íslenskra stjórnmála, hefur nú mælst með um og yfir 18 prósent fylgi fjóra mánuði í röð og ekki mælst með mest fylgi allra flokka síðan i desember 2022. 

Framsóknarflokkurinn hefur tapað mestu fylgi allra stjórnarflokkanna á kjörtímabilinu, alls 8,5 prósentustigum, og mælist nú með 8,8 prósent fylgi. Hann hefur ekki mælst með tveggja stafa fylgi í næstum eitt ár og hefur verið með minna fylgi en Miðflokkurinn, sem fyrrverandi formaður Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði eftir að hafa tapað formannsslag gegn Sigurði Inga Jóhannssyni, síðan í júlí í fyrra. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna þriggja er nú 31,2 prósent sem er við það minnsta sem þeir hafa nokkru sinni mælst með frá því að þeir tóku við völdum á Íslandi síðla árs 2017. 

Stuðningur við ríkisstjórnina er nú kominn niður í 30 prósent og lækkar um þrjú prósentustig milli mánaða. Það er minnsti stuðningur sem mælst hefur við ríkisstjórn síðan í maí 2012, fyrir næstum tólf árum síðan. Stuðningurinn er minni en við síðustu þrjár ríkisstjórnir á undan þessari þegar þær fóru frá völdum. 

Miðflokkurinn færist nær Sjálfstæðisflokki

Miðflokkurinn er nokkuð stöðugur í könnunum Gallup um þessar mundir og mælist með 12,8 prósent fylgi. Það skilar honum í þriðja sæti eftir stærstu flokka landsins, með 5,2 prósentustigum minna fylgi en sá næst stærsti, Sjálfstæðisflokkurinn. Munurinn á milli þessara tveggja hægri flokka hefur aldrei verið minni.

Samfylkingin mælist áfram sem áður langstærsti flokkurinn samkvæmt könnun Gallup með 29,7 prósent fylgi. Flokkur Kristrúnar Frostadóttur hefur mælst með mest fylgi allra frá upphafi síðasta árs og mældist síðast með undir 28 prósent fylgi fyrir ári síðan. Miðað við stöðu mála myndi fylgi Samfylkingarinnar næstum þrefaldast frá síðustu kosningum. Sá flokkur og Miðflokkurinn eru einu flokkarnir á þingi sem hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabili. 

Flokkur fólksins hefur líka verið að hressast á þessu ári eftir að hafa verið að mælast tæpur á að ná manni inn framan af kjörtímabilinu. Alls segjast 7,2 prósent kjósenda að þeir styðji flokk Ingu Sæland um þessar mundir. Píratar, með 8,2 prósent fylgi, og Viðreisn, með 7,5 prósent, eru nokkuð stöðugt að mælast í kringum kjörfylgi sitt í síðustu kosningum. Sósíalistaflokkur Íslands er nokkuð langt frá því að mælast með kjördæmakjörinn þingmann inni með 3,4 prósent fylgi.

Könnunin var framkvæmd dagana 3.–28. apríl 2024. Heildarúrtaksstærð var 9.925 og þátttökuhlutfall 48,1 prósent. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup.

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
3
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár