Katrín er annar af höfundum bókarinnar Sund sem kom út núna fyrir jólin en bókina skrifaði hún ásamt þjóðfræðingnum Valdimar Tr. Hafstein. Sigurlaug starfar sem sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands en hún hélt nýlega á því verkefni að skrá sundlaugamenningu á Íslandi inná vefinn Lifandi hefðir og í framhaldi á undirbúningi þess að tilnefna sundlaugamenninguna inná lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Frá upphafi námsins í þjóðfræði hefur Katrín dregist að sundinu sem viðfangsefni. Katrín segir frá því hvað það var sem heillaði hana við sundið og meistararannsókninni sem hún vann í þjóðfræði og ber yfirskriftina Læra, Leika, Njóta: Þróun og einkenni sundlaugamenningar. Í þættinum segir Katrín frá ólíkum tímaskeiðum sundlaugamenningar á Íslandi, frá því að sundvakningin varð um aldamótin 1900 og fram til dagsins í dag, þegar sundlaugin gegnir meðal annars hlutverki samkomustaðar. Katrín segir einnig frá bók þeirra Valdimars, Sund, og hvað einkennir þessa fallegu hversdagsmenningu.

Sigurlaug hefur einnig rannsakað sundið um nokkurt skeið en hún kom að því ásamt fleirum að safna heimildum um merkingu og gildi sundsins frá sundgestum í samstarfi við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands árið 2013. Sigurlaug hefur síðan þá einnig fengist við sundlaugameninnguna þó aðallega í gegnum ljósmyndir. Ásamt segja frá undirbúningi að tilnefningu sundlaugamenningar til UNESCO segir Sigurlaug frá vefnum Lifandi hefðir, hlutverki vefsins og óáþreifanlegum menningararfi á Íslandi.

Hljóðbrotin sem heyrast í þættinum voru hluti af sýningunni Sund í Hönnunarsafni Íslands en sýningastjórar voru Brynhildur Pálsdóttir og Valdirmar Tr. Hafstein.

Egill Viðarsson, í Stúdíó Harmi, bjó til hljóðverkin fyrir sýninguna en lesarar voru: Saga Garðarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Sigrírður Láretta Jónsdóttir og Hinrik Ólafsson.

Hægt er að hlusta á öll hljóðverkin inná Spotify undir Hönnunarsafni Íslands.

Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir, kennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefðir hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
  Alvarlegt feilspor í ballettinum
  Eitt og annað · 06:57

  Al­var­legt feil­spor í ball­ett­in­um

  Íslensk síldarævintýri
  Sif #18 · 05:07

  Ís­lensk síld­ar­æv­in­týri

  Orustuþotur og staðan í stríðinu
  Úkraínuskýrslan #8 · 07:51

  Or­ustu­þot­ur og stað­an í stríð­inu

  158 ára og sýnir engin ellimerki
  Eitt og annað · 10:47

  158 ára og sýn­ir eng­in elli­merki