„Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa“

Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son, mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg, finn­ur vel fyr­ir þeim áhrif­um sem fuglain­flú­ens­an H5N5 hef­ur á fugla borg­ar­inn­ar. Á ein­um degi fær hann fleiri til­kynn­ing­ar um dauða fugla en í hefð­bundn­um mán­uði.

„Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa“
Finnur til með dýrum sem þjást Skæð fuglainflúensa geisar í borginni og Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son, mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg, hefur í nægu að snúast og þeysist um borgina og hirðir upp hræ. Hann finnur til með dýrum sem þjást. Mynd: Golli

Ólafur Ingi Heiðarsson, teymisstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, stendur í ströngu þessa dagana. Skæð fuglainflúensa hefur herjað á fugla víðs vegar um borgina, en það hefur það í för með sér að Dýraþjónusta Reykjavíkur þarf að sækja dauða eða mjög veika fugla á höfuðborgarsvæðinu. 

Inflúensan herjar einkum á gæsir, en Ólafur telur að um níutíu prósent þeirra fugla sem hann hafi þurft að hafa afskipti af séu grágæsir. „Ég er búinn að sækja sjálfur fjórar álftir, sem er mjög óvenjulegt. Við sækjum mjög sjaldan álftir. En þær hafa greinilega verið að fara eitthvað illa út úr þessu líka.“ 

Einn dagur á við hefðbundinn mánuð

Reykjavíkurborg miðlaði því til borgarbúa í vikunni að láta Dýraþjónustuna vita af veikum eða dauðum fuglum, en fólk er beðið um að meðhöndla þá ekki sjálft. Sjálfur hvetur Ólafur almenning að hika ekki við að láta í sér heyra finni fólk dauða fugla. „Það er svo mikilvægt og mun hjálpa til við að halda þessu í skefjum.“

Ólafur segir að yfirleitt sé minna að gera hjá meindýraeyðum í janúar en fuglaflensufaraldurinn hafi breytt því nokkuð. Þegar blaðamaður ræddi við Ólaf var klukkan að verða tvö eftir hádegi, en þá var hann þegar búinn að fá tuttugu tilkynningar um dauða fugla þann daginn. „Sem er meira en hefðbundinn mánuður.“

Fyrstu þrjá daga vikunnar giskar Ólafur á að hann hafi sótt allt að sjötíu fugla og nokkra tugi í vikunni þar á undan. Hann segir þó erfitt að meta hvernig fjöldi dauðra fugla þróist á milli daga því að tilkynningarnar taki alltaf kipp þegar fjallað er um faraldurinn í fréttum. „En það er klárlega stígandi í þessu á heildina litið.“ 

Einhvern veginn gengur þetta upp

Þau svæði sem hann hefur helst þurft að heimsækja eru Vatnsmýrin, þar sem gríðarlegt magn af fuglum hefur drepist. „Tjörnin auðvitað, það eru daglegar heimsóknir þangað. Bakkatjörn úti á Nesi og í sveitarfélögunum í kring líka.“

Aðeins tveir starfsmenn sinna því að sækja fuglana, Ólafur og einn annar sem vinnur hálfan daginn. Síðustu dagar hafa því verið annasamir.

„Ótrúlegt en satt, einhvern veginn gengur þetta upp. En ég skal alveg játa það að maður þarf að skipuleggja sig vel, því þetta eru ekki einu verkefnin sem við höfum. Við þurfum að fara í skóla og eitra og í rottuútköll hjá fólki og svona, sem er ekkert voðalega til í að bíða.“ 

„Það sem gefur djobbinu okkar gildi er bara hvað maður uppsker mikið þakklæti hjá fólki
Ólaf­ur Ingi Heið­ars­son,
mein­dýra­eyð­ir hjá Reykja­vík­ur­borg

Sjálfur segist hann trúa á það að bregðast hratt við þegar fólk þarf aðstoð meindýraeyðis, enda skipti þjónusta þeirra fólk miklu máli. „Í þessum geira er fólk rosalega tvístígandi, veit bara ekkert hvað það á að gera. Þetta eiginlega heltekur hugann og því fyrr sem við getum komið, því farsælla. Það sem gefur djobbinu okkar gildi er bara hvað maður uppsker mikið þakklæti hjá fólki. Maður er að bjarga deginum hjá þeim.“

Finnur til með dýrum sem þjást

Það að sækja dauða fugla er hluti af hversdegi meindýraeyðisins, en Ólafur telur að sennilega séu fleiri fuglar í borginni en fólk heldur almennt. „Eðlilega falla einstaklingar. Fuglar eru missterkir til að höndla vírusa og kalda veðrið og allt þetta. Dulinn þáttur í borgarlífinu eru dýr sem fara illa. Þau geta farið illa af bílum, fólki, öðrum dýrum og mannvirkjum þess vegna. Það er alveg nóg að gera í þessu heilt yfir.“

Spurður hvort það taki á að horfa upp á svona mikinn dýradauða segir Ólafur að það venjist eins og hvað annað. „En auðvitað finnur maður til með einstaklingum sem eru að þjást. Flestir sem eru að vinna í þessu eru unnendur dýra, ástríðufólk um dýr. Þannig að þetta er leiðindaþáttur í þessu, en mjög mikilvægur.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár