Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Verður brottvísað í næstu viku

Rimu Charaf Eddine Nasr, einni af þeim tíu sem voru til­nefnd til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur 2024, verð­ur brott­vís­að ásamt syst­ur sinni þann 21. janú­ar næst­kom­andi. Syst­urn­ar eru sýr­lensk­ar en verða send­ar til Venesúela.

Verður brottvísað í næstu viku
Systur Rima hefur hlotið viðurkenningu fyrir sjálfsboðaliðastörf sín fyrir Rauða krossinn og félagasamtökin Læti! Mynd: Golli

Rimu Charaf Eddine Nasr og Nouru systur hennar verður vísað úr landi til Venesúela þann 21. janúar næstkomandi. Systurnar komu til Íslands á venesúelskum vegabréfum fyrir tæpum tveimur árum. Í Venesúela eru þær fæddar en fluttu fljótlega aftur til heimalandsins Sýrlands. Þær hafa því lítil sem engin tengsl við landið og hvorug þeirra talar spænsku. Á Íslandi búa bæði foreldrar þeirra og systkini.  

Heimildin hafði samband við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og óskaði eftir því að ræða við hana um mál Rimu. Það svar barst hins vegar að ráðherrann hyggðist ekki tjá sig um einstök mál. 

„Ég er að ganga í gegnum, sennilega, eitt stærsta áfall lífs míns,“ sagði Rima við Heimildina í desember um yfirvofandi brottvísun sína, en fjallað var um mál Rimu eftir að hún hlaut tilnefningu til framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2024.

Viðurkenninguna, sem er veitt af Íslandsdeild alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI, fékk Rima fyrir að hafa verið mjög virk í sjálfboðaliðastarfi – bæði fyrir Rauða krossinn og félagasamtökin Læti! Þar hefur hún meðal annars lagt sitt af mörkum við að aðstoða arabískumælandi börn sem komu mörg hver nýlega frá stríðshrjáðum svæðum.

„Athöfnin heiðraði mig og mér fannst fólk sjá mig sem manneskju. Stærstan hluta af lífi mínu leið mér eins og ég mætti ekki segja neitt, hafa skoðun á neinu, eða mega vera eins og ég er,“ segir Rima.

Tveir valkostir, hvorugur auðveldur

Spurð hvað hún muni til bragðs taka ef henni verður brottvísað segist Rima ekki vita það. „Við höfum verið að einblína á það sem við getum gert hér á Íslandi. Við höfum ekki leitt hugann að því hvað við munum gera ef við þurfum að fara. Það er alveg óljóst.“

Verði þær sendar til Venesúela eru tveir valkostir sem standa systrunum til boða – að dvelja þar eða fara til Sýrlands. „Sama hvað við veljum mun mér ekki líða vel. Ef ég vel að vera í Venesúela þá verður það ekki auðvelt. Það er ekki heldur auðvelt að vera í Sýrlandi, þótt þar þekki ég fólk og kunni tungumálið. Þar er enn svo mikill glundroði. Mig skortir hugrekki til að fara þangað.“

Sem kunnugt er var einræðisstjórn Bashars al-Assads steypt af stóli snemma í síðasta mánuði og Assad flúði úr landi. Um árabil hefur geisað blóðug borgarastyrjöld í Sýrlandi og enn er óljóst hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun til að mótmæla brottvísun systranna. Dómsmálaráðherra er þar hvattur til að endurskoða mál þeirra og hætta við brottvísunina. Þegar þetta er skrifað hafa á sjöunda hundrað skrifað undir.

Fékk viðurkenningu frá forsetanum

Á verðlaunaafhendingunni í desember veitti Halla Tómasdóttir forseti, verndari verðlaunanna, öllum þeim sem voru tilnefnd til verðlaunanna, þar á meðal Rimu, viðurkenningu. Heimildin sendi nýlega forsetaembættinu fyrirspurn um það hvað forsetanum fyndist um yfirvofandi brottvísun Rimu. 

„Sem kunnugt er hefur forseti ekki tök á því að grípa inn í mál einstaklinga sem eru til meðferðar í kerfinu. Forseti á hinsvegar í virku samtali við fulltrúa stjórnvalda og beitir sér leynt og ljóst fyrir því að mennska og kærleikur séu ávallt höfð að leiðarljósi í okkar samfélagi,“ sagði í svari frá embættinu. 

Rima segir í samtali við Heimildina að hún hafi sjálf haft samband við forsetann. „Ég skrifaði henni bréf og sendi á skrifstofuna hennar. Ég er enn að bíða eftir svari.“

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Andrésdóttir skrifaði
    Þetta gengur ekki. Og svo eru glæpamenn ekki sendir burt
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár