Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ótöldu atkvæðin: Brynjar og Aðalsteinn hefðu getað náð inn

Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði feng­ið fjór­um at­kvæð­um fleiri en Við­reisn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi tækju Brynj­ar Ní­els­son hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Að­al­steinn Leifs­son í Við­reisn sæti á þingi í stað Jóns Pét­urs Zimsen og Gríms Gríms­son­ar. Á ann­an tug utan­kjör­fund­ar­at­kvæða voru ekki tal­in í kjör­dæm­inu.

Ótöldu atkvæðin: Brynjar og Aðalsteinn hefðu getað náð inn

Á bilinu 12 til 15 utankjörfundaatkvæði voru ekki talin í alþingiskosningunum í nóvember. Atkvæðin höfðu borist á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir kosningarnar en ekki verið skilað inn til talningar. Þau voru því ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í Suðvesturkjördæmi. 

Morgunblaðið greinir frá þessu. 

Mjög lítill munur var á fylgi einstakra flokka í kjördæminu þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Hin ótöldu atkvæði hefðu því getað haft áhrif á hvernig uppbótarþingsætum var úthlutað. 

Brynjar og Aðalsteinn inni en Grímur og Jón Pétur úti

Enn er ekki ljóst hvernig týndu atkvæðin dreifast á flokka en mjög margar mismunandi sviðsmyndir mætti reikna út giski menn á það hvernig þau féllu. Á vefsvæði landskjörstjórnar má reikna út hvaða áhrif breyttur atkvæðafjöldi hefði á útdeilingu þingsæta, bæði kjördæmakjörinna fulltrúa og jöfnunarmanna.

Þar má sjá að svo lítið sem fjögur atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi gætu haft áhrif á úthlutun …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Það er umhugsunarefni að svo virðist sem við Íslendingar séum ekki fær um framkvæmd kosninga til Alþingis skammlaust.
    1
  • Kristján Sveinbjörnsson skrifaði
    Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum voru atkvæðin 25 sem döguðu uppi í Kópavogi. Þá döguðu önnur 17 utankjörfundaratkvæði uppi hjá yfirkjörstjórn SV kjördæmis. Þá eru ótalin 89 ágreinings-atkvæði í sama kjördæmi sem ekki er búið að úrskurða um en það gera alþingismenn sjálfir eftir að þing kemur saman. Þá liggur fyrir krafa um endurtalningu en engin ákvæði eru í kosningalögum um endurtalningu svo geðþóttaákvörðun ræður hvort talið er aftur eða ekki.
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Þetta er eins og þar áður. Og núna eins og áður voru kosningalög brotin. Og ef maður miðar við ákvörðun Hæstaréttar til kosningar til stjórnlagaþings 2010 þá voru miklu fleiri brot núna og síðast, sambærileg við þau sem voru ákvörðuð ógild 2010.
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Úrlausn um hvort ógilda skuli kosningar fer ekki eftir fjölda meintra brota á kosningalögum heldur hvort ágallar hafi verið til þess fallnir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Með öðrum orðum er alveg sama hversu margir ágallar eru, ef þeir eru ekki til þess fallnir að hafa áhrif á niðurstöðurnar leiðir það ekki til ógildingar kosninga. Aftur á móti getur einn ágalli dugað til ógildingar ef hann er til þess fallinn að hafa áhrif á niðurstöðurnar.
      0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Hvað er í gangi? Er Trump að stjórna kosningum hér á landi? Af hverju liggja utankjörfundaratkvæði í umslagi í Kópavogi? Er svona á fleiri stöðum? Ég hefði haldið í fávisku minni að utankjörfundaratkvæði færi í þar til gerðar kassa sem svo væri innsiglaður á staðnum. Þurfa Íslendingar hjálp og eftirlit frá Evrópu til að halda kosningar sem eru kórréttar?
    0
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Klúður við meðferð utankjörfundaratkvæða er reyndar meðal helstu atriða sem Trump hefur gagnrýnt við kosningar vesthanhafs. Hann bar ekki ábyrgð á framkvæmd þeirra.
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að vita hvers vegna þessi atkvæði voru send í pósti á bæjarskrifstofu Kópavogs eða hver sendi þau þangað.
    0
    • Anna Óskarsdóttir skrifaði
      Það segir sig sjálft. Þetta eru utanjörstaðaratkvæði sem eðlilega berast með pósti. og getur hver sem kaus utankjörstaðar tékkað á því hvort hann hafi verið skráður kjósandi
      1
    • Steinþór Primel Einarsson skrifaði
      Atkvæði greidd í Marseille, vandlega tekið fram að ætti að senda á Bæjarskrifstofurnar í Kópavogi sem og var gert í góðri trú um að það væri fullkomlega öruggt, en því miður Kópavogur klikkaði..............
      3
    • Kristján Sveinbjörnsson skrifaði
      Athyglisvert er að skýringar Kópavogsbæjar eru á skjön við lýsingu Landskjörstjórnar á málsatvikum samanber greinargerð. Pósturinn er sagður hafa sent ábendingu til Landskjörstjórnar eftir að hafa fengið í hendurnar frá Bæjarskrifstofum Kópavogs 25 atkvæðaseðla á mánudegi eftir kosningar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár