Á bilinu 12 til 15 utankjörfundaatkvæði voru ekki talin í alþingiskosningunum í nóvember. Atkvæðin höfðu borist á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir kosningarnar en ekki verið skilað inn til talningar. Þau voru því ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í Suðvesturkjördæmi.
Morgunblaðið greinir frá þessu.
Mjög lítill munur var á fylgi einstakra flokka í kjördæminu þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Hin ótöldu atkvæði hefðu því getað haft áhrif á hvernig uppbótarþingsætum var úthlutað.
Brynjar og Aðalsteinn inni en Grímur og Jón Pétur úti
Enn er ekki ljóst hvernig týndu atkvæðin dreifast á flokka en mjög margar mismunandi sviðsmyndir mætti reikna út giski menn á það hvernig þau féllu. Á vefsvæði landskjörstjórnar má reikna út hvaða áhrif breyttur atkvæðafjöldi hefði á útdeilingu þingsæta, bæði kjördæmakjörinna fulltrúa og jöfnunarmanna.
Þar má sjá að svo lítið sem fjögur atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi gætu haft áhrif á úthlutun …
Athugasemdir (7)