Miðað við steinaldarstig Dorset-fólksins sem fyrir var má segja að Inúítarnir sem nú mættu til leiks, Thule-fólkið sem kallað hefur verið, það hafi verið nánast á geimferðastigi. Þeir notuðu hundasleða, kajaka og hina svokölluðu „kvennabáta“ eða umiaqa, en Dorset-fólkið átti ekkert af þessu. Það hafði svamlað yfir sjó á frumstæðum flekum eða skinnkænum eða hreinlega látið sig reka á ísjökum.
Það er líka óhætt að segja að Thule-fólkið eða Inúítarnir hafi farið á mikilli ferð eftir norðurströndum Alaska og Kanada. Þeir fóru yfir Beringssund um árið 1000 – skömmu eftir að norrænir menn settust að til langframa á Grænlandi og fóru svo fljótlega að þreifa fyrir sér í Norður-Ameríku – og aðeins 200 árum síðar voru þeir komnir að Nares-sundi milli Ellesmere-eyjar og Grænlands.
Eftir norðurströndinni eru þetta nærri tíu þúsund kílómetrar og því má segja að Inúítar hafi flutt sig 50 kílómetra í austurátt á hverju einasta ári. Það …
Athugasemdir