Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lár­us M. K. Ólafs­son mun á næstu dög­um hefja störf sem að­stoð­ar­mað­ur Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra. Hann hef­ur starf­að sem sér­fræð­ing­ur á sviði orku- og um­hverf­is­mála hjá Sam­tök­um iðn­að­ar­ins frá ár­inu 2019.

Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lögfræðingurinn Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann hefur frá árinu 2019 starfað sem sérfræðingur á sviði orku- og umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins og mun taka til starfa á næstu dögum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Lárus var árin 2008-2011 yfirlögfræðingur Orkustofnunar og staðgengill orkumálastjóra. Hann hefur einnig starfað sem lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Þá starfaði hann sem lögfræðingur á skrifstofu orkumála hjá iðnaðarráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu á árunum 2005-2008.

Lárus hefur einnig sinnt kennslu á sviði umhverfis- og auðlindaréttar við Háskóla Íslands. Frá árinu 2024 hefur hann verið formaður norræna umhverfismerkisins Svansins á Íslandi og hann hefur verið varaformaður í stjórn Úrvinnslusjóðs frá 2012.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár