Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lár­us M. K. Ólafs­son mun á næstu dög­um hefja störf sem að­stoð­ar­mað­ur Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra. Hann hef­ur starf­að sem sér­fræð­ing­ur á sviði orku- og um­hverf­is­mála hjá Sam­tök­um iðn­að­ar­ins frá ár­inu 2019.

Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lögfræðingurinn Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann hefur frá árinu 2019 starfað sem sérfræðingur á sviði orku- og umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins og mun taka til starfa á næstu dögum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Lárus var árin 2008-2011 yfirlögfræðingur Orkustofnunar og staðgengill orkumálastjóra. Hann hefur einnig starfað sem lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Þá starfaði hann sem lögfræðingur á skrifstofu orkumála hjá iðnaðarráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu á árunum 2005-2008.

Lárus hefur einnig sinnt kennslu á sviði umhverfis- og auðlindaréttar við Háskóla Íslands. Frá árinu 2024 hefur hann verið formaður norræna umhverfismerkisins Svansins á Íslandi og hann hefur verið varaformaður í stjórn Úrvinnslusjóðs frá 2012.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár