Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lár­us M. K. Ólafs­son mun á næstu dög­um hefja störf sem að­stoð­ar­mað­ur Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra. Hann hef­ur starf­að sem sér­fræð­ing­ur á sviði orku- og um­hverf­is­mála hjá Sam­tök­um iðn­að­ar­ins frá ár­inu 2019.

Fer frá Samtökum iðnaðarins til umhverfisráðherra

Lögfræðingurinn Lárus M. K. Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann hefur frá árinu 2019 starfað sem sérfræðingur á sviði orku- og umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins og mun taka til starfa á næstu dögum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Lárus var árin 2008-2011 yfirlögfræðingur Orkustofnunar og staðgengill orkumálastjóra. Hann hefur einnig starfað sem lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Þá starfaði hann sem lögfræðingur á skrifstofu orkumála hjá iðnaðarráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu á árunum 2005-2008.

Lárus hefur einnig sinnt kennslu á sviði umhverfis- og auðlindaréttar við Háskóla Íslands. Frá árinu 2024 hefur hann verið formaður norræna umhverfismerkisins Svansins á Íslandi og hann hefur verið varaformaður í stjórn Úrvinnslusjóðs frá 2012.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár