Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Running Tide ekki lengur til á Íslandi

Eig­end­ur einka­hluta­fé­lags­ins ut­an um Runn­ing Tide hafa slit­ið fé­lag­inu. Rekstri þess var hætt í sum­ar. Í júní fjall­aði Heim­ild­in ít­ar­lega um starf­sem­ina og gagn­rýni vís­inda­manna á hana.

Running Tide ekki lengur til á Íslandi
Áfram veginn Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, segist ætla að halda starfsemi Running Tide áfram í Bandaríkjunum. Bandaríska félagið Running Tide Technologies var eigandi íslenska félagsins sem nú hefur verið slitið. Mynd: Golli / Sigurjón Ragnar

Eigendur Running Tide slitu einkahlutafélaginu um starfsemi þess á fundi 3. desember síðastliðinn. Starfsemi félagsins hafði legið í dvala eftir að henni var í raun hætt síðasta sumar. Heimildin fjallaði ítarlega um starfsemina og gagnrýni vísindamanna á hana í júní á síðasta ári. 

Tilkynning um félagaslitin birtist í Lögbirtingarblaðinu en RÚV greindi fyrst frá í morgun. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin á hluthafafundi en samkvæmt síðasta birta ársreikningi var einn hluthafi í íslenska félaginu, bandaríska félagið Running Tide Technologies, Inc. 

Ekki er víst að þetta þýði endalok verkefnisins, þar sem bandaríska móðurfélagið virðist enn starfandi.

Í september sagði Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, við Canary Media, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um umhverfismál, að hann hafi keypt það sem eftir stóð af félaginu af fjárfestum og að starfsemin myndi halda áfram með fjórum starfsmönnum í Portland í Bandaríkjunum. Það væri þó ekki ljóst hvaða leiðir yrðu farnar til að ná fram markmiði fyrirtækisins um kolefnisförgun. 

Vefsíða fyrirtækisins er þó ekki lengur aðgengileg. 

Samkvæmt áðurnefndum ársreikningi má sjá að töluverður hagnaður var af rekstri Running Tide á Íslandi. Árið 2023 skilaði fyrirtækið 174 milljóna króna hagnaði, eftir tæplega 3 milljóna tap árið áður. Ekki liggur fyrir ársreikningur fyrir síðasta ár. 

Á meðan starfsemi Running Tide stóð seldi fyrirtækið kolefniseiningar til stórfyrirtækja eins og Microsoft og Shopify, þrátt fyrir skort á sannprófun á bindingunni.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Lukkuriddaranir sem plötuðu m.a. Microsoft til að kaupa kolefniseiningar af sér með hjálp íslenskra stjórnvalda höfðu nokkuð upp úr krafsinu. "Árið 2023 skilaði fyrirtækið 174 milljóna króna hagnaði.." Bill Gates er örugglega ekki að fara á hausinn vegna þessara smáaura sem hins vegar skaða orðspor íslenskra stjórnvalda.
    0
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Running tide has run its course og við pöpullinn sitjum uppi með skaðann eins og vanalega.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Skrifiði nöfn ráðherrana , sem veittu þessu fyrirtæki heimild til að henda rusli í sjóinn ? Það er nefnilega að koma í ljós að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar gerðu ekkert fyrir íslenskt samfélag, en hvers vegna ?
    7
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Voru það ekki Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
      Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Benediktsson?

      Sjá grein Roberts Magnus "Sölumaður ber að dyrum" í Heimildinni 1. júlí 2024.
      9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu