Running Tide ekki lengur til á Íslandi

Eig­end­ur einka­hluta­fé­lags­ins ut­an um Runn­ing Tide hafa slit­ið fé­lag­inu. Rekstri þess var hætt í sum­ar. Í júní fjall­aði Heim­ild­in ít­ar­lega um starf­sem­ina og gagn­rýni vís­inda­manna á hana.

Running Tide ekki lengur til á Íslandi
Áfram veginn Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, segist ætla að halda starfsemi Running Tide áfram í Bandaríkjunum. Bandaríska félagið Running Tide Technologies var eigandi íslenska félagsins sem nú hefur verið slitið. Mynd: Golli / Sigurjón Ragnar

Eigendur Running Tide slitu einkahlutafélaginu um starfsemi þess á fundi 3. desember síðastliðinn. Starfsemi félagsins hafði legið í dvala eftir að henni var í raun hætt síðasta sumar. Heimildin fjallaði ítarlega um starfsemina og gagnrýni vísindamanna á hana í júní á síðasta ári. 

Tilkynning um félagaslitin birtist í Lögbirtingarblaðinu en RÚV greindi fyrst frá í morgun. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin á hluthafafundi en samkvæmt síðasta birta ársreikningi var einn hluthafi í íslenska félaginu, bandaríska félagið Running Tide Technologies, Inc. 

Ekki er víst að þetta þýði endalok verkefnisins, þar sem bandaríska móðurfélagið virðist enn starfandi.

Í september sagði Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, við Canary Media, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um umhverfismál, að hann hafi keypt það sem eftir stóð af félaginu af fjárfestum og að starfsemin myndi halda áfram með fjórum starfsmönnum í Portland í Bandaríkjunum. Það væri þó ekki ljóst hvaða leiðir yrðu farnar til að ná fram markmiði fyrirtækisins um kolefnisförgun. 

Vefsíða fyrirtækisins er þó ekki lengur aðgengileg. 

Samkvæmt áðurnefndum ársreikningi má sjá að töluverður hagnaður var af rekstri Running Tide á Íslandi. Árið 2023 skilaði fyrirtækið 174 milljóna króna hagnaði, eftir tæplega 3 milljóna tap árið áður. Ekki liggur fyrir ársreikningur fyrir síðasta ár. 

Á meðan starfsemi Running Tide stóð seldi fyrirtækið kolefniseiningar til stórfyrirtækja eins og Microsoft og Shopify, þrátt fyrir skort á sannprófun á bindingunni.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Lukkuriddaranir sem plötuðu m.a. Microsoft til að kaupa kolefniseiningar af sér með hjálp íslenskra stjórnvalda höfðu nokkuð upp úr krafsinu. "Árið 2023 skilaði fyrirtækið 174 milljóna króna hagnaði.." Bill Gates er örugglega ekki að fara á hausinn vegna þessara smáaura sem hins vegar skaða orðspor íslenskra stjórnvalda.
    0
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Running tide has run its course og við pöpullinn sitjum uppi með skaðann eins og vanalega.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Skrifiði nöfn ráðherrana , sem veittu þessu fyrirtæki heimild til að henda rusli í sjóinn ? Það er nefnilega að koma í ljós að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar gerðu ekkert fyrir íslenskt samfélag, en hvers vegna ?
    7
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Voru það ekki Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
      Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Benediktsson?

      Sjá grein Roberts Magnus "Sölumaður ber að dyrum" í Heimildinni 1. júlí 2024.
      9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár