Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Running Tide ekki lengur til á Íslandi

Eig­end­ur einka­hluta­fé­lags­ins ut­an um Runn­ing Tide hafa slit­ið fé­lag­inu. Rekstri þess var hætt í sum­ar. Í júní fjall­aði Heim­ild­in ít­ar­lega um starf­sem­ina og gagn­rýni vís­inda­manna á hana.

Running Tide ekki lengur til á Íslandi
Áfram veginn Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, segist ætla að halda starfsemi Running Tide áfram í Bandaríkjunum. Bandaríska félagið Running Tide Technologies var eigandi íslenska félagsins sem nú hefur verið slitið. Mynd: Golli / Sigurjón Ragnar

Eigendur Running Tide slitu einkahlutafélaginu um starfsemi þess á fundi 3. desember síðastliðinn. Starfsemi félagsins hafði legið í dvala eftir að henni var í raun hætt síðasta sumar. Heimildin fjallaði ítarlega um starfsemina og gagnrýni vísindamanna á hana í júní á síðasta ári. 

Tilkynning um félagaslitin birtist í Lögbirtingarblaðinu en RÚV greindi fyrst frá í morgun. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin á hluthafafundi en samkvæmt síðasta birta ársreikningi var einn hluthafi í íslenska félaginu, bandaríska félagið Running Tide Technologies, Inc. 

Ekki er víst að þetta þýði endalok verkefnisins, þar sem bandaríska móðurfélagið virðist enn starfandi.

Í september sagði Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, við Canary Media, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um umhverfismál, að hann hafi keypt það sem eftir stóð af félaginu af fjárfestum og að starfsemin myndi halda áfram með fjórum starfsmönnum í Portland í Bandaríkjunum. Það væri þó ekki ljóst hvaða leiðir yrðu farnar til að ná fram markmiði fyrirtækisins um kolefnisförgun. 

Vefsíða fyrirtækisins er þó ekki lengur aðgengileg. 

Samkvæmt áðurnefndum ársreikningi má sjá að töluverður hagnaður var af rekstri Running Tide á Íslandi. Árið 2023 skilaði fyrirtækið 174 milljóna króna hagnaði, eftir tæplega 3 milljóna tap árið áður. Ekki liggur fyrir ársreikningur fyrir síðasta ár. 

Á meðan starfsemi Running Tide stóð seldi fyrirtækið kolefniseiningar til stórfyrirtækja eins og Microsoft og Shopify, þrátt fyrir skort á sannprófun á bindingunni.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Lukkuriddaranir sem plötuðu m.a. Microsoft til að kaupa kolefniseiningar af sér með hjálp íslenskra stjórnvalda höfðu nokkuð upp úr krafsinu. "Árið 2023 skilaði fyrirtækið 174 milljóna króna hagnaði.." Bill Gates er örugglega ekki að fara á hausinn vegna þessara smáaura sem hins vegar skaða orðspor íslenskra stjórnvalda.
    0
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Running tide has run its course og við pöpullinn sitjum uppi með skaðann eins og vanalega.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Skrifiði nöfn ráðherrana , sem veittu þessu fyrirtæki heimild til að henda rusli í sjóinn ? Það er nefnilega að koma í ljós að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar gerðu ekkert fyrir íslenskt samfélag, en hvers vegna ?
    7
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Voru það ekki Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
      Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Benediktsson?

      Sjá grein Roberts Magnus "Sölumaður ber að dyrum" í Heimildinni 1. júlí 2024.
      9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár