Running Tide ekki lengur til á Íslandi

Eig­end­ur einka­hluta­fé­lags­ins ut­an um Runn­ing Tide hafa slit­ið fé­lag­inu. Rekstri þess var hætt í sum­ar. Í júní fjall­aði Heim­ild­in ít­ar­lega um starf­sem­ina og gagn­rýni vís­inda­manna á hana.

Running Tide ekki lengur til á Íslandi
Áfram veginn Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, segist ætla að halda starfsemi Running Tide áfram í Bandaríkjunum. Bandaríska félagið Running Tide Technologies var eigandi íslenska félagsins sem nú hefur verið slitið. Mynd: Golli / Sigurjón Ragnar

Eigendur Running Tide slitu einkahlutafélaginu um starfsemi þess á fundi 3. desember síðastliðinn. Starfsemi félagsins hafði legið í dvala eftir að henni var í raun hætt síðasta sumar. Heimildin fjallaði ítarlega um starfsemina og gagnrýni vísindamanna á hana í júní á síðasta ári. 

Tilkynning um félagaslitin birtist í Lögbirtingarblaðinu en RÚV greindi fyrst frá í morgun. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin á hluthafafundi en samkvæmt síðasta birta ársreikningi var einn hluthafi í íslenska félaginu, bandaríska félagið Running Tide Technologies, Inc. 

Ekki er víst að þetta þýði endalok verkefnisins, þar sem bandaríska móðurfélagið virðist enn starfandi.

Í september sagði Marty Odlin, stofnandi og forstjóri Running Tide, við Canary Media, vefsíðu sem sérhæfir sig í umfjöllun um umhverfismál, að hann hafi keypt það sem eftir stóð af félaginu af fjárfestum og að starfsemin myndi halda áfram með fjórum starfsmönnum í Portland í Bandaríkjunum. Það væri þó ekki ljóst hvaða leiðir yrðu farnar til að ná fram markmiði fyrirtækisins um kolefnisförgun. 

Vefsíða fyrirtækisins er þó ekki lengur aðgengileg. 

Samkvæmt áðurnefndum ársreikningi má sjá að töluverður hagnaður var af rekstri Running Tide á Íslandi. Árið 2023 skilaði fyrirtækið 174 milljóna króna hagnaði, eftir tæplega 3 milljóna tap árið áður. Ekki liggur fyrir ársreikningur fyrir síðasta ár. 

Á meðan starfsemi Running Tide stóð seldi fyrirtækið kolefniseiningar til stórfyrirtækja eins og Microsoft og Shopify, þrátt fyrir skort á sannprófun á bindingunni.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Running tide has run its course og við pöpullinn sitjum uppi með skaðann eins og vanalega.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Skrifiði nöfn ráðherrana , sem veittu þessu fyrirtæki heimild til að henda rusli í sjóinn ? Það er nefnilega að koma í ljós að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar gerðu ekkert fyrir íslenskt samfélag, en hvers vegna ?
    6
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Voru það ekki Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,
      Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Benediktsson?

      Sjá grein Roberts Magnus "Sölumaður ber að dyrum" í Heimildinni 1. júlí 2024.
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu