Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar

Reyk­vík­ing­ar, há­skóla­borg­ar­ar, kon­ur, ungt fólk og stuðn­ings­menn flokka sem eru ekki á þingi og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru þeir hóp­ar í sam­fé­lag­inu sem helst vilja banna hval­veið­ar með lög­um. Ný könn­un um veið­arn­ar sýn­ir að meiri­hluti lands­manna var óánægð­ur með að Bjarni Bene­dikts­son veitti Hval hf. leyfi til lang­reyða­veiða á síð­ustu dög­um valda­tíð­ar sinn­ar.

Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar
Hvalveiðar Frá hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Rúm 39 prósent landsmanna eru mjög óánægð með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að gefa út leyfi til veiða á langreyðum næstu fimm árin. Til viðbótar segjast 11,5 prósent vera fremur óánægð með ákvörðunina og því eru samtals um 51 prósent landsmanna óánægð með útgáfu hvalveiðileyfanna.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu, sem gerð var að beiðni Náttúruverndarsamtaka Íslands og Dýraverndunarsambandi Íslands dagana 12.-19. desember.

Tæp 25 prósent segjast mjög ánægð með ákvörðun Bjarna og rúm 10 prósent fremur ánægð og því eru 35 prósent landsmanna ánægð með ákvörðun Bjarna, sem hann gat tekið sökum þess að matvælaráðuneytið færðist í hans hendur eftir að Vinstri græn kusu að taka ekki sæti í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki fram að kosningum.

Rúm 44 prósent vilja banna hvalveiðar með lögum 

Í könnuninni var ekki einungis spurt um ákvörðun Bjarna heldur einnig um hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að banna hvalveiðar með lögum. Fleiri sögðust hlynnt hvalveiðibanni en voru því andvíg, en mjótt er á munum.

NiðurstöðurMaskína framkvæmdi þessa könnun dagana 12.-19. desember og voru svarendur 2.082 talsins.

Alls eru rúm 44 prósent hlynnt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum, en 39 prósent eru því andvíg. Um 17 prósent þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust í meðallagi hlynnt eða andvíg því að banna hvalveiðar með lögum.

Konur mun andsnúnari hvalveiðum en karlar

Þegar horft er á niðurbrot könnunarinnar má sjá mismunandi afstöðu ólíkra hópa til hvalveiða. Þannig eru til dæmis 53 prósent kvenna hlynntar því að banna hvalveiðar með lögum, en einungis 36 prósent karla. 48 prósent karla eru andvígir hvalveiðibanni, en einungis 29 prósent kvenna. 

Aldurshópar á ólíkum meiði

Afstaðan til hvalveiða er mjög breytileg eftir aldurshópum. Yngsta fólkið er andsnúnast veiðunum, en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára eru hlynnt því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum. Hið sama á einungis við um 33 prósent þeirra sem eru 60 ára og eldri. 

Í elsta hópnum eru hins vegar 54 prósent andvíg hvalveiðibanni, en hlutfallið er einungis 25 prósent í yngsta hópnum. Stigvaxandi andstaða er við hvalveiðibann eftir því sem eldri hóparnir eru.

Meirihluti fyrir hvalveiðibanni í Reykjavík en hvergi annarsstaðar

Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Í Reykjavík segjast 58 prósent svarenda vera hlynnt hvalveiðibanni með lögum og því nokkuð rúmur meirihluti fyrir slíku banni á meðal íbúa höfuðborgarinnar. Einungis 28 prósent borgarbúa eru andvíg hvalveiðibanni, samkvæmt niðurstöðum Maskínu. 

Næst mestur eru stuðningurinn við hvalveiðibann í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, en þar eru alls 44 prósent fylgjandi hvalveiðibanni og 40 prósent andsnúin því. 

Í landsbyggðunum er hins vegar mikil andstaða við hvalveiðibann, mest á Austurlandi þar sem um 56 prósent svarenda eru andsnúin banni, en hlutfallið er um og yfir 50 prósent á öðrum landssvæðum, samkvæmt könnun Maskínu. 

Háskólaborgarar vilja helst banna hvalveiðar

Þegar horft er til menntunarstigs svarenda sést að þau sem eru með háskólapróf skera sig frá öðrum hópum. Um 57 prósent þeirra sem eru með háskólapróf er hlynnt hvalveiðibanni en um 28 prósent þeirra á móti. 

Í þeim hópi sem hefur framhaldsskólapróf eða iðnmenntun eru 35 prósent hlynnt hvalveiðibanni en 48 prósent andvíg hvalveiðibanni og hlutfallið er svipað í hópi þeirra sem hafa grunnskólapróf.

Stuðningsmenn flokka utan þings helst á móti hvalveiðum

Lítill munur er á afstöðu hópa til hvalveiðibanns þegar horft er til heimilistekna, en hinsvegar er breytileikinn mjög mikill þegar horft til stjórnmálaskoðana. Athygli vekur að þegar horft er á stuðning við flokka í samhengi við afstöðu til hvalveiðibanns sést að andstaðan við hvalveiðar er mest í þeim hópum sem segja að þeir myndu kjósa flokka sem náðu ekki kjöri á þing í kosningunum í byrjun desember.

StjórnmálaskoðanirSpurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) því að banna hvalveiðar með lögum?

Þannig segjast um eða yfir 80 prósent stuðningsmanna Pírata og Vinstri grænna hlynnt hvalveiðibanni og um 65 prósent þeirra sem segja að þau myndu kjósa Sósíalistaflokkinn. Það er raunar nánast sama hlutfall og hjá flokki forsætisráðherra, en um 66 prósent stuðningsfólks Samfylkingar segist hlynnt hvalveiðibanni. 

Einnig er meirihluti fyrir slíku banni meðal stuðningsfólks Viðreisnar, en 53 prósent þeirra segjast hlynnt hvalveiðibanni. Hjá þriðja ríkisstjórnarflokknum, Flokki fólksins, er andstaðan við hvalveiðibann hinsvegar meiri en um 44 prósent kjósenda Ingu Sæland segjast andvíg hvalveiðibanni, á meðan að 30 prósent þeirra eru hlynnt því. 

Andstaða er við hvalveiðibann hjá fylgismönnum allra þriggja stjórnarandstöðuflokkanna. Tæp 60 prósent framsóknarmanna, 75 prósent miðflokksmanna og 72 prósent sjálfstæðismanna eru andvíg því að hvalveiðar verði bannaðar með lögum á Íslandi.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár