Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Merkustu forsögulegu fréttir ársins: Hvenær voru samfarir okkar og Neanderdalsmanna nánastar?

Sí­fellt ber­ast nýj­ar frétt­ir af hátt­um og sögu manns­ins á for­sögu­leg­um tím­um. Ný frétt sem lýt­ur að sam­skipt­um okk­ar við frænd­fólk okk­ar Ne­and­er­dals­fólk­ið hlýt­ur að telj­ast með­al hinna merk­ustu ár­ið 2024

Merkustu forsögulegu fréttir ársins: Hvenær voru samfarir okkar og Neanderdalsmanna nánastar?
Líkamsleifar þessarar konu fundust 1950 í Zlatý Kun í Tékklandi. Í erfðamengi hennar er nærri 2 prósent runnið frá Neanderdalsmönnum. Þessi ágæta kona á ekki afkomendur á lífi en náið skyldfólk hennar er hins vegar enn á dögum, þar á meðal nærri áreiðanlega bæði ég og þú.

Á undanförnum árum hefur ekki skort fréttir af nýjum rannsóknum á forsögu og fortíð mannsins. Af fréttum ársins 2024 af þessu sviði skal nú nefnd sú merkasta, nýjasta og á sinn hátt óvæntasta.

Vísindamenn hafa nefnilega nú nýlega rakið með nákvæmum genarannsóknum hvenær sú blöndun okkar (það er að segja nútímamannsins homo sapiens) og Neanderdalsmanna átti sér stað sem olli því að í genum allra jarðarbúa — nema þeirra sem eru eingöngu af afrískum uppruna — eru 1-2 prósent okkar genamengis komin frá Neanderdalsmönnum.

Frumstæð útgáfa af okkur?!

Nokkur ár eru síðan fréttir af þessu bárust fyrst út og þá brá sumum í brún, helst þeim sem voru vön þeirri hefðbundnu mynd af Neanderdalsmönnum sem hefur verið við lýði allt frá því á 19. öld. Í henni fólst að Neanderdalsmenn hafi verið eins konar frumstæð útgáfa af okkur og það sé því einhvers konar ljóður á ráði okkar homo sapiens að við skyldum hafa átt mök við og blandast Neanderdalsmönnum.

Nú er raunar fyrir alllöngu komið í ljós að sú mynd af Neanderdalsmönnum er röng. Þeir komu fram á sjónarsviðið í Evrópu fyrir um 300 árum, afkomendur homo heidelbergensis (sem aftur var afkomandi homo erectus). Um svipað leyti eða örlitlu síðar varð homo sapiens svo til í Afríku og var líka afkomandi homo heidelbergensis.

1-2 prósent genamengis okkar frá Neanderdal

Báðar tegundirnar, homo neanderthalensisoghomo sapiens, lifðu svo ósköp svipuðu lífi í 250 þúsund ár eða þar um bil. Það var ekki fyrr en rétt í lokin á því tímabili sem homo sapiens tók svo stórt stökk fram á við á þróunarbrautinni að hann fór að skyggja vitsmunalega á frænda sinn. Orsakir þess eru í raun og veru óþekktar enn en eftir að það gerðist, þá hefur uppgangur homo sapiens eflaust átt mjög stóran þátt í að Neanderdalsmenn dóu út.

En sem sé, komið var í ljós að 1-2 prósent af genamengi okkar var runnið frá blöndun okkar við Neanderdalsmenn fyrir óralöngu. Það gerðist í Evrópu eftir að homo sapiens lagðist í ferðalög frá Afríku, sem er ástæðan fyrir því að gen frá Neanderdalsmönnum er ekki að finna í fólki sem rekur genetískan uppruna sinn eingöngu til Afríku. 

Náin kynni af þriðju gráðu — þrisvar!

Tegundirnar tvær voru svo skyldar að þær áttu eflaust ekki erfitt með að eignast afkvæmni ef viljinn var fyrir hendi. Með genarannsóknum sem eru orðnar svo háþróaðar að þær eru nánast eins og galdrar — svo stuðst sé óbeint við þriðju kennisetningu Clarkes — hafði tekist að þefa uppi að það hefði gerst þrisvar að Neanderdalsmenn og homo sapiens eignuðust afkvæmi saman.

Fyrst fyrir rúmlega 200 þúsund árum, síðan fyrir 120-105 þúsund árum og loks fyrir innan við 60 þúsund árum.

Með þessu er ekki átt við einstaklingar af ættum Neanderdalsmanna og homo sapiens hafi aðeins þrisvar sinnum haft þau mök saman að afkvæmi urðu til, heldur að hópar þessara tveggja tegunda hafi þrisvar sinnum lifað í svo nánu samneyti að þess sáust merki í genamengi tegundanna. Hversu stórir hóparnir voru og hve langan tíma þetta samneyti stóð (örfá ár eða jafnvel margar aldir) það verður með engu móti sagt til um.

Allir fyrri afkomendur blöndunar útdauðir

Nú — þetta var sem sagt sú mynd sem við höfðum fengið áður en 2024 gekk í garð en ný rannsókn sem birt var á árinu færði okkur heim sanninn um að þótt þessi fyrri mynd af samskiptum okkar og homo neanderthalensis sé í stórum dráttum rétt, þá voru það aðeins afkvæmin sem við Neanderdalsmennirnir eignuðust í þriðja og síðasta skiptið sem lifðu af og eiga enn afkomendur á henni Jörð.

Afkomendurnir sem við og Neanderdalsmennirnir eignuðumst fyrst eða fyrir meira en 200 þúsund árum, þeir lifðu ekki af til langframa þótt þeirra sjáist merki í genamengi Neanderdalsmanna.

Heldur ekki afkomendur hinna nánu kynna okkar fyrir 105 ti 120 þúsund árum. Engir afkomendur þeirra homo sapiens sem þar áttu hlut að máli eru nú á dögum.

Við erum afkomendur þriðja hópsins

Við nútímafólkið eru því aðeins afkomendur þriðja og síðasta hópsins sem átti í einhvers staðar hópsexi með Neanderdalsmönnum, ef svo léttúðlega má að orði komast. Og það er skemmra síðan en fyrri niðurstöður höfðu gefið tilefni til að ætla eða „aðeins“ 40 til 45 þúsund ár.

Sem sé bara rétt áður en Neanderdalsmennirnir dóu fremur snögglega út.

Og þá hlýtur sú óþægilega spurning að vakna hvort þessir atburðir tveir séu tengdir.

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
2
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár