Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Stríðsleyfi Stalíns: Af hverju eru tvær Kóreur til?

Kór­eu­rík­in eru í frétt­un­um. Norð­ur-Kórea send­ir her­menn í Úkraínu­stríð­ið, Suð­ur-Kórea er í greip­um póli­tísks of­viðr­is. En hver er saga ríkj­anna?

Stríðsleyfi Stalíns: Af hverju eru tvær Kóreur til?
Ung stúlka í Kóreu reynir að koma litla bróður sínum undan skriðdrekum og stríði. Alltaf er alþýðan fórnarlambið þegar valdsjúkir menn vegast á.

Kóreuríkin tvö hafa verið í sviðsljósinu undanfarið. Norður-kóreskir hermenn eru orðnir fallbyssufóður á vegum Rússa á vígstöðvunum í Kúrsk en það furðulega uppátæki forseta Suður-Kóreu að skella á skammvinnum herlögum hefur hins vegar hleypt öllu upp í loft í syðri hlutanum.

Því er nú rétt að rifja upp í stuttu máli af hverju Kóreuríkin eru tvö og sömuleiðis sögu þeirra fyrsta kastið.

Athyglisvert er að kóresk tunga er alls óskyld bæði kínverskum tungumálum og japönsku. Bæði það og genarannsóknir hafa gefið til kynna að Kóreumenn hafi verið orðnir sérstök þjóð, aðskilin erfðafræðilega og málfræðilega frá helstu nágrönnum, fyrir allt að 15 þúsund árum.

Kvalist undir japanskri stjórn

Nokkru fyrir upphaf tímatals okkar var háþróuð menning risin á Kóreuskaga og hvert ríkið af öðru. Stundum voru þau fleiri en eitt í senn og börðust innbyrðis, stundum fóru þau með hernaði á hendur nágrönnum sínum, einkum í Mansjúríu, en ella þurftu þau að verjast ásælni Kínverja og/eða Japana.

Sú saga öll verður ekki rakin hér en við lok 14. aldar var komið á legg í Kóreu öflugt sameinað ríki sem nefnt hefur verið Joseon. Næstu aldirnar hélt Joseon-ríkið velli en skömmu fyrir aldamótin 1900 voru Japanir farnir að seilast þar mjög til valda. Um þær mundir var mikill völlur á Japönum og þar var hafin mikil iðn- og hernaðarvæðing á vestræna vísu. Gátu Kóreumenn ekki rönd við reist og 1910 innlimuðu Japanir í raun skagann allan í ríki sitt.

Nú voru Japanir um skeið herrar Kóreu og er óhætt að segja að Kóreumenn hafi unað illa hag sínum. Þeir máttu þola mikinn yfirgang, grimmd og arðrán í eigin landi. Allar tilraunir til andófs voru barðar niður af mikilli hörku.

38. breiddarbaugur

Árið 1945 hrundi veldi Japana hins vegar þegar þeir biðu ósigur fyrir Bandaríkjamönnum í síðari heimsstyrjöldinni. Þá ákváðu Bandamenn að bandarískar hersveitir skyldu hertaka Kóreuskagann norður að 38. breiddarbaug en sovéskar hersveitir tækju svæðið þar norður af.

Með tíð og tíma skyldu Kóreumenn sjálfir svo ákveða stjórnarfar sitt og framtíðarskipan mála þótt ekki væri kveðið á um smáatriði í því sambandi.

Tekið skal fram að ekkert sérstakt réði því að miðað var við 38. breiddarbaug annað en að hann skipti skaganum nokkurn veginn í tvennt.

Fram að 1945 hafði sem sé ekki verið neinn menningarlegur, sögulegur eða félagslegur munur á Kóreumönnum eftir því hvort þeir bjuggu í norðrinu eða suðrinu.

Nú er það svo að strax og heimsstyrjöldinni lauk hófst þvílík togstreita milli sigurvegaranna, einkum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, að fljótlega var farið að tala um „kalda stríðið“ millum þeirra. Og nú vildi hvorugur aðili gefa hinum færi á sínum parti Kóreuskagans. Fór svo að árið 1948 stofnuðu Sovétmenn svonefnt alþýðulýðveldi í norðurhlutanum en Bandaríkjamenn lýðveldið Kóreu í syðri hlutanum.

Fanturinn Syngman Rhee

Yfir þessi nýju ríki settu stórveldin sína menn. Þjóðernissinnaður stjórnmálamaður var settur yfir Suður-Kóreu, Syngman Rhee, var hann kallaður á Vesturlöndum, en forseti Norður-Kóreu varð Kim Il-sung.

Syngman Rheevar menntaður í Bandaríkjunum og var á móti kommúnistum. Það dugði til að Truman Bandaríkjaforseti gerði hann að ráðamanni Suður-Kóreu.

Hófst nú mikil persónudýrkun á Kim í norðrinu og látið var í veðri vaka að hann hefði stýrt öflugri andspyrnuhreyfingu gegn Japönum í heimsstyrjöldinni en öll sú hetjusaga mun þó hafa verið mjög ýkt — vægast sagt.

Syngman Rhee var ekki fínni pappír en Kim. Hann hafði að vísu verið á sinn hátt ötull baráttumaður fyrir frelsun Kóreu undan Japan en þegar hann var kominn til valda í Suður-Kóreu var hann ekki lengi að sýna og sanna að hann var fyrst og fremst stjórnlyndur fantur.

Til harðra mótmæla og uppþota kom gegn honum strax 1948 en hann bældi það niður með gríðarlegri hörku og munu tugþúsundir hafa látið lífið.

Bandaríkjamenn létu sér það lynda því þótt Syngman Rhee væri skíthæll var hann klárlega „þeirra skíthæll“ eins og gjarnan var komist að orði í kalda stríðinu. Og hann hafði svarið þess dýran eið að vernda Suður-Kóreu fyrir kommúnismanum.

Kim Il-sung í Norður-Kóreu vildi hins vegar fyrir alla muni sameina alla Kóreu undir sinni stjórn.

Kim nauðar um að fá að fara í stríð

Hann hafði komið sér vel fyrir í norðrinu og um þetta leyti voru lífskjör alþýðunnar í Norður-Kóreu umtalsvert betri en í Suður-Kóreu, og var svo áfram lengi vel.

Kim Il-sungvar viss um að hersveitir hans myndu sigra í því langþráða stríði sem hann hóf í júní 1950.

Um það verður fjallað nánar síðar en Kim Il-sung taldi sig altént hafa ástæðu til að ætla að almenningur í suðrinu tæki því bara vel ef hann yrði frelsaður undan leppstjórn Bandaríkjanna og Syngman Rhee.

Kim nauðaði í Stalín að fá að fara með hernaði gegn Suður-Kóreu en lengi vel bannaði Stalín slíka ævintýramennsku.

Sársaukafull og erfið uppbygging eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar var þá í miðju kafi í Sovétríkjunum.

Þá var Stalín að upplagi varkár maður og taldi lengi vel enga ástæðu til að  efna til átaka út af Kóreu.

Í upphafi árs 1950 hélt Dean Acheson utanríkisráðherra Bandaríkjanna hins vegar örlagaríka ræðu þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkin hefðu myndað eins konar varnarsvæði gegn ágangi kommúnista — en kommúnistar höfðu þá fyrir tæpu hálfu ári náð völdum í Kína líkt og í Sovétríkjunum.

Innan þessa varnarsvæðis voru, að sögn Achesons, bæði Japan og Filippseyjar en hann nefndi ekki Kóreu.

Stalín gefur stríðsleyfi

Af því dró Stalín þá ályktun að Harry Truman Bandaríkjaforseti myndi ekki kveðja út bandarískan her ef Kim Il-sung gerði árás á Suður-Kóreu og féllst því á það á fundi þeirra Kims í Moskvu í apríl 1950 að norður-kóreski herinn réðist suður yfir 38. breiddarbaug.

Norður-kóreski herinn var þegar mjög vel búinn nýjustu hergögnum úr verksmiðjum Sovétríkjanna.

Maó Zedongvildi gera hið nýja ríki kommúnista í Kína gildandi í hópi stórvelda og samþykkti því að hjálpa Kim Il-sung í stríðsbrölti hans.

Af hálfu Stalíns var leyfi Kims til að fara í stríð þó háð því að Kínverjar væru því samþykkir og myndu draga vagn Kims ef á þyrfti að halda.

Sjálfur ætlaði Stalín hins vegar ekki Rauða hernum að taka eiginlegan þátt í hinu yfirvofandi stríði.

Kim Il-sung brunaði nú á brynvarinni járnbrautarlest sinni til Bejing og fékk þar uppáskrift Maó Zedongs formanns fyrir að hefja stríð.

Og þann 25. júní 1950 ræstu hermenn Kim Il-sungs skriðdreka sína og héldu yfir 38. breiddarbaug og hófu þar með Kóreustríðið sem átti eftir að standa í þrjú ár og kosta ógrynni mannslífa.

Og færa mannkynið í fyrsta sinn fram á barm kjarnorkustríðs.

Frá því segir í þessari grein hér.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár