Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Yrði yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins

Verði Kristrún Frosta­dótt­ir næsti for­sæt­is­ráð­herra þeg­ar ný rík­is­stjórn verð­ur mynd­uð um helg­ina verð­ur hún yngsta mann­eskj­an til að gegna embætt­inu frá því að Ís­land öðl­að­ist sjálf­stæði.

Yrði yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins
Kristrún Frostadóttir varð formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Mynd: Golli

Nú keppast fjölmiðlar landsins við að spá fyrir um það hvernig næsta ríkisstjórn landsins muni verða skipuð. Stjórnarsáttmáli milli Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynntur á morgun og ráðherraskipanin einnig. Ríkisráðsfundur mun fara fram og ný ríkisstjórn skipuð á Bessastöðum á sunnudag.

36 ára og sjö mánaða

Bæði Morgunblaðið og Vísir fullyrða að samkvæmt heimildum þeirra verði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, næsti forsætisráðherra. Þá segja miðlarnir að Viðreisn muni fá bæði utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið en Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið.

Gangi þetta eftir mun Kristrún Frostadóttir verða yngsti forsætisráðherrann í sögu lýðveldisins. Hún er fædd 12. maí 1988 og er því 36 ára og sjö mánaða gömul. 

Katrín yngst í afleysingum

En hver var yngsti forsætisráðherrann hingað til? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað, en það veltur á því við hvaða skilgreiningu fólk velur að takmarka sig.

Að því er Heimildin kemst næst er yngsta manneskjan sem hefur sinnt starfi forsætisráðherra, í afleysingum þó, er Katrín Júlíusdóttir. Hún var 36 ára og 11 mánaða þegar hún gegndi embætti forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur haustið 2011. Katrín var þá iðnaðarráðherra og gegndi stöðunni á meðan Jóhanna var í Kaupmannahöfn á fundum í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 

Yngsti eiginlegi forsætisráðherrann frá því að Ísland fékk fullveldi var hins vegar Hermann Jónasson. Hann var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn árin 1934 til 1942 og var 37 ára þegar hann tók við embætti. Þá var fyrirrennari Hermanns, framsóknarmaðurinn og síðar forsetinn Ásgeir Ásgeirsson, nýorðinn 38 ára þegar hann varð forsætis- og fjármálaráðherra sumarið 1932.

Þó er vert að taka fram að fyrir fullveldistímann, þegar Ísland var með heimastjórn, var einn maður yngri en bæði Kristrún og Katrín þegar hann tók við embætti. Einar Arnórsson var aðeins 35 ára og tveggja mánaða árið 1915 þegar hann varð ráðherra Íslands – en hann gegndi embættinu til ársins 1917.

Aðrir ungir forsætisráðherrar:

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (38 ára og 2 mánaða, gegndi 2013-2016)
  • Tryggvi Þórhallsson (38 ára og 6 mánaða, gengdi 1927-1932)
  • Sigurður Eggerz (39 ára og 3 mánaða, ráðherra Íslands 1914-1915)
  • Þorsteinn Pálsson (39 ára og 7 mánaða, gegndi 1987-1988)

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár