Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Yrði yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins

Verði Kristrún Frosta­dótt­ir næsti for­sæt­is­ráð­herra þeg­ar ný rík­is­stjórn verð­ur mynd­uð um helg­ina verð­ur hún yngsta mann­eskj­an til að gegna embætt­inu frá því að Ís­land öðl­að­ist sjálf­stæði.

Yrði yngsti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins
Kristrún Frostadóttir varð formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Mynd: Golli

Nú keppast fjölmiðlar landsins við að spá fyrir um það hvernig næsta ríkisstjórn landsins muni verða skipuð. Stjórnarsáttmáli milli Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynntur á morgun og ráðherraskipanin einnig. Ríkisráðsfundur mun fara fram og ný ríkisstjórn skipuð á Bessastöðum á sunnudag.

36 ára og sjö mánaða

Bæði Morgunblaðið og Vísir fullyrða að samkvæmt heimildum þeirra verði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, næsti forsætisráðherra. Þá segja miðlarnir að Viðreisn muni fá bæði utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið en Flokkur fólksins félagsmálaráðuneytið.

Gangi þetta eftir mun Kristrún Frostadóttir verða yngsti forsætisráðherrann í sögu lýðveldisins. Hún er fædd 12. maí 1988 og er því 36 ára og sjö mánaða gömul. 

Katrín yngst í afleysingum

En hver var yngsti forsætisráðherrann hingað til? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað, en það veltur á því við hvaða skilgreiningu fólk velur að takmarka sig.

Að því er Heimildin kemst næst er yngsta manneskjan sem hefur sinnt starfi forsætisráðherra, í afleysingum þó, er Katrín Júlíusdóttir. Hún var 36 ára og 11 mánaða þegar hún gegndi embætti forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu Sigurðardóttur haustið 2011. Katrín var þá iðnaðarráðherra og gegndi stöðunni á meðan Jóhanna var í Kaupmannahöfn á fundum í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 

Yngsti eiginlegi forsætisráðherrann frá því að Ísland fékk fullveldi var hins vegar Hermann Jónasson. Hann var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn árin 1934 til 1942 og var 37 ára þegar hann tók við embætti. Þá var fyrirrennari Hermanns, framsóknarmaðurinn og síðar forsetinn Ásgeir Ásgeirsson, nýorðinn 38 ára þegar hann varð forsætis- og fjármálaráðherra sumarið 1932.

Þó er vert að taka fram að fyrir fullveldistímann, þegar Ísland var með heimastjórn, var einn maður yngri en bæði Kristrún og Katrín þegar hann tók við embætti. Einar Arnórsson var aðeins 35 ára og tveggja mánaða árið 1915 þegar hann varð ráðherra Íslands – en hann gegndi embættinu til ársins 1917.

Aðrir ungir forsætisráðherrar:

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (38 ára og 2 mánaða, gegndi 2013-2016)
  • Tryggvi Þórhallsson (38 ára og 6 mánaða, gengdi 1927-1932)
  • Sigurður Eggerz (39 ára og 3 mánaða, ráðherra Íslands 1914-1915)
  • Þorsteinn Pálsson (39 ára og 7 mánaða, gegndi 1987-1988)

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár