Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið

DNA-rann­sókn­ir á jurta- og dýra­leif­um hafa þeg­ar breytt mynd­inni af upp­runa byggð­ar í Fær­eyj­um. Þær virð­ast hafa byggst fyrst langt á und­an Ís­landi. En nú hef­ur rann­sókn á upp­runa Fær­ey­inga líka breytt mynd okk­ar af upp­runa fær­eysku þjóð­ar­inn­ar og skyld­leik­an­um við Ís­lend­inga

Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið
Frá Færeyjum. Þarna býr vissulega frændfólk okkar Íslendinga. En skyldleikinn er ekki eins mikill og talið var.

Hingað til hefur verið talið að genetískur uppruni Íslendinga og Færeyinga sé nánast sá sami enda um nágrannaþjóðir að ræða sem segja má að hafi orðið til á mjög svipuðum tíma.

En nú er komið í ljós að svo er ekki. Íslendingar og Færeyingar eru vissulega áfram frændur en þeir eru þó ekki eins náskyldir og talið hefur verið.

Báðar þjóðirnar eiga svipaðan uppruna í kvenlegg, það er að segja góður hluti kvennanna meðal fyrstu landsnámsmannanna kom frá Bretlandseyjum, þar á meðal Írlandi. Skýringin er augljós. Norrænir menn héldu fyrst til Bretlandseyja og höfðu þaðan með sér konur — nauðugar eða viljugar — þegar þeir settust síðan að hvort heldur í Færeyjum eða á Íslandi.

En uppruni karlanna sem fluttust annars vegar hingað til Íslands og hins vegar til Færeyja er mun ólíkari en álitið var.

Þeir norrænu karlmenn sem settust að á Íslandi voru að yfirgnæfandi meirihluta frá Noregi og meira að segja frekar takmörkuðu svæði í Vestur-Noregi.

Eyðfinn Magnussenvar einn þeirra sem stýrðu rannsókninni.

Þeir sem settust að á Færeyjum höfðu hins vegar mun fjölbreyttari uppruna. Sumir þeirra voru vissulega frá Noregi en allt eins margir komu ýmist frá Danmörku eða Svíþjóð.

Hér má lesa nánar um þá erfðafræðirannsókn sem leitt hefur þetta í ljós.

Einn vísindamannanna sem stýrðu rannsókninni var Eyðfinn Magnussen líffræðingur á Náttúruvísindadeildini í Færeyjum. Hér segir hann frá niðurstöðunum og þykir að vonum merkilegt.

Uni Arge blaðamaður og rithöfundur í Færeyjum segir mér að þessar niðurstöður hafi vakið mikla athygli í eyjunum undanfarna daga og séu umtalaðar.

Raunar hefur verið skrifað um þessar niðurstöður víða um heim, enda hefur athygli umheimsins beinst í töluvert vaxandi mæli að Færeyjum.

Erfðarannsóknir á mönnum, dýrum og plöntum hafa reyndar breytt að ýmsu leyti hugmyndum um upphaf byggðar í Færeyjum. Samkvæmt skrifuðum heimildum, ekki síst Færeyingasögu sem skráð var á Íslandi, byggðust Færeyjar í upphafi 9. aldar frá Noregi, sjónarmun á undan Íslandi.

Fornleifar hafa hingað til ekki gefið annað til kynna en þetta sé í stórum dráttum rétt, þótt fáum hafi blandast hugur um að „papar“ þeir, sem voru í einhverjum mæli á Íslandi fyrir landnám norrænna manna, hafi einnig verið í Færeyjum.

Færeyjar og nágrenni.Hvers vegna litu norrænir menn frá Svíþjóð og Danmörku Færeyjar hýru auga en Ísland ekki? Rétt er að taka skýrt fram á þeim tíma sem hér um ræðir — árin 800-900 — er vart hægt að tala í alvöru um Dani, Norðmenn og Svíar sem aðgreinanlegar „þjóðir“. En eitthvað varð samt til þess að sæfarar frá Svíþjóð og Danmörku vildu setjast að í Færeyjum en síður á Íslandi.

Rannsóknir á jurta- og dýraleifum hafa hins vegar á undanförnum árum leitt í ljós að sennilega námu menn frá Írlandi og/eða Bretlandi land á Færeyjum mun fyrr en talið hefur verið.

Hinir djörfustu vísindamenn, til dæmis Hannes Gislason á Fróðskaparsetri Færeyja, telja jafnvel að menn kunni ef til vill að hafa flutt bygg til Færeyja þegar um árið 50.

Aðrir treysta sér til að nefna árið 300. Kindur hafi svo komið nokkru síðar, ef til vill í einhvers konar nýrri bylgju „papa“ um 500.

Eiginlegar mannvistarleifar frá þessum tíma hafa hins vegar ekki fundist ennþá, svo í bili er talið — sem fyrr — að þessir fyrstu íbúar Færeyja hafi fyrst og fremst verið karlmenn, einsetumenn af einhverju tagi, sem hafi ekki skilið eftir sig afkomendur.

Og húsakostur þeirra verið heldur forgengilegur.

Svo að hin núverandi færeyska þjóð sé í rauninni eftir sem áður komin af norrænum körlum og „keltneskum“ konum þeirra sem flust hafi til eyjanna í byrjun 9. aldar eða altént ekki löngu fyrr.

En eins og Eyðfinn bendir á, þá sýnir hin nýja rannsókn fram á að „færeyskir og íslenskir karlar hafi ekki sama uppruna og þetta er því viðbót við okkar sögu“.

Í bili er ekki gott að segja af hverju sænskir og danskir víkingar (ef við viljum nota það orð) settust glaðbeittir að í Færeyjum en létu Ísland norskum frændum sínum að mestu eftir.

Það er næsta verkefni vísindamanna að finna skýringu á því. Voru Norðmenn einfaldlega svona frekir til fjörsins á Íslandi að aðrir komust ekki að, eða var eitthvað það við Ísland sem Dönum og Svíum leist ekki á?

Kjósa
72
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AI
    Andrés Ingason skrifaði
    Já, vissulega stórmerkilegt að enginn hafi uppgötvað áður að íslenskir Y-litningar séu einstakir og engum líkir.
    Skyldi maður þó ætla að íslenska erfðamengið hafi verið sæmilega rannsakað síðasta aldarfjórðung eða svo, þar með talið með tilliti til uppruna og frændskapar við nágrannaþjóðir.
    Bylting, eða bölvað bull og þvæla, þar liggur efinn.
    0
  • Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Stórmerkileg grein og fróðleg.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár