Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Situr í gamla stólnum hans pabba

Elsu Björgu Magnús­dótt­ur rann blóð­ið til skyld­unn­ar þeg­ar fað­ir henn­ar lést fyr­ir 18 ár­um og flutti heim til Ís­lands. „Ég þurfti á Ís­landi og fjöl­skyld­unni að halda og þau mér.“

Situr í gamla stólnum hans pabba

„Ég er lattelepjandi borgarbúi og stolt af því. Við erum stödd í Koggu, keramikverkstæði og galleríi, sem er búið að vera hér á sama stað í næstum því 40 ár. Ég er dóttir Koggu, Kolbrúnar Björgólfsdóttur, og Magnúsar Kjartanssonar. Pabbi var hérna líka, ég sit í hans gamla stól. Við höldum hans hugverki eins og við getum, hann dó fyrir 18 árum. Svo er systir mín hérna líka, búin að vera í 30 ár. Fjölskyldan er öll hérna en þetta er miklu meira en bara fyrirtæki. Mamma er búin að vera að í 50 ár. 

Ég ólst upp í þessu. Það er eflaust þroskandi og ákveðið menningarlegt uppeldi, mikið af listamönnum og alls kyns skemmtilegu fólki sem var inni á heimilinu. Það var mikið talað um heimsmálin og heimspeki og skeggrætt um allan fjandann. Ég var kannski ótrúlega lítil þegar ég var að taka þátt í fullorðins samtölum og fannst það bara sjálfsagt. Ég man mjög mörg skipti þar sem ég sat með þeim á Mokka kaffi og þá voru listamennirnir allir að reykja vindla, drekka kaffi og ræða list, pólitík og lífið og tilveruna. Ég sat með þeim og fékk vöfflu með rjóma og appelsín. Mér fannst þetta geggjað, ég var oftast eini krakkinn og mér fannst þetta stórkostlegt, ég sá engan mun á mér og þessu listafólki. Mér fannst sjálfsagt að taka þátt í svona samtali um alls kyns hluti sem maður hafði kannski takmarkaðan skilning á þá.

„Það var mikið talað um heimsmálin og heimspeki og skeggrætt um allan fjandann

Svo þegar ég fór í skólann og talaði við jafnaldra þá vissu þau ekkert hvað ég var að tala um, þetta var kannski aðeins öðruvísi heimur heldur en margir aðrir félagar voru í. Ég ólst líka svolítið mikið upp fyrir austan hjá ömmu minni og móðursystur, var send þangað öll sumur. Þegar ég kom heim á haustin og var að tala eins og mér fannst eðlilegt spurði einn strákurinn af hverju ég talaði eins og gömul kona. Það stuðaði mig, en þeim fannst orðaforðinn greinilega svolítið „gammel“. 

Það sem hafði mest áhrif á mig og mitt sjónarhorn er að búa erlendis. Ég lærði heimspeki á Ítalíu og á Bretlandi og hef búið í Hollandi. Mér fannst áhugaverðast að upplifa hvernig annað fólk hefur það. Þegar ég flutti aftur heim fannst mér magnað að átta mig á því hvað við höfum það brjálæðislega gott. Alveg sama hvað maður les í bók eða talar við fólk þá er mesta upplifunin að prófa það sjálfur og þurfa að standa á eigin fótum við nýjar aðstæður. Það er bæði það skemmtilegasta sem ég hef gert og mest þroskandi. 

Ég flutti aftur til Íslands þegar pabbi dó. Mér rann blóðið til skyldunnar. Ég þurfti á Íslandi og fjölskyldunni að halda og þau mér svo ég kom heim og hef verið hér síðan. Ég starfa hér hjá mömmu en ég er heimspekingur, það er mitt fag, ég kenni heimspeki. Svo er ég ljósmyndari.“ 

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár