Það er ákveðin nostalgía fólgin í því að sjá bíómynd eftir Dag Kára. Hverfa inn í lágstemmdan húmor og til tímabilsins þegar fyrsta myndin hans var frumsýnd og áhorfandi skynjaði óvenju sjálfsörugga myndrænu fyrir íslenska mynd; hantering hans á sögum sínum lifir með nostalgískum fingraförum í vitund jafnaldra.
Segja má að hann hafi sem leikstjóri jafnt sem handritshöfundur komið fram með nokkrum trukki. Að minnsta kosti lúrir það þannig í minni áhorfanda sem var uppnuminn eftir Nóa albínóa og horfði á tímabili á myndir hans sem komu út um tíma hver á fætur annarri. Þessar Dags-legu myndir.
Fæðing hans sem leikstjóra var nýr dagur í íslenskri kvikmyndagerð, fæðing sem hófst með Nóa albinóa, en áður hafði hann reyndar gert tvær stuttmyndir. Áhrifanna gætti lengi vel, rétt eins og koma hans í heiminn hafði áhrif þegar pabbi hans, rithöfundurinn Pétur Gunnarsson, skrifaði um hann í ljóðabókinni Splunkunýr dagur.
Og ekki er …
Athugasemdir