Ein skýrasta niðurstaða nýafstaðinna alþingiskosninga var sú að kjósendur höfnuðu ríkisstjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, sem höfðu setið saman í stjórn í sjö ár.
Þar með bætist Ísland á lista sem nær yfir ansi stóran og fjölbreyttan hóp ríkja þar sem sitjandi valdhöfum hefur verið refsað af kjósendum. Á þessu mikla kosningaári, þar sem rúmur helmingur jarðarbúa hefur gengið til kosninga, hafa ríkisstjórnarflokkar víða um heim beðið ósigur í kosningum.
Hlutfall ríkisstjórna sem fengið hafa dræma kosningu á árinu er óvenju hátt. Fréttamiðlar og sérfræðingar víðs vegar að hafa fyrir vikið velt fyrir sér hvort um alþjóðlega þróun sé að ræða. Hafa sumir sérfræðingar og álitsgjafar fullyrt að slakt gengi valdhafa í kosningum eigi rætur að rekja til þrálátrar verðbólgu og hagsveiflna í kjölfar heimsfaraldurs og átaka sem geisa víða um heim.
Athugasemdir