Á hverri vakt á bráðamóttökunni starfa nokkrir sjúkraliðar og þeir vinna náið með læknum, hjúkrunarfræðingum og sérhæfðu starfsfólki bráðamóttökunnar. Jón Ágúst hefur starfað sem sjúkraliði á bráðamóttökunni um nokkurra ára skeið og hann segir að sjúkraliðar þurfi að hafa yfirsýn yfir deildina.
„Við erum náttúrlega augu, eyru og öryggisverðirnir hérna. Við hittum fólk um leið og það mætir – tökum af því lífsmörk og metum það um leið og það kemur og bjóðum það velkomið á bráðamóttökuna,“ segir Jón Ágúst en hann starfar nær eingöngu á næturvöktum.
„Á næturvöktum er það svolítið öðruvísi en á daginn því að mönnunin minnkar og það þýðir að ég þarf að hlaupa í hin ýmsu verk. En aðallega að passa upp á að það sé í lagi með alla og horfa á alla því læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir þurfa meira að sitja í tölvunni og þá höfum við meira rými til þess að vera meira …
Athugasemdir