Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Ég vil frekar vera besti sjúkraliði landsins“

Sjúkra­lið­ar á bráða­mót­töku segja starf­ið gef­andi, þó það sé líka oft erfitt. Ung­ur karl­mað­ur sem starfar þar sem sjúkra­liði seg­ir erf­ið­ast að sjá börn mik­ið veik eða ná­lægt dauð­an­um. 63 ára kona í sama starfi seg­ist vera orð­in þreytt í skrokkn­um en að hún muni ekki hætta fyrr en hún nái 65 ár­um.

„Ég vil frekar vera besti sjúkraliði landsins“
Að störfum Jón Ágúst sjúkraliði, sem sést hér til vinstri, er ávallt nálægt sjúklingum þegar upp koma krefjandi verkefni á bráðamóttökunni. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Á hverri vakt á bráðamóttökunni starfa nokkrir sjúkraliðar og þeir vinna náið með læknum, hjúkrunarfræðingum og sérhæfðu starfsfólki bráðamóttökunnar. Jón Ágúst hefur starfað sem sjúkraliði á bráðamóttökunni um nokkurra ára skeið og hann segir að sjúkraliðar þurfi að hafa yfirsýn yfir deildina.

„Við erum náttúrlega augu, eyru og öryggisverðirnir hérna. Við hittum fólk um leið og það mætir  tökum af því lífsmörk og metum það um leið og það kemur og bjóðum það velkomið á bráðamóttökuna,“ segir Jón Ágúst en hann starfar nær eingöngu á næturvöktum.

„Á næturvöktum er það svolítið öðruvísi en á daginn því að mönnunin minnkar og það þýðir að ég þarf að hlaupa í hin ýmsu verk. En aðallega að passa upp á að það sé í lagi með alla og horfa á alla því læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir þurfa meira að sitja í tölvunni og þá höfum við meira rými til þess að vera meira …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár