Mér fannst ég loksins vera farin að tilheyra hérna. Ég var byrjuð að byggja mér líf og taka meira og meira þátt í samfélaginu. Mér var loksins farið að líða eins og ég væri örugg,“ segir hin 31 árs gamla Rima Charaf Eddine Nasr í samtali við Heimildina.
Rima er flóttamaður frá Sýrlandi og varð á dögunum ein af tíu til að hljóta tilnefningu til framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2024. Viðurkenninguna, sem er veitt af Íslandsdeild alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI, fékk Rima fyrir að hafa verið mjög virk í sjálfboðaliðastarfi – bæði fyrir Rauða krossinn og félagasamtökin Læti! Þar hefur hún meðal annars lagt sitt af mörkum við að aðstoða arabískumælandi börn sem komu mörg hver nýlega frá stríðshrjáðum svæðum.
Vildi gefa aftur til Íslands
Rima skýrir fyrir blaðamanni að hún hafi kennt flóttamönnum ensku í sjálfboðaliðastarfi, en hún hefur lokið gráðu í enskum bókmenntum í Damaskus. Meðan hún var enn …
Athugasemdir (7)