Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
Trúnaðarmenn Eflingar á leið í vinnustaðaheimsóknir á þriðjudag þar sem þeir dreifðu bæklingum þar sem varað var við Virðingu og SVEIT sem eru samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Mynd: Efling

Efling stéttarfélag varar starfsfólk í veitingageiranum við „Virðingu“ sem félagið kallar gervistéttarfélag.

Í tilkynningu frá Eflingu segir að  Virðing sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Efling hefur staðfesta vitneskju um tilvik þar sem starfsfólki hefur verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, í þeim tilgangi að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör.

Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar.

Bæklingar sem trúnaðarmenn Eflingar dreifðu í vinnustaðaheimsóknum á þriðjudag

„SVEIT hefur á liðnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að SVEIT hafi í fyrstu reynt að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.

Í stjórn Virðingar sitja þrír einstaklingar, þar af tveir sem koma beint að rekstri veitingastaða sem eigendur eða stjórnarmenn, en veitingastaðirnir eru á félagaskrá SVEIT.

Efling vísar í kjarasamninga Virðingar við SVEIT sem feli í sér skerðingar á launum og réttindum, og vísar í eftirfarandi dæmi:

  • Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00.

  • Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%.

  • Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%.

  • Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður.

  • Réttur til launa í veikindum er skertur.

A screen shot of a chart

Description automatically generated

Trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnmarkaðinum fóru í gær þriðjudag í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og dreifðu bæklingum þar sem varað var við SVEIT og Virðingu.

Efling hvetur félagsmenn sem hafa verið beðnir að vinna undir gervi-kjarasamningi Virðingar til að hafa samband. Efling muni aðstoða verkafólk óháð því hvort það hafi skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til samning Virðingar og SVEIT. „Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa,“ segir í tilkynningu Eflingar.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu