Hvað eiga skólarnir að heita?

Finna þarf nöfn á tvo skóla í Kópa­vogi. Ann­ar þeirra heit­ir í dag Kárs­nesskóli en skipu­lagi hans verð­ur breytt næsta haust og því nýtt nafn mögu­lega í kort­un­um.

Hvað eiga skólarnir að heita?
Nýr skóli Í nýjum skóla við Skólabraut á Kársnesi verða börn frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla. Mynd: Tölvuteikning

Breytingar verða á skólastarfi í Kársnesi í Kópavogi næsta haust er nýr samrekinn leik- og grunnskóli tekur til starfa. Sá er við götuna Skólagerði. Í honum verða börn á leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla. Í húsnæði Kársnesskóla við götuna Vallagerði verða nemendur í 5.–10. bekk.

Á síðasta fundi menntaráðs Kópavogsbæjar var útfærsla vals á nöfnum á skólana tvo rædd og tillaga að ferli til valsins samþykkt. Í bréfi frá deildarstjóra grunnskóladeildar Kópavogs er bent á að vissulega þurfi að finna nafn á nýjan skóla við Skólagerði en ekki sé einboðið að skólinn við Vallagerði, sem hingað til hefur heitið Kársnesskóli, haldi því nafni.

Lagði deildarstjórinn til að 4.–9. desember yrði hugmyndasamkeppni þar sem nemendur, starfsfólk og íbúar gætu lagt fram hugmyndir að nöfnum á skólana. Að því loknu velji skólaráð Kársnesskóla 3–5 tillögur fyrir hvorn skóla. Þá taki við rafræn kosning. Niðurstöður hennar verða bindandi.

Ferli þetta var samþykkt á fundi menntaráðsins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár