Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hvað eiga skólarnir að heita?

Finna þarf nöfn á tvo skóla í Kópa­vogi. Ann­ar þeirra heit­ir í dag Kárs­nesskóli en skipu­lagi hans verð­ur breytt næsta haust og því nýtt nafn mögu­lega í kort­un­um.

Hvað eiga skólarnir að heita?
Nýr skóli Í nýjum skóla við Skólabraut á Kársnesi verða börn frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla. Mynd: Tölvuteikning

Breytingar verða á skólastarfi í Kársnesi í Kópavogi næsta haust er nýr samrekinn leik- og grunnskóli tekur til starfa. Sá er við götuna Skólagerði. Í honum verða börn á leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla. Í húsnæði Kársnesskóla við götuna Vallagerði verða nemendur í 5.–10. bekk.

Á síðasta fundi menntaráðs Kópavogsbæjar var útfærsla vals á nöfnum á skólana tvo rædd og tillaga að ferli til valsins samþykkt. Í bréfi frá deildarstjóra grunnskóladeildar Kópavogs er bent á að vissulega þurfi að finna nafn á nýjan skóla við Skólagerði en ekki sé einboðið að skólinn við Vallagerði, sem hingað til hefur heitið Kársnesskóli, haldi því nafni.

Lagði deildarstjórinn til að 4.–9. desember yrði hugmyndasamkeppni þar sem nemendur, starfsfólk og íbúar gætu lagt fram hugmyndir að nöfnum á skólana. Að því loknu velji skólaráð Kársnesskóla 3–5 tillögur fyrir hvorn skóla. Þá taki við rafræn kosning. Niðurstöður hennar verða bindandi.

Ferli þetta var samþykkt á fundi menntaráðsins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár