Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sannleikurinn í myndinni Gladiator II: Hvert var hlutverk Macrinusar?

Leik­stjór­inn Ridley Scott fjall­ar í stór­mynd­inni Gla­diator II um at­burði í Róma­veldi um ár­ið 200. Ein eft­ir­minni­leg­asta per­sóna mynd­inn­ar er Macr­in­us nokk­ur sem Denzel Washingt­on leik­ur eft­ir­minni­lega. En hver var Macr­in­us í raun og veru?

Sannleikurinn í myndinni Gladiator II: Hvert var hlutverk Macrinusar?
Macrinus (hér leikinn af Denzel Washington) gerði vissulega samsæri gegn keisara sínum. En ástæðan var allt önnur en í bíómynd Ridleys Scotts.

Undanfarið hef ég fjallað hér, hér og hér um hinn sagnfræðilega bakgrunn stórmyndar Ridleys Scotts, Gladiator II. Þar var komið sögunni að bræðurnir sem sátu saman á keisarastóli Rómaveldis, Caracalla og Geta, voru komnir í hár saman og endaði með að Caracalla drap bróður sinn.

Það gerðist í raun og veru og líka í bíómyndinni þótt forsaga morðsins hafi verið allt önnur í túlkun Scotts en sagnfræðiverk greina frá.

Það var í febrúar árið 211 ET sem Geta var drepinn. Hatur Caracalla fylgdi honum út yfir gröf og dauða því hann lét nú eyðileggja allar styttur og allar myndir sem hann vissi um af Geta bróður sínum.

En í bíómynd Scotts er það svo rómverski valdamaðurinn Macrinus, sem Denzel Washington leikur afar ísmeygilega, sem síðan drepur Caracalla fljótlega eftir að Geta féll í valinn.

Í myndinni er Macrinus fyrrverandi skylmingaþræll sem náði að kaupa sér frelsi og auðgaðist svo mjög, ekki síst með því að skipa þær skemmtanir sem voru í svo miklum hávegum hafðar af Rómverjum og fólust í að skylmingaþrælar börðust til bana — almúganum til skemmtunar. Macrinus dreymir um að verða sjálfur keisari og nú þegar bæði Geta og Caracalla eru dauðir virðist leiðin greið fyrir hann.

Ég hirði ekki um að rekja hér frekar hvað gerist í bíómyndinni en í raunveruleikanum gerðist það að eftir að Caracalla hafði orðið Geta að bana sat hann einn á keisarastóli í sex ár í viðbót.

Og hann var langt frá því sá munúðarfulli héragaukur sem lýst er í kvikmyndinni.

Caracalla hafði satt að segja engan áhuga á að lifa í vellystingum í Róm. Árið 212 lagði upp með her sinn til Germaníu til að kveða þar í kútinn innrás Alemanna og hann átti aldrei eftir að snúa aftur til borgarinnar.

Móðir hans, hin rómaða Julia Domna, sem fylgdi honum jafnan á herferðum hans, mun hafa tekið að mestu yfir stjórnmálahlið keisarastarfsins og sinnt því af kostgæfni. Caracalla sjálfur sinnti hins vegar eingöngu hermennskunni og með býsna góðum árangri.

Caracallahefði hugsanlega getað orðið voldugasti keisari Rómar fyrr og síðar. En hræddur embættismaður kom í veg fyrir það.

Hann hratt árás Alemanna og 217 var Caracalla kominn til Sýrlands þar sem hann var að undirbúa árás sem átti að ganga milli bols og höfuðs á hinum fornu fjendum Rómar, Pörþum sem réðu Persíu og Mesópótamíu (Íran og Írak). Hann var ekki nema 29 ára gamall og ef hann hefði náð ríki Parþa undir sig (sem vel hefði getað gerst) þá var ekkert því til fyrirstöðu að nýtt blómaskeið hæfist í Róm — enda yrði ríkið þá voldugra en nokkru sinni fyrr.

En þegar Caracalla fór einu sinni út í vegarkant til að pissa á miðri hergöngunni gegn Pörþum, þá réðist að honum herforingi sem hafði gramist mjög að keisarinn hafði neitaði að veita honum tign hundraðshöfðingja. Óánægði herforinginn hjó keisara sinn banahöggi en var svo sjálfur drepinn af lífvörðum hans.

Seinna kom upp úr dúrnum að morðinginn hafði verið verkfæri í höndum eins helsta embættismanns Caracalla sem jafnframt var yfirmaður lífvarðasveita hans. Hann var ættaður frá Númidíu, sem nú heitir Alsír, var af ættum Berba eða Mára og hafði verið einn af tryggustu hjálparkokkum Severusar keisara, föður þeirra Caracalla og Geta.

Og hann hét Macrinus.

Þar er sem sé kominn sá illa þokkaði hundingi sem Denzel Washington leikur í bíómynd Scotts — þótt persóna hans virðist hafa verið allt önnur en leikstjórinn ímyndar sér.

Í var það óttinn sem olli því að Macrinus snerist skyndilega gegn Caracalla og gabbaði herforingjann fyrrnefnda til myrða keisara sinn.

Stjörnuspekingur einn hafði nefnilega skömmu áður lesið í stjörnukort Macrinusar og þar gaf á að líta.

Því var spáð að Macrinus yrði hvort meira né minna en næsti keisari Rómar.

Macrinus og Denzel Washington í hlutverki Macrinusar.

Slíkt hafði örugglega aldrei hvarflað að Macrinusi. Hann var ekki bara Berbi, en þeir voru litnir hornauga af yfirstéttinni í Róm, heldur var hann af tign ekvíta (riddara) en ekki hinna fínni senatora (öldungaráðsmanna). Það var einfaldlega útilokað að slíkur maður yrði einhvern tíma valinn eftirmaður Caracalla á keisarastóli með einhvers konar friðsamlegum hætti.

Ef hann ætlaði að láta sig svo mikið sem dreyma um að verða keisari (sem hann hafði áreiðanlega aldrei gert) þá yrði hann að gera uppreisn gegn Caracalla og velta honum með valdi úr sessi.

Ég ítreka — það stóð áreiðanlega aldrei til. En Macrinus vissi vel að strax og hinn tortryggni Caracalla frétti af þessum spádómi, þá myndi hann fyllast þvílíkri tortryggni í garð undirmanns síns að Macrinus myndi ekki lifa margar mínútur upp frá því.

Og Macrinus vissi líka fullvel að Caracalla myndi fljótlega frétta af spádóminum.

Þess vegna greip hann til þess ráðs að skipuleggja morð á  Caracalla keisara. Það var eingöngu af því hann óttaðist með réttu um líf sitt en ekki af því hann var sá valdagírugi metorðasjúklingur sem Ridley Scott gerir úr honum.

Núnú — Caracalla var dauður. Hann átti engan son. Hver yrði þá keisari næst? Og hvað yrði um skörunginn móður hans, Juliu Domnu?

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár