Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu

Þús­und­ir not­enda hafa þreytt kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar, sem bygg­ir á svör­um fram­bjóð­enda flokk­anna við fjöl­mörg­um spurn­ing­um. Svör fram­bjóð­enda Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Flokks fólks­ins hafa feng­ið mesta sam­svör­un við þann hóp sem hef­ur tek­ið próf­ið til þessa.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu
Kosningapróf Mynd: Heimildin / JIS

Tæp þrjátíu prósent svarenda í Kosningaprófi Heimildarinnar áttu mesta samsvörun með frambjóðendum Samfylkingarinnar, samkvæmt niðurstöðum prófsins eins og þær litu út í gær. Í næstu sætum þar á eftir voru Píratar og Flokkur fólksins, en 18,5 og 16,5 prósent svarenda áttu mesta samsvörun við frambjóðendur þessara flokka. Enginn annar flokkur hafði mesta samsvörun við yfir tíu prósent svarenda í prófinu.

Kosningapróf Heimildarinnar er í tveimur útgáfum þetta árið, 30 spurninga léttútgáfu sem er opin öllum og svo 70 spurninga útgáfu sem er í boði fyrir áskrifendur og skilar ítarlegri niðurstöðum.

Frambjóðendur í efstu fimm sætum á öllum listum í öllum kjördæmum fengu boð um þátttöku í prófinu. Þeir sem þreyta prófið geta svo séð hvernig svör þeirra samsvara svörum frambjóðenda flokkanna, bæði meðaltals svörum flokkanna og svörum einstaka frambjóðenda.

Hlutfall svara í topp þremurÞessi mynd sýnir hversu hátt hlutfall svarenda hafa fengið þessa flokka á meðal þeirra þriggja efstu í Kosningaprófi Heimildarinnar.

Samfylkingin í topp þremur hjá 7 af 10 svarendum

Ljóst er að stór hluti þeirra sem tekið hafa prófið, sem finna má hér á vef Heimildarinnar, eiga samleið með flokkum sem flokkast geta vinstra megin við miðjuna á hinu pólitíska litrófi, miðað við niðurstöðurnar úr kosningaprófinu, en þeir þrír flokkar sem koma oftast upp eru hallir undir félagshyggju.  

Samsvörunin við Samfylkingu var ákaflega mikil hjá svarendum, en samanlagt höfðu 69,9 prósent þeirra sem voru búin að taka prófið í gær fengið Samfylkinguna sem einn þeirra þriggja flokka sem pössuðu best við svör þeirra. Píratar voru á meðal þriggja efstu flokka hjá 45,6 prósentum svarenda og Flokkur fólksins í 41,2 prósentum tilfella.

Vinstri græn voru í topp þremur hjá 28,3 prósentum svarenda, Framsókn hjá 27,1 prósenti svarenda, Viðreisn hjá 25,6 prósentum. Þar á eftir kom Lýðræðisflokkurinn, sem kom upp sem topp þrjú flokkur hjá 17,9 prósentum svarenda og þar á eftir Sjálfstæðisflokkur hjá 13,8 prósentum svarenda, Miðflokkur hjá 12,2 prósentum og Sósíalistar hjá 12 prósentum. Ábyrg framtíð rekur svo lestina en notendur prófsins fengu topp þrjú samsvörun við framboðið, sem býður bara fram í Reykjavík norður, í 7,3 prósentum tilfella. 

Hvað segir þetta okkur?

Allt er þetta nú til gamans gert og gefur okkur að sjálfsögðu litla hugmynd um annað en samsvörun skoðana þess hóps sem þreytt hefur prófið við skoðanir þeirra frambjóðenda sem þreyttu prófið fyrir hönd flokkanna. 

Það er svo einnig mögulegt að svör frambjóðenda endurspegli stefnu flokkanna misvel. Heimildin bauð öllum frambjóðendum í efstu fimm sætum í öllum kjördæmum að þreyta prófið, en svörunin var æði misjöfn eftir flokkum.

Hjá flestum flokkum var hún nokkuð góð, best hjá Sósíalistum, en 25 af 30 frambjóðendum flokksins svöruðu prófinu. Það gerðu einnig 23 frambjóðendur Samfylkingar, 22 frambjóðendur Pírata og Viðreisnar, 20 frambjóðendur Vinstri grænna, 16 frambjóðendur Framsóknar og 15 frambjóðendur Lýðræðisflokksins. 

Svörunin var hins vegar dræmari hjá Flokki fólksins (9 af 30), Sjálfstæðisflokki (7 af 30) og Miðflokki (4 af 30) og því síður hægt að segja að svörin í prófinu endurspegli almenna afstöðu flestra lykilframbjóðenda þessara flokka til þeirra málefna sem spurt er um. 

Kosningaprófið er áfram aðgengilegt á vef Heimildarinnar, en í ítarefni prófsins, sem aðgengilegt er áskrifendum, er hægt að glöggva sig á því hvernig frambjóðendur svara spurningum prófsins og einnig hvernig svörin sem maður veitir staðsetja mann á þremur ásum, frá frjálshyggju til félagshyggju, frá breytingum til íhaldssemi og frá valddreifingu til valdsækni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár