Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu

Þús­und­ir not­enda hafa þreytt kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar, sem bygg­ir á svör­um fram­bjóð­enda flokk­anna við fjöl­mörg­um spurn­ing­um. Svör fram­bjóð­enda Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Flokks fólks­ins hafa feng­ið mesta sam­svör­un við þann hóp sem hef­ur tek­ið próf­ið til þessa.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu
Kosningapróf Mynd: Heimildin / JIS

Tæp þrjátíu prósent svarenda í Kosningaprófi Heimildarinnar áttu mesta samsvörun með frambjóðendum Samfylkingarinnar, samkvæmt niðurstöðum prófsins eins og þær litu út í gær. Í næstu sætum þar á eftir voru Píratar og Flokkur fólksins, en 18,5 og 16,5 prósent svarenda áttu mesta samsvörun við frambjóðendur þessara flokka. Enginn annar flokkur hafði mesta samsvörun við yfir tíu prósent svarenda í prófinu.

Kosningapróf Heimildarinnar er í tveimur útgáfum þetta árið, 30 spurninga léttútgáfu sem er opin öllum og svo 70 spurninga útgáfu sem er í boði fyrir áskrifendur og skilar ítarlegri niðurstöðum.

Frambjóðendur í efstu fimm sætum á öllum listum í öllum kjördæmum fengu boð um þátttöku í prófinu. Þeir sem þreyta prófið geta svo séð hvernig svör þeirra samsvara svörum frambjóðenda flokkanna, bæði meðaltals svörum flokkanna og svörum einstaka frambjóðenda.

Hlutfall svara í topp þremurÞessi mynd sýnir hversu hátt hlutfall svarenda hafa fengið þessa flokka á meðal þeirra þriggja efstu í Kosningaprófi Heimildarinnar.

Samfylkingin í topp þremur hjá 7 af 10 svarendum

Ljóst er að stór hluti þeirra sem tekið hafa prófið, sem finna má hér á vef Heimildarinnar, eiga samleið með flokkum sem flokkast geta vinstra megin við miðjuna á hinu pólitíska litrófi, miðað við niðurstöðurnar úr kosningaprófinu, en þeir þrír flokkar sem koma oftast upp eru hallir undir félagshyggju.  

Samsvörunin við Samfylkingu var ákaflega mikil hjá svarendum, en samanlagt höfðu 69,9 prósent þeirra sem voru búin að taka prófið í gær fengið Samfylkinguna sem einn þeirra þriggja flokka sem pössuðu best við svör þeirra. Píratar voru á meðal þriggja efstu flokka hjá 45,6 prósentum svarenda og Flokkur fólksins í 41,2 prósentum tilfella.

Vinstri græn voru í topp þremur hjá 28,3 prósentum svarenda, Framsókn hjá 27,1 prósenti svarenda, Viðreisn hjá 25,6 prósentum. Þar á eftir kom Lýðræðisflokkurinn, sem kom upp sem topp þrjú flokkur hjá 17,9 prósentum svarenda og þar á eftir Sjálfstæðisflokkur hjá 13,8 prósentum svarenda, Miðflokkur hjá 12,2 prósentum og Sósíalistar hjá 12 prósentum. Ábyrg framtíð rekur svo lestina en notendur prófsins fengu topp þrjú samsvörun við framboðið, sem býður bara fram í Reykjavík norður, í 7,3 prósentum tilfella. 

Hvað segir þetta okkur?

Allt er þetta nú til gamans gert og gefur okkur að sjálfsögðu litla hugmynd um annað en samsvörun skoðana þess hóps sem þreytt hefur prófið við skoðanir þeirra frambjóðenda sem þreyttu prófið fyrir hönd flokkanna. 

Það er svo einnig mögulegt að svör frambjóðenda endurspegli stefnu flokkanna misvel. Heimildin bauð öllum frambjóðendum í efstu fimm sætum í öllum kjördæmum að þreyta prófið, en svörunin var æði misjöfn eftir flokkum.

Hjá flestum flokkum var hún nokkuð góð, best hjá Sósíalistum, en 25 af 30 frambjóðendum flokksins svöruðu prófinu. Það gerðu einnig 23 frambjóðendur Samfylkingar, 22 frambjóðendur Pírata og Viðreisnar, 20 frambjóðendur Vinstri grænna, 16 frambjóðendur Framsóknar og 15 frambjóðendur Lýðræðisflokksins. 

Svörunin var hins vegar dræmari hjá Flokki fólksins (9 af 30), Sjálfstæðisflokki (7 af 30) og Miðflokki (4 af 30) og því síður hægt að segja að svörin í prófinu endurspegli almenna afstöðu flestra lykilframbjóðenda þessara flokka til þeirra málefna sem spurt er um. 

Kosningaprófið er áfram aðgengilegt á vef Heimildarinnar, en í ítarefni prófsins, sem aðgengilegt er áskrifendum, er hægt að glöggva sig á því hvernig frambjóðendur svara spurningum prófsins og einnig hvernig svörin sem maður veitir staðsetja mann á þremur ásum, frá frjálshyggju til félagshyggju, frá breytingum til íhaldssemi og frá valddreifingu til valdsækni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár