Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu

Þús­und­ir not­enda hafa þreytt kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar, sem bygg­ir á svör­um fram­bjóð­enda flokk­anna við fjöl­mörg­um spurn­ing­um. Svör fram­bjóð­enda Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Flokks fólks­ins hafa feng­ið mesta sam­svör­un við þann hóp sem hef­ur tek­ið próf­ið til þessa.

Samfylkingin komið oftast upp í kosningaprófinu
Kosningapróf Mynd: Heimildin / JIS

Tæp þrjátíu prósent svarenda í Kosningaprófi Heimildarinnar áttu mesta samsvörun með frambjóðendum Samfylkingarinnar, samkvæmt niðurstöðum prófsins eins og þær litu út í gær. Í næstu sætum þar á eftir voru Píratar og Flokkur fólksins, en 18,5 og 16,5 prósent svarenda áttu mesta samsvörun við frambjóðendur þessara flokka. Enginn annar flokkur hafði mesta samsvörun við yfir tíu prósent svarenda í prófinu.

Kosningapróf Heimildarinnar er í tveimur útgáfum þetta árið, 30 spurninga léttútgáfu sem er opin öllum og svo 70 spurninga útgáfu sem er í boði fyrir áskrifendur og skilar ítarlegri niðurstöðum.

Frambjóðendur í efstu fimm sætum á öllum listum í öllum kjördæmum fengu boð um þátttöku í prófinu. Þeir sem þreyta prófið geta svo séð hvernig svör þeirra samsvara svörum frambjóðenda flokkanna, bæði meðaltals svörum flokkanna og svörum einstaka frambjóðenda.

Hlutfall svara í topp þremurÞessi mynd sýnir hversu hátt hlutfall svarenda hafa fengið þessa flokka á meðal þeirra þriggja efstu í Kosningaprófi Heimildarinnar.

Samfylkingin í topp þremur hjá 7 af 10 svarendum

Ljóst er að stór hluti þeirra sem tekið hafa prófið, sem finna má hér á vef Heimildarinnar, eiga samleið með flokkum sem flokkast geta vinstra megin við miðjuna á hinu pólitíska litrófi, miðað við niðurstöðurnar úr kosningaprófinu, en þeir þrír flokkar sem koma oftast upp eru hallir undir félagshyggju.  

Samsvörunin við Samfylkingu var ákaflega mikil hjá svarendum, en samanlagt höfðu 69,9 prósent þeirra sem voru búin að taka prófið í gær fengið Samfylkinguna sem einn þeirra þriggja flokka sem pössuðu best við svör þeirra. Píratar voru á meðal þriggja efstu flokka hjá 45,6 prósentum svarenda og Flokkur fólksins í 41,2 prósentum tilfella.

Vinstri græn voru í topp þremur hjá 28,3 prósentum svarenda, Framsókn hjá 27,1 prósenti svarenda, Viðreisn hjá 25,6 prósentum. Þar á eftir kom Lýðræðisflokkurinn, sem kom upp sem topp þrjú flokkur hjá 17,9 prósentum svarenda og þar á eftir Sjálfstæðisflokkur hjá 13,8 prósentum svarenda, Miðflokkur hjá 12,2 prósentum og Sósíalistar hjá 12 prósentum. Ábyrg framtíð rekur svo lestina en notendur prófsins fengu topp þrjú samsvörun við framboðið, sem býður bara fram í Reykjavík norður, í 7,3 prósentum tilfella. 

Hvað segir þetta okkur?

Allt er þetta nú til gamans gert og gefur okkur að sjálfsögðu litla hugmynd um annað en samsvörun skoðana þess hóps sem þreytt hefur prófið við skoðanir þeirra frambjóðenda sem þreyttu prófið fyrir hönd flokkanna. 

Það er svo einnig mögulegt að svör frambjóðenda endurspegli stefnu flokkanna misvel. Heimildin bauð öllum frambjóðendum í efstu fimm sætum í öllum kjördæmum að þreyta prófið, en svörunin var æði misjöfn eftir flokkum.

Hjá flestum flokkum var hún nokkuð góð, best hjá Sósíalistum, en 25 af 30 frambjóðendum flokksins svöruðu prófinu. Það gerðu einnig 23 frambjóðendur Samfylkingar, 22 frambjóðendur Pírata og Viðreisnar, 20 frambjóðendur Vinstri grænna, 16 frambjóðendur Framsóknar og 15 frambjóðendur Lýðræðisflokksins. 

Svörunin var hins vegar dræmari hjá Flokki fólksins (9 af 30), Sjálfstæðisflokki (7 af 30) og Miðflokki (4 af 30) og því síður hægt að segja að svörin í prófinu endurspegli almenna afstöðu flestra lykilframbjóðenda þessara flokka til þeirra málefna sem spurt er um. 

Kosningaprófið er áfram aðgengilegt á vef Heimildarinnar, en í ítarefni prófsins, sem aðgengilegt er áskrifendum, er hægt að glöggva sig á því hvernig frambjóðendur svara spurningum prófsins og einnig hvernig svörin sem maður veitir staðsetja mann á þremur ásum, frá frjálshyggju til félagshyggju, frá breytingum til íhaldssemi og frá valddreifingu til valdsækni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár