Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sannleikurinn að baki bíómyndarinnar Gladiator II: Valdi móður keisaranna með stjörnuspeki

Kvik­mynd Ridleys Scotts, Gla­diator II, fjall­ar um tíð Rómar­keis­ar­anna Caracalla og Geta, bræðra sem höt­uðu hvor ann­an. Scott fer þó að ýmsu leyti á skjön við sagn­fræði­leg­an sann­leika.

Sannleikurinn að baki bíómyndarinnar Gladiator II: Valdi móður keisaranna með stjörnuspeki
Septimus Severus og fjölskylda hans: Julia Domna og Severus keisari ásamt sonum sínum, Geta og Caracalla. Búið er að skafa andlit Geta af þessari fornu mynd. Ástæðan fyrir því kemur í ljós ef ég skrifa meira um þessa fjölskyldu í tilefni af bíómynd Ridleys Scotts um Gladiator II.

Árið 186 missti hinn rómverski landstjóri í einu skattlandanna í Gallíu (Frakklandi) konuna sína. Þau hjón höfðu eignast tvær dætur en báðar dóu í bernsku.

Landstjórinn, Septimus Severus, var orðinn rúmlega fertugur. Honum fannst hann ekki hafa mikinn tíma ef hann ætlaði sér að eignast afkomendur. Því ákvað hann að kvænast aftur sem allra fyrst.

En ekki hvaða konu sem var.

Severus var púnverskur að ætt að stærstum hluta en Púnverja kölluðu Rómverjar hina fornu Karþagómenn. Þegar þarna var komið sögu voru rúm 300 ár síðan Rómverjar brutu ríki Karþagómanna á bak aftur og Púnverjar höfðu síðan tekið upp rómverska menningu. Þeir vissu þó enn af þjóðerni sínu og fortíð og mátu mikils.

Þegar Severus fór að svipast um eftir nýrri konu, þá var það þó ekki uppruninn sem skipti hann mestu og þaðan af síður útlit hennar eða elskusemi. Severus leit nefnilega stórt á sig og vildi að hin væntanlega eiginkona færði honum, auk hraustra afkomenda, eitthvað það sem gæti orðið honum að liði í valdabaráttunni í efstu lögum samfélagsins í Rómarríkinu.

Septimus Severus

Hann taldist þrátt fyrir heilmikinn frama fram að þessu vera af heldur ómerkilegri stigum en allra fínustu öldungaráðsmennirnir og embættismennirnir í Róm og gott kvonfang gæti verið punkturinn yfir i-ið sem tryggði honum hið æðstu metorð við hirð Commodusar, sem þá var orðinn keisari.

Og Commodus var reyndar þegar farinn að sýna af sér svo einkennilega og ofsafengna hegðun að það var ekki víst að hann yrði endilega mjög langlífur á keisarastóli.

Severus sendi nú vinum sínum í efri lögum samfélagsins skilaboð. Hann vantaði eiginkonu og hvort þeir vildu vera svo hjálplegir að benda honum á einhverja huggulega sem kæmi til mála?

Seinni hluti boðanna sem Severus sendi vinum sínum hljóta hins vegar að vekja athygli okkar. Þótt hann væri jarðbundinn embættismaður og yfirleitt ekki gefinn fyrir rugl, þá bað hann vini sína nefnilega að senda sér stjörnukort þeirra kvenna sem kæmu til mála.

Hann hugðist sem sé lesa út úr því hvort um vænlega og gagnlega eiginkonu gæti verið að ræða.

Ekki fer sögum af því hvort vinir Severusar sendu honum mörg stjörnukort hugsanlegra eiginkvenna.

En ljóst er þó að einhver kunningi hans austur í Sýrlandi sendi honum stjörnukort Juliu nokkurrar Domnu, dóttur æðsta prestsins í Emesa en sú borg heitir nú Homs.

Og úr stjörnukorti Juliu Domnu mátti lesa stór tíðindi.

Sem sé að eiginmaður hennar yrði konungur.

Það skal tekið fram að heimildum ber reyndar ekki alveg saman um þetta. Önnur saga hermir að Severus hafi sjálfur farið til Emesa vegna þess að út úr stjörnuspá hans hafi mátt lesa að þar myndi hann finna sér heppilega eiginkonu. Og þá hafi æðsti presturinn, Julius Bassianus, kynnt hann fyrir dóttur sinni og úr orðið hjónaband.

Hvor heldur útgáfan er rétt, þá er þó ljóst að trú Severusar á stjörnuspár og stjörnuspeki réð úrslitum um að hann kvæntist Juliu Domnu. Því það gerði hann í upphafi ársins 187.

Og urðu samfarir þeirra góðar því á næstu tveim árum eignuðust þau tvo syni, þá Caracalla og Geta, keisarana sem koma við sögu í kvikmynd Ridleys Scotts, Gladiator II.

Um þá mynd eða öllu heldur söguna að baki hennar byrjaði ég að fjalla í gær.

Þar kom fram að eftir að Commodus var drepinn árið 192 braust út stríð milli háttsettra herforingja og embættismanna um keisaratignina. Sá sem stóð uppi sem sigurvegari að lokum var enginn annar en Septimus Severus.

Julia Domna

Svo stjörnuspekingurinn sem hafði spáð því fyrir Juliu Domnu að eiginmaður hennar yrði konungur reyndist vissulega hafa haft rétt fyrir sér.

Það var þó fleira en bara stjörnurnar á himninum sem Julia Domna hafði sér til ágætis. Öllum heimildum ber saman um að hún hafi verið ljóngáfuð, vel að sér um heimspeki og margvíslega hluti sem í Rómarríkinu voru yfirleitt talin vera einkamál karlmanna. Og hún var mikilvægur ráðgjafi og samverkakona Severusar bæði meðan hann var að brjótast til valda og síðan eftir að hann var orðinn keisari.

Julia Domna og eldri systir hennar, Julia Maesa, sem kemur síðar við sögu, þær höfðu enda hlotið óvenju góða menntun hjá föður sínum, æðsta prestinum í Emesa.

Geta má þess að fjölskyldan var arabísk að ætt og uppruna og hið fölbleika útlit bræðranna Caracalla og Geta í kvikmyndinni Galdiator II er því áreiðanlega á skjön við raunverulegt útlit þeirra, þar eð þeir bræður voru arabískir í aðra ættina en norðurafrískir (að mestu) í föðurætt.

En þótt Julia Domna væri bersýnilega mjög klár kona, þá auðnaðist henni ekki að sporna gegn því að synir hennar Caracalla og Geta yxu úr grasi sem svarnir óvinir, já, hatursmenn.

Og þegar þeir urðu sameiginlega keisarar við lát föður síns árið 211 þá dýpkaði hatur þeirra hvor á öðrum, þótt Julia Domna reyndi allt hvað hún gat til að bera klæði á vopnin.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Það rís úr djúpinu 2: Lífið fæddist í grimmu úthafi og miklu fyrr en talið var
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 2: Líf­ið fædd­ist í grimmu út­hafi og miklu fyrr en tal­ið var

Þeg­ar ég var strák­ur og las fjöl­fræði­bæk­ur þá var mynd­in af upp­hafi lífs­ins á Jörð­inni ein­hvern veg­inn svona: Á huggu­legri frið­sælli strönd hafði mynd­ast grunn­ur poll­ur í flæð­ar­mál­inu. Með flóð­inu bár­ust dag­lega allskon­ar efni í poll­inn sem síð­an urðu eft­ir þeg­ar fjar­aði. Að lok­um var poll­ur­inn orð­inn lík­ast­ur þykkri súpu af allskon­ar efn­um, ekki síst kol­efni en líka fjölda annarra...
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár