Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Stutt í vansæld hjá börnunum

Rétt eins og í einelt­is­mál­um skipt­ir máli að sitja ekki hjá sem áhorf­andi í kjara­bar­áttu kenn­ara. Salka Sól Ey­feld, mamma tveggja leik­skóla­barna, er sár en legg­ur til­finn­ing­ar sín­ar til hlið­ar og styð­ur bar­áttu kenn­ara heils hug­ar.

Stutt í vansæld hjá börnunum
Samhugur Salka Sól Eyfeld segir skipta máli að sýna samhug í kjarabaráttu kennara. Sjálf á hún tvö börn á leikskólaaldri sem hafa ekki farið í leikskólann í að verða mánuð, sem er langur tími fyrir börn. „Þau hafa hvort annað en þau eru drulluþreytt á hvort öðru.“ Mynd: Golli

Salka Sól Eyfeld er í hópi foreldra um 100 leikskólabarna í Reykjavík sem hafa ekki farið í leikskólann í að verða mánuð. Skæruverkföll Kennarasambands Íslands gera það að verkum að verkfallið hefur áhrif á lítinn hluta fjölskyldna og Salka hefur upplifað allar heimsins tilfinningar síðustu vikur. „Ég er ógeðslega leið og með skrítnar tilfinningar. Þetta er stundum eins og tvær baráttur,“ segir hún og á við kjarabaráttu kennara annars vegar og hins vegar baráttu foreldra fyrir því að á þá sé hlustað. „Ég er sár, ég fékk tilfinningu eins og öllum væri sama um okkur.“ 

Salka er ekki sátt með útfærslu verkfallsins en ákvað að leggja þær tilfinningar til hliðar og styðja kjarabaráttu kennara heils hugar. Hún hefur komið að skipulagningu mótmæla í Ráðhúsinu, nú síðast á þriðjudag þar sem foreldrar leikskólabarna á Drafnarsteini, sem er eini leikskólinn í borginni sem verkfallið nær til, mættu með börnin og létu í sér heyra. Sjálf hélt Salka ræðu þar sem hún beindi orðum sínum að Einari Þorsteinssyni borgarstjóra. „Þetta getur verið tíminn þar sem borgarstjórn hættir loksins að fría sig af ábyrgð á ástandi leikskólamála og fjárfestir í kennurum. Ég spyr þig líka, Einar, frá móður til föður: Hvað myndir þú gera í okkar sporum?“ sagði Salka meðal annars í eldræðunni sem vakti mikla athygli. 

„Ég er sár, ég fékk tilfinningu eins og öllum væri sama um okkur.“

Salka og eiginmaður hennar, Arnar Freyr Frostason, eiga tvö börn á leikskólaaldri. „Sem er blessun og bölvun. Þau hafa hvort annað en þau eru drulluþreytt á hvort öðru. Þetta er langur tími fyrir lítil börn. Það er stutt í vansæld hjá þeim en auðvitað reynir maður að gera það sem maður getur.“

Varhugavert að sitja hjá

Þegar verkfallinu lýkur, sama hvenær það verður, vill Salka geta litið stolt til baka. „Þegar þessu lýkur vil ég fara með börnin mín á leikskólann með góðri samvisku og vita að ég barðist fyrir því að kennararnir fái þau kjör sem þau óska sér. Ég er að berjast fyrir þau, sama hver útfærslan á verkfallinu er. Það skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég óska þess að enginn lendi í þessari stöðu. Þó að við séum fá þá þýðir samt ekki að það sé auðveldara að líta í burtu.“

Sjálf heldur Salka fyrirlestra í grunnskólum landsins um einelti, en hún varð sjálf fyrir einelti í grunnskóla, og segir hún að rétt eins og í eineltismálum sé varhugavert að sitja hjá í kjarabaráttu kennara. „Í fyrirlestrum mínum tala ég mikið um fólkið sem horfir á einhvern verða fyrir einelti og gerir ekkert í því. Mig langar að vekja athygli á að þó svo að þitt barn sé ekki í verkfalli þá er samt verið að berjast fyrir ykkar börnum. Það er mjög mannlegt að taka ekki þátt í baráttunni eða líta til hliðar af því að þetta kemur þér ekki við. Mín reynsla af einelti er sú að það er oft fólkið sem var áhorfendur sem sér hvað mest eftir því þegar það lítur til baka.“ 

Staðan er snúin. Samningsaðilar settust aftur að samningaborðinu í vikunni eftir 17 daga hlé á viðræðum. „Kannski þurfum við að æfa okkur í að sýna samhug. Þó svo að þú sért ekki að verða fyrir áhrifum verkfallsins beint þá skiptir þetta máli. Ég þori ekki alveg að hugsa um hvað verður.“

Verkfall stendur nú yfir í tíu skólum á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, auk eins tónlistarskóla. Verkföll leikskólanna eru ótímabundin. Önnur verkföll eru tímabundin og standa til og með 20. desember. Þá hefur verið boðað til verkfalla í fjórum grunnskólum 1. janúar 2025, Egilsstaðaskóla, Engjaskóla, Grundaskóla og Lindaskóla. Þau standa til 31. janúar, hafi samningar ekki náðst. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár